. - Hausmynd

.

Virðum lýðræðið!

Morgundagurin er einn stærsti dagur í lýðræðissögu landsins.  Í fyrsta skipti frá lýðveldisstofnun gefst Íslendingum kostur á að kjósa um mikilvægt málefni í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu.
Sumir hafa litið svo á að atkvæðagreiðslan sé skrípaleikur eða marklaus, en það er hún alls ekki.  Sama hvaða skoðun fólk hefur á þeim lögum sem verið er að kjósa um eru flestir sammála um það að þjóðaratkvæðagreiðslur séu æskilegar.

Út á við mun niðurstaða kosninganna vera það sem skiptir mestu máli, og það sama er hér til skamms tíma litið.  En til lengri tíma litið er það kjörsóknin sjálf sem mun hafa mest áhrif á hvort og hvernig þjóðaratkvæðagreiðslur fara fram í framtíðinni.

Því vil ég hvetja alla til að mæta á kjörstað á morgun, þó ekki væri nema til að skila auðu.  Því fleiri sem mæta á kjörstað því sterkari skilaboð sendum við frá okkur um að við viljum sjá hér þjóðaratkvæðagreiðslur í framtíðinni.  Eftir að fólk hefur kosið er upplagt að taka þátt í kröfugöngu Alþingis götunar, svo lengi sem fólk býr á stór-Hveragerðissvæðinu.

 


mbl.is Steingrímur: Ólíklegt að ég kjósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Guðbjörnsson

skandall, algjör skandall. Þau eiga að seiga af sér á stundinni!!  Þau vita að þau eru búin að eyðileggja fyrir sig

og að þau mun ekki verða kosin í næstu kosningar þannig að þau gefa skít í okkur og reyna að eyðileggja eins

mikið og hægt er!!  Ég er laungu búinn að kjósa! NEI.

Sævar Guðbjörnsson, 5.3.2010 kl. 12:47

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

visir.is var með vefkönnun um fyrirhugaða kjörsókn í gær sem virtist vera á bilinu 80% - 85% sem verður að teljast ágætt ef það rætist.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.3.2010 kl. 13:22

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Allt undir 70% kjörsókn er ósigur fyrir lýðræðið.

Alþingis- og forsetakosningar 1874-2009
 Kosningaþátttaka, %
Alls
1874, haust 19,6
1880, september24,7
1886, júní30,6
1892, september30,5
1894, júní26,4
1900, september48,7
1902, júní52,6
1903, júní53,4
1908, 10. september75,7
1911, 28. október78,4
1914, 11. apríl70,0
1916, 21. október52,6
1918, 19 október þjóðaratkvæðagreiðsla43,8
1919, 15. nóvember58,7
1923, 27. október75,6
1927, 9. júlí71,5
1931, 12. júní78,2
1933, 16. júlí70,1
1934, 24. júní81,5
1937, 29. júní87,9
1942, 5. júlí80,3
1942, 18.-19. október82,3
1944, 20.-23. maí þjóðaratkvæðagreiðsla98,4
1946, 30. júní87,4
1949, 23.-24. október89,0
1952, 29. júní forsetaskjör82,0
1953, 28. júní89,9
1956, 24. júní92,1
1959, 28. júní90,6
1959, 25.-26. október90,4
1963, 9. júní91,1
1967, 11. júní91,4
1968, 30. júní forsetakjör92,2
1971, 13. júní90,4
1974, 30. júní91,4
1978, 25. júní90,3
1979, 2.-3. desember89,3
1980, 29. júní forsetakjör90,5
1983, 23. apríl88,3
1987, 25. apríl90,1
1988, 25. júní forsetakjör72,8
1991, 20. apríl87,6
1995, 8. apríl87,4
1996, 29. júní forsetakjör85,9
1999, 8 maí 84,1
2003, 10. maí87,7
2004, 26. júní forsetakjör62,9
2007, 12. maí83,6
2009, 25. apríl85,1

Axel Þór Kolbeinsson, 5.3.2010 kl. 13:36

4 identicon

Það er skylda hvers manns að nýta kosningarétt sinn. Ef þú getur ekki valið þá er lámarkið að skila auðu. Vandamálið hingað til er að auðir seðlar hafa alltaf verið taldir með ógildum, sem mér finnst frekar einkennilegt því auður seðill er afstaða.

Steingrímur og Jóhanna eru með þessu að gefa lýðræðinu langa fingurinn. Skrítið hvað fyrsta þjóðaratkvæðagreiðsla í sögu Íslands, eftir sjálfstæði, virðist ekki skipta þau máli....

zaxi 5.3.2010 kl. 13:43

5 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sammála þér zaxi, í báðum tilfellum.

Axel Þór Kolbeinsson, 5.3.2010 kl. 13:45

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þátttaka í kosningum á Íslandi hefur lengst af verið með því mesta sem gerist á vesturlöndum.

Það væri sorglegt ef verulegt frávik frá þáttöku yrði í þessari fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslu lýðveldistímans. Slíkt yrði vart til að ýtaundir  frekari notkun þjóðaratkvæðagreiðslu.

Kjósum sama hvað. Ég er reunar búinn að kjósa en ætla samt að kjósa á morgun!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.3.2010 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband