. - Hausmynd

.

Lög sem standast ekki Stjórnarskrá

Eitt af því sem sárlega vantar hér á landi er sérstakur stjórnlagadómstóll sem gæti úrskurðað um lög sem hugsanlega samrýmast ekki Stjórnarskrá.

Ein af mínum uppáhaldsgreinum í núverandi Stjórnarskrá er 65.gr sem hljómar svo:

Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.

Hér undirstrika ég „jafnir fyrir lögum‟.  Þessu hefur hinsvegar ekki verið farið eftir við setningu ýmisa laga þar sem erlendir ríkisborgarar hafa misjafnan rétt eftir þjóðerni.  Í flestum tilfellum er það þannig að Evrópubúar og norðurlandabúar sérstaklega hafa mun meiri rétt en fólk frá öðrum hlutum heimsins.  T.d. geta ríkisborgarar norðurlandana kosið til sveitastjórna eftir að hafa búið hér í þrjú ár á meðan aðrir fá þau réttindi lögum samkvæmt fyrr en eftir fimm ár.  Eins er hægt að benda á innflytjendalöggjöfina og svo EES-lög sem gefur ríkisborgurum EES-svæðisins meiri réttindi til búsetu og atvinnu hér á landi en fólki af öðrum þjóðernisuppruna.

Miðað við minn skilning hefur Alþingi því sett ýmis lög sem brjóta í bága við Stjórnarskrá.  Þegar farið verður í það að endurskoða Stjórnarskrána næst, hvenær og hvernig það svo verður, er eitt það mikilvægasta að skoða samhliða hvernig löggjafarvaldið virðir Stjjórnarskrána að vettugi við setningu nýrra laga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband