. - Hausmynd

.

Landafræðikunnátta íslenskra blaðamanna

Bæði mbl.is og ruv.is birtu frétt um fyrirhugaða gróðurhúsaræktun í nágrenni Hellisheiðarvirkjunar, en blaðamenn þeirra fá hinsvegar falleinkunn í landafræði.

Byrjum á mbl.is:

mbl.png

Ég efast stórlega um að gróðurhús verði reist á Hellisheiði, en heiðin er líka austan virkjunarinnar. 

En rúv, útvarp allra landsmanna gerir margfalt stærri vitleysu.

ruv.png

Þeir hafa tekið sig til og fært heilt sveitarfélag yfir heiði og komið því fyrir 10 - 15km vnv af því svæði sem það var á.

Trúin flytur fjöll en Rúv flytur sveitarfélög.


mbl.is OR gerir samning við Geogreenhouse
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Umrenningur

Þetta eru sannkölluð sóðavinnubrögð og þá sérstaklega hjá útvarpi allra landsmanna. Það er reyndar umhugsunar vert af hverju gróðurhús þetta er ekki staðsett í Kópavogi eða Mosfellsbæ þar sem styttri vegalengd er að bæjarmörkum þeirra sveitarfélaga heldur en til Hveragerðis, nú eða Þorlákshöfn, gróðurhúsinu er ætluð staðsetning í sveitafélaginu Ölfus.

Umrenningur, 18.11.2011 kl. 17:46

2 Smámynd: Heimir Tómasson

Alveg burtséð frá því að hin svokallaða Hellisheiðarvirkjun er ekki á Hellsiheiði - hún ætti með réttu að kallast  Kolviðarhólsvirkjun.

Heimir Tómasson, 22.11.2011 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband