. - Hausmynd

.

Milliríkjaviðskipti Íslands

Eins og ég skrifaði um fyrr í dag þá hef ég verið að lesa í gegnum tölur um milliríkjaviðskipti Íslands frá árinu 1988.  Það virðist hafa hitt svo vel á að einmitt í dag sendu samtökin Já Ísland út fréttatilkynningu um hversu mikil viðskipti Íslands eru við Evrópu og því væri réttast að ganga í ESB og taka upp evru.  Og svo kemur þessi ánægjulega frétt um að lánshæfiseinkun Brasilíu hafi verið hækkuð, en meira um það á eftir.

Byrjum að líta á vöruviðskipti Íslands við Evrópu.

E27

 E17

UK

Holland

Eins og sjá má hafa viðskipti okkar við Evrópu alltaf verið töluverð, enda sá markaður sem er okkur næstur, en samt sem áður hefur innflutningur frá Evrópu hægt og rólega minnkað vægi sitt en útflutningur til Evrópu aukist - sérstaklega til Hollands.  Ef ekki hefði komið til þessa aukna útflutnings til Hollands hefði vægi útflutnings til Evrópu minnkað svipað og innflutningurinn.  En hvað er þatta sem við fórum að flytja út í svona miklu magni til Hollands fljótlega eftir aldamót?  Ál, og fyrir það er borgað í USD ekki EUR. Þannig að kannski helmingur útflutnings okkar til Evrulands er bókfært í USD.

En á þessu tímabili hefur Bretland farið úr því að vera okkar mikilvægasti útflutningsmarkaður niður fyrir að hafa tíundahluta vægi.

En nóg um Evrópu.  Lítum í staðin á nokkur áhugaverð lönd.

BNA

Kína

Noregur

Brasilía

Útflutningur til Bandaríkjana hefur misst vægi sitt, og mun líklega halda því áfram þegar kaupmáttur annarra ríkja eykst, eins og hefur örlítið byrjað til Kína.  En Kína er frekar land sem við flytjum inn frá og eigum líklega eftir að flytja mun meira inn beint þaðan.  Noregur fær að fljóta með þar sem þeir eru okkar næstu nágrannar og við eigum gríðarleg viðskipti við þá sé tekið tillit til mannfjölda í Noregi.

Brasilía!  Hvað gerðist 2009?  Á tveim árum hefur Brasilía farið úr því að skipta okkur nánast engu máli upp í það að 9% af því sem við flytjum inn kemur þaðan.

Það er mín spá að á næstu 10 - 20 árum muni milliríkjaviðskipti okkar við BRICS-löndin fimm margfaldast og verða jafnvel meiri en við ESB og BNA til samans, í það minnsta hvað varðar innflutning.

Hægt er að sjá öll lönd í meðfylgjandi skjali.


mbl.is Hækka lánshæfismat Brasilíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, ég hef tilgátu um aukinn innflutning frá Brasilíu; bauxite! Á vegum álfyrirtækjanna.

Kolbrún Hilmars, 18.11.2011 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband