. - Hausmynd

.

Yfirburðir kvenna

Miðað við þær tölur sem eru í þessari frétt eru 30% frambjóðenda konur, en samt munu þær, lögum samkvæmt, ekki fá minna en 40% sæta nema 20 karlar eða fleiri verði kjörnir.  Kynjakvótar sem settir eru um skiptingu þingsæta gera ekkert annað en að skekkja mynd kosninga.

Ég er vonsvikinn yfir því hversu fáar konur gefa kost á sér, en þetta sýnir vanda stjórnmála á Íslandi og líklega víðar.  Ef konur eru ekki jafn duglegar við að gefa kost á sér til þingstarfa og við af veikara kyninu hversvegna eiga þær þá að hafa meiri möguleika en karlar að ná sæti?

Ef við miðum við það að konur fá 40% af 31 sæti, eða 12 sæti og karlar 19, þá erum við að horfa upp á það að 7,5% kvenna nái kjöri en einungis 5,2% karla.

Andskotinn að það skipti máli hvort fólk er með gat eða prik - það er toppstykkið sem skiptir máli.


mbl.is 525 framboð til stjórnlagaþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hrellir

Það er ekki alltaf það sama, magn og gæði.

Sigurður Hrellir, 21.10.2010 kl. 19:50

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það er reyndar alveg hárrétt, og margar frábærar konur sem gefa kost á sér.  Fljótt á litið sýnist mér þær verða í meirihluta efstu sæta á mínum kjörseðli.

Axel Þór Kolbeinsson, 21.10.2010 kl. 19:55

3 identicon

Sammála. Niður með kynjakvóta.

Konur eru helmingur þjóðarinnar og hafa nákvæmlega sama rétt til þess að taka þátt í þessu. En því miður virðist vera sem þær hafi minni áhuga á þáttöku. Þetta er bara rétt mynd lýðræðisins en ekki eitthvað sem á að leiðrétta með mismunun.

Kynjakvótar senda röng skilaboð. Þeir senda þau skilaboð að konur séu veikari og geti ekki gert neitt án þess að fá sérstaka hjálp vegna kyns.

Geiri 21.10.2010 kl. 19:58

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Einmitt Geiri.  Kynjajafnrétti snýst um að fólk hafi jafnan rétt óháð kynferði og í beinu persónukjöri þar sem hverjum sem gefst kostur á að bjóða fram krafta sína og geta verið metin/n að verðleikum sínum er leikborð hreins kynjajafnréttis.

Eins og ég sagði áður; það skiptir ekki máli hvort þú ert með gat eða prik.  Það er toppstykkið sem skiptir máli.

Axel Þór Kolbeinsson, 21.10.2010 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband