. - Hausmynd

.

Alvarlegt klúður

Þetta telst vera stórt klúður, að hafa aðeins afritað 4 mínútna myndskeið en ekki alla atburðarrásina.  Þetta hlýtur að veikja málflutning ákæruvaldsins mikið.  Maður hefði haldið það að einhverjar starfsreglur væru til á þinginu varðandi svona uppákomur, og þótt svo væri ekki hafa starfsmenn haft heila 10 daga til að hugsa fyrir því að taka afrit af allri atburðarrásinni.

Það vaknar sú óþægilega spurning aftarlega í höfðinu á mér hvort mögulega hafi eitthvað verið óþægilegt fyrir lögreglu eða þingverði fyrir eða eftir þennan 4 mínútna myndbút?


mbl.is Aðeins bútur til af myndskeiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hvað kemur eiginlega myndband málinu við? Var ekki lifandi fólk viðstadd þessa athöfn og getur það ekki vittnað? Það á bara að gleyma þessu máli, biðja þá sem voru ákærðir afsökunar og snúa sér að einhverju öðru.

Óskar Arnórsson, 18.1.2011 kl. 15:21

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Myndbandið skiptir máli þegar sakborningar halda einu fram og eru samkvæmir sjálfum sér og vitni og fórnarlömb meintrar árásar halda öðru fram.  Myndband er óhlutdrægt sönnunargagn.

Fyrst þetta fólk var ákært á að klára málið eins og lög kveða á um, því með lögum skal land byggja.  En þetta er samt óþægilegt fyrir ákæruvaldið þótt það hafi ekki úrslitaáhrif, ef nokkur.

Axel Þór Kolbeinsson, 18.1.2011 kl. 15:31

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Mér finnst einmitt þetta mál benda á að löginn eru orðin eins og Kóran talibana sem eru kritiseraðir m.a. af okkur.

"Með lögum skall land byggja" er einfalt fyrir fólk að misskilja og bókstafstrú hefur aldrei leitt neitt gott af sér....ég held að þessi frasi sé misskilin.

Lög þarf og eru lífsnauðsynleg, enn þau þurfa að vera aðlöguð að manneskjunni, og ekki öfugt...

Óskar Arnórsson, 18.1.2011 kl. 15:36

4 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

sæll Axel - vissulega skiptir myndbandið máli, en þar sem búið er að "meðhöndla" það og eyða út hluta þess getur það ekki talist sönnunargagn og þar með finnst mér það rökrétt að klára málið með því að vísa því frá...........

Eyþór Örn Óskarsson, 18.1.2011 kl. 15:40

5 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Óskar.  Mér finnst þessi gamla viska enn vera í góðu gildi sem slík.  Svo má velta fyrir sér hvort einhver lög séu óþörf eða þörf og eins hvort einhver misbeiti lögunum í sína þágu.

Eyþór.  Ég er sammála þér að flestu leyti fyrir utan hvort vísa eigi málinu frá.  Enginn nema dómari getur tekið þá ákvörðun og því vil ég ekki mynda mér skoðun á því nema hafa sömu málsgögn undir höndum og dómari.

Ég hef ekki tjáð mig um þessi málaferli sérstaklega áður ef ég man rétt, en það að taka einungis afrit af fjórum mínútum er í besta falli klúður hjá þingvörðum og í versta falli...

En ég tek enga afstöðu til annars enn sem komið er.

Axel Þór Kolbeinsson, 18.1.2011 kl. 16:24

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er mjög slæmt að upptökunni hafi verið eytt ef hún skiptir máli fyrir réttinum. En svo eru auðvitað til fréttamyndir (teknar í beinni) líka.

Hinu má svo ekki gleyma, að í hita leiksins leit innrásin áreiðanlega mun verr út en mætti halda í eftirá útskýringum. Innrásarhópurinn var fjölmennari en aðeins þessir níumenningar - segir ekki einmitt eitt vitnið að hann hafi verið hissa á að sleppa við ákæru?

Kolbrún Hilmars, 18.1.2011 kl. 16:47

7 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég er ekki klár á vitnisburði vitnana Kolbrún, en þessi hópur sem fór saman inn í þinghúsið var víst á milli 30 og 50 manns svo einhverja hluta vegna eru þessir níu ákærðir en hinir ekki.

Axel Þór Kolbeinsson, 18.1.2011 kl. 17:08

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hvernig skyldu þeir ákærðu hafa verið valdir? Ég vil meina að einmitt myndataka láti þetta líta miklu ver út enn það raunverulega var...

Óskar Arnórsson, 18.1.2011 kl. 19:25

9 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Mjög góð spurning Óskar.  Verst að ég veit ekki svarið.  Með því að klippa myndefni til eða velja út einhver atvik má svo sannarlega láta hluti líta verr eða betur út.  Mjög algengt að sjá svoleiðis vinnubrögð í sjónvarpsfréttum.

Axel Þór Kolbeinsson, 18.1.2011 kl. 19:51

10 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þessi fyrirtaka er klúður og kol rangt að dæma þessa einstaklinga því að eingin sem setti landið á hliðina hefur verið dæmdur fyrir það!

Sigurður Haraldsson, 18.1.2011 kl. 21:03

11 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Tvennt óskylt Sigurður, þótt vissulega sé það sárt að enn gangi allir bankastjórar lausir og munu líklega gera það áfram.  En ef ég hefði látið undan reiði minni í gær og látið rörbút vaða í hnakkaspikið á lögreglumanni þá ætti að kæra mig fyrir líkamsáras og brot gegn valdstjórninni, en ekki ráðherra fyrir landráð.

En enginn hefur verið dæmdur ennþá og málið í sínum lögformlega farvegi.  Spyrjum að leikslokum.

Axel Þór Kolbeinsson, 18.1.2011 kl. 21:12

12 identicon

Yfirmaður varðanna á Alþingi valdi sjálfur hvaða myndefni fékk að lifa, og það var tekið yfir restina! Yfirmaður "fórnarlambanna" sem sagt tók að sér það verkefni að klippa til aðal sönnunargagnið eins og hentaði honum, og það sem meira er, þá sá hann til þess að tekið var yfir restina!

Er alveg löglegt að fikta svona í sönnunargögnum? Styrkir þetta málstað "fórnarlambanna? Þvílík spilling!

Hvers konar lögreglurannsókn er það sem leyfir svona apagang? Innra eftirlitið hlýtur nú að kíkja á þetta...æi já, það er ekkert innra eftirlit.

Ótrúlegt ef þessu verður ekki vísað frá.

magus 19.1.2011 kl. 02:22

13 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Við skulum gæta fyllsta hlutleysis magus.  Upptökugræjur eins og þeir eru með í þinginu taka upp á innbyggðan harðan disk og tekur svo sjálfkrafa upp yfir elsta efnið þegar diskurinn er fyrst orðinn fullur.  Þetta er krafa flestra landa varðandi sjálfkrafa upptöku efnis úr öryggismyndavélum, og er sett vegna persónuverndarlaga.  Því þarf ekkert að vera að fiktað hafi verið í einu eða neinu eða að það hafi verið meðvituð ákvörðun að afrita einungis þessar fjórar mínútur sem gert var.

Á móti kemur að þetta gæti vel hafa verið með vilja gert, og jafnvel með aðstoð lögreglu, en við höfum engar sannanir fyrir því, einungis getgátur.

Axel Þór Kolbeinsson, 19.1.2011 kl. 08:17

14 identicon

Við þurfum ekki að vera með miklar getgátur Axel. Skoðum hvað kemur fram í frétt eyjunnar sem er öllu betri en þessi mbl frétt. Þar kemur fram þessi maður ákvað sjálfur að varðveita bara þessar fáu mín, vitandi það að restin , myndi eyðast sjálfkrafa eftir 7-10 daga.

Og það sem meira er, þá bað lögreglan aldrei um þessi gögn, aðal sönnunargagnið! Þrátt fyrir að 9-menningarnir ásaki lögreglu um harðræði við handtöku, þá biður lögreglan ekki um eina gagnið sem gæti hreinsað þá alveg.....fyrir utan það að myndband er alltaf betra en 2 hópar af vitnum með ólikar sögur...þetta er aðal sönnunargagnið í þessu máli.

Hvers konar lögreglurannsókn er það sem horfir fram hjá svo mikilvægu gagni? Svaraðu því...og svo skulum við ræðu um "getgátur". Og hvernig er það, er í lagi að fikta svona í sönnunargögnum, þ.e. að ritskoða sönnunargagnið? (og talandi um getgátur þá ýjaði ég að því í rifrildi við bloggara fyrir nokkrum vikum eða mánuðum sennilega, að þetta myndi gerast...týndar upptökur....þetta er ekki í fyrsta skipti sem upptökur týnast sem koma lögreglunni illa.)

Og svo er myndbandið bara alveg óvart klippt þannig að það stoppar þegar löggimann birtist? liar liar pants on fire...

við vitum báðir hvað er í gangi er það ekki? -lítur út og labbar eins og spillt önd, segir bra bra eins og spillt önd...

"Hér að neðan er bútur úr vitnaleiðslum fengið af síðunni rvk9.org:

Verjandi: eru til myndskeið af öllum þessum tíma?

GÁ: ég veit það ekki

Verjandi: hafðir þú milligöngu um að útvega rannsóknarvaldinu þau gögn sem sést hafa

GÁ:

Verjandi: var ekki beðið um fleiri gögn en þetta stutta myndskeið

GÁ: Nei

Verjandi: en myndarvélin var í gangi allan tíman sem fólkið var inn í húsinu?

GÁ: já

Verjandi: en er þá búið að eyða öllum hinum upptökunum?

GÁ: það eyðist bara sjálkrafa – á viku 10 dögum

Verjandi: og ef ég vildi fá myndskeiðið núna gæti ég þá fengið það

GÁ: nei, það er búið að taka yfir það

Verjandi: voru þá bara sérpantaðar þessar mínútur

GÁ: nei, það var ég sem tók þennan hluta niður

Verjandi: það er bara hluti af því sem gerðist sem er til sýnis fyrir okkur, afhverju má ekki sjá allt myndskeiðið?

GÁ: það var ekki tekið niður

Verjandi: var ekki sjálkrafa upptaka og allt tekið upp

Verjandi: þú velur það sem tekið er niður – en við fáum ekki að sjá nema brot af þessari uppákomu hér og ég er forvitinn að fá að sjá allt myndskeiðið, en það er engin skýring á því hvers vegna allt myndskeiðið er ekki hér hjá okkur

GÁ: það kom aldrei nein beiðni

Verjandi: mér finnst þetta heldur óljóst dómari, ég verð að segja það

GÁ hefur sem sagt tekið þetta niður af sjálfsdáðum óumbeðin, ákveðinn myndbút, vitandi það að restin myndi þurkast út á viku tíu dögum, og því eru sönnunargögnin afmörkuð af GÁ

Ragnar: hvenær kom lögreglan að rannsaka?

GÁ: ég man það ekki

Verjandi: var það daginn eftir?

GÁ: ég man það ekki

Verjandi: getur verið að einhver á vegum þingsins hafi sent lögreglu myndskeiðið?

GÁ: -óljóst svar-

Verjandi: átti vitnið sjálft frumkvæði að því að koma þessu myndskeiði á framfæri

GÁ: já

Dómari: er þá bara tilviljun að þessi myndbútur hafi varðveist vegna þess að vitnið tók sig til og sýndi forsætisnefnd þennan myndbút sem hann hafði útbúið, sem var hans ákvörðun hans sem og að velja þennan hluta atburðarásinnar – en vitnið ber við að hann muni ekki hvers vegna hann hafi ekki tekið alla atburðarásina



http://eyjan.is/2011/01/18/myndbandsupptokum-eytt/

magus 19.1.2011 kl. 12:49

15 identicon

Og svo virðast lögreglumenn veikir af sama vírusnum og þessi *Alþingisvörður, það er minnisleysis-vírusnum....muna bara ekki neitt.

Spilling? Hvaða spilling? Innra eftirlit? Hvað er það?

http://eyjan.is/2011/01/19/logreglumadur-kalladur-fifl-i-rettarsal/

magus 19.1.2011 kl. 12:57

16 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég var búinn að sjá fréttirnar um þetta mál á flestum hinum vefmiðlunum magus, enda les ég þá alla til jafns til að fá sem víðasta yfirsýn, og eins búinn að sjá þennan hluta vitnaleiðslunar.  Þetta er líka í samræmi við efni færslunar hjá mér; að í besta falli er þetta alvarlegt klúður hjá þingvörðum.

En ég er ekki dómari og dæmi því engan og hef haft það sem reglu að velta mér ekki upp úr dómsmálum fyrr en niðurstaða liggur fyrir.

Axel Þór Kolbeinsson, 19.1.2011 kl. 13:19

17 identicon

OK í besta falli alvarlegt klúður hjá þingvörðum...

 en hvað með "rannsókn" lögreglunnar?

 Þessi málatilbúnaður er hneyksli....og það á að vísa þessu frá.

Svo mætti fara að athuga hvað er í gangi hjá löggimann varðandi vinnubrögð, spillingu og minnisleysi.....

Er það ekki Axel?

magus 20.1.2011 kl. 02:45

18 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það eru ýmisleg atriði sem koma fram við vitnaleiðslur, sem og í málflutningi lögmanna sem líta undarlega út.  En ég ligg reyndar ekki yfir málinu þannig að ég veit bara það litla sem kemur í fjölmiðlum.

Ég hef samt fulla trú á hugmyndafræði réttarríkisins, enda er það grunnur okkar lýðveldis frá upphafi og mikilvægur hluti menningar og siðferðis okkar.  Svo er hægt að deila um lögin sjálf o.sv.frv, en þegar fólk deilir og kemst ekki að sátt er dómstólaleiðin sú eina sem er í boði.

Axel Þór Kolbeinsson, 20.1.2011 kl. 10:58

19 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég trúi að dómstólar séu alveg nógu sjálfstæðir til að taka rétt á flestum málum. Dómstóllin getur bara sinnt þessu máli vegna kæru lögreglu og Alþingis.

Þessi niðurstaða dómstólsins mun skera úr um það fyrir mig persónulega hvor Ísland sé lýðræðisríki eða ekki. Þetta er líklegast eitt af merkilegustu málum í íslensku réttarfari.

Síðan að lögregla missi minnið? Hvað á hún að gera? Er einhver öfundsjúkur út í þeirra vinnu? Svolítið klaufalegt af þingverðinum að kópera ekki alla sögunna...

Óskar Arnórsson, 20.1.2011 kl. 12:31

20 Smámynd: Óskar Arnórsson

...ég spái því að málinu verði vísað frá dómi...

Óskar Arnórsson, 20.1.2011 kl. 12:32

21 identicon

"Ég hef samt fulla trú á hugmyndafræði réttarríkisins" Axel

ÞAð er gott að vera bjartsýnn býst ég við...

 en þessi hugmyndafræði réttarríkisins, byggir hún ekki á því að réttarríkið sjái um að afla þeirra sönnunargagna sem blasa við, eins og t.d. myndbandsupptöku af umdeildum atburði, sérstaklega þar sem lögreglumennirnir eru sakaðir um harðræði? Er í lagi að lögreglan biðji ekki um myndband sem gæti sannað sekt þeirra? - Er ekki líka ólöglegt í þessu réttarríki að eiga við sönnunargögn, sbr þingvörðinn sem ritkoðaði myndbandið, vitandi að restin myndi eyðast á viku...

 Sennilega aðal sönnunargagnið í þessu máli, því það er það eina sem er algjörlega hlutlaust. -Ekki eins og þetta sé myndband af þjófi stelandi kókflösku...

Finnst engum furðulegt að lögreglan hafi ekki beðið um þessa upptöku, og það óklippta? Sérstaklega í þessu máli sem er svo umdeilt, og hefur vakið svo mikla athygli...

Eðlileg vinnubrögð?

magus 21.1.2011 kl. 11:17

22 identicon

"Síðan að lögregla missi minnið? Hvað á hún að gera? Er einhver öfundsjúkur út í þeirra vinnu? Svolítið klaufalegt af þingverðinum að kópera ekki alla sögunna..." Óskar A

Örugglega enginn öfundsjúkur...

Ég veit ekki Óskar...það að lögreglan hafi klúðrað því að redda aðal sönnunargagninu óklipptu, sem gerir það að verkum alveg óvart að ekki er til mynd af þeim þennan dag...og svo muna þeir ekki neitt við vitnaleiðslur....

 á þetta að fá almenning til þess að trúa frekar lögreglunni?

og "klaufalegt" hjá þingverðinum? Ertu nokkuð búinn að breyta þér í kaldhæðinn Breta? ERtu ekki ennþá hálf sænskur..hvað er í gangi?

magus 21.1.2011 kl. 11:26

23 Smámynd: Óskar Arnórsson

magus. Þetta er allt hið óþægilegasta mál. Annarsvegar Alþingi sem er að reyna að halda í einhverja sort af "virðingu" fyrir sér sem fólk er að missa meira og meira, og hinsvegar staðreyndinni að ef níumenningarnir hafa brotið lög, hverjir eru þá saklausir?

Menn sem berja á potta og pönnur og æra fólk Alþingi? Alþingi fyrir mér er bara oft á tíðum lélegt leikrit. "Háttvirtur forseti" "Háttvirtur alþingismaður"....þegar ég horfi á umræður á Alþingi er það einmitt eins og skopmynd af gamla enska aðlinum, vantar bara hárkollurnar á kallana og lífstykkin á konurnar.

Á þetta mál að snúsat um ómerkilegt lögfræðistríð, eða um eitthvað annað?

Ég verð aldrei sænskur, né breskur magus. Enn samt vil ég aldrei verða alveg íslenskur upp á nýtt.

Ég vil heldur reyna að vera manneskja án þess að tilheyra neinni sérstakri þjóð...enn það er önnur saga...

Óskar Arnórsson, 21.1.2011 kl. 12:05

24 identicon

Já þetta mál er einstaklega óþægilegt fyrir yfirvaldið.....

eins og ég sagði í fyrri athugasemd þá spáði ég því fyrir nokkrum mánuðum að þetta öryggismyndband myndi týnast eða ekki meika það í heilu lagi.....svo mikil er trú mín á ríkinu.

 Hélt reyndar að myndbandið myndi týnast í vörslu lögreglunnar eins og venjan er.....en yfirmanni alþingisvarða tókst að krydda leikritið pínulítið.

Ég vona nú að bjartsýni þín Óskar eigi rétt á sér...en mig grunar að reynt verði keyra þetta mál alla leið...og það muni þurfa enn eina uppreisnina til þess að þessu máli verði endanlega vísað frá, eða kannski náðun frá Óla forseta, getur hann það ekki?

Held að stjórnvöld séu að fara brenna sig illilega á þessu máli.

magus 22.1.2011 kl. 01:11

25 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ólafur getur bæði náðað og gefið uppreisn æru. Náðun er mjög sjaldan beitt.

Enn ef þessir níumenningar verða dæmdir fyrir eitthvað, bara þó það væru sektir, hefur þar með verið sannað að lögin virka, enn réttlætið ekki.

Og það er aðalmálið tel ég. Lögin þurfa að vera byggð á heilbrigðri skynsemi og réttlætiskennd. Og það er ekkert auðvelt. Engir manneskja er með nákvæmlega sömu réttlætiskennd svo einhvern milliveg þarf að fara.

Það má ekki nota dómstóla í pólitískum tilgangi og þetta mál er einmitt hápólitískt þí reynt sé að kalla það árás á yfirvöld...

Óskar Arnórsson, 22.1.2011 kl. 02:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband