. - Hausmynd

.

Engir styrkir til stjórnmálasamtaka

Ég hef lesið lögin um fjármál stjórnmálaflokka fram og til baka og fyrir hönd samtaka fullveldissinna átt bréfaskipti við Ríkisendurskoðun, en verð að lýsa mig ósammála túlkun Lárusar (ef rétt er eftir haft) um að stjórnmálasamtök eigi ekki að fá ríkisstyrkinn fyrr en eftir að ársreikningi er skilað.  Samkvæmt mínum skilningi eiga þau stjórnmálasamtök sem skila ekki inn ársreikningi fyrir 1. október engan rétt á framlagi ú ríkissjóði.

3. gr. Framlög til stjórnmálasamtaka úr ríkissjóði.
Árlega skal úthluta fé úr ríkissjóði til starfsemi stjórnmálasamtaka sem fengið hafa a.m.k. einn mann kjörinn á Alþingi eða hlotið hafa a.m.k. 2,5% atkvæða í næstliðnum alþingiskosningum samkvæmt ákvörðun á fjárlögum hverju sinni. Fjárhæðinni skal úthlutað í hlutfalli við atkvæðamagn.
[Stjórnmálasamtök sem bjóða fram í öllum kjördæmum í kosningum til Alþingis geta að loknum kosningum sótt um sérstakan fjárstyrk úr ríkissjóði til að mæta útlögðum kostnaði við kosningabaráttu, að hámarki 3 millj. kr. Umsóknum um fjárstyrk vegna kosningabaráttu skal beint til [ráðuneytisins]1) og skulu umsóknir berast eigi síðar en þremur mánuðum eftir að kosningar fóru fram. Umsóknum skal fylgja afrit reikninga fyrir kostnaði sem fjárstyrk er ætlað að mæta. [Ráðuneytið]2) getur sett nánari reglur um form umsókna og fylgigagna sem og um það hvaða kostnaður geti talist kostnaður við kosningabaráttu.
Skilyrði úthlutunar á fé úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka skv. 1. mgr. er að viðkomandi samtök hafi áður fullnægt upplýsingaskyldu sinni til Ríkisendurskoðunar skv. 9. gr.]

9. gr. Upplýsingaskylda um reikninga stjórnmálasamtaka.
[Stjórnmálasamtök skulu fyrir 1. október ár hvert skila Ríkisendurskoðun reikningum sínum fyrir síðastliðið ár, sbr. 8. gr., árituðum af endurskoðendum. Ríkisendurskoðun skal í kjölfarið, eins fljótt og unnt er, birta útdrátt úr ársreikningi stjórnmálasamtaka með samræmdum hætti. Þar skal greina frá heildargjöldum og heildartekjum. Í útdrættinum skulu tekjur sundurliðaðar eftir uppruna þannig að greint sé á milli ríkisframlags, framlaga frá sveitarfélögum, framlaga frá lögaðilum, félagsgjalda og framlaga frá einstaklingum og einnig greint frá helstu stærðum í efnahagsreikningi. Greina skal sérstaklega alla móttekna afslætti frá markaðsverði sem og sölu á þjónustu, vöru eða eignum á yfirverði. Birta skal nöfn allra lögaðila sem veita framlög til stjórnmálastarfsemi sem og fjárhæð þeirra. Einnig skal birta nöfn einstaklinga sem veitt hafa framlög sem eru metin á meira en 200.000 kr.]

Nú ef minn skilningur er réttur þýðir þetta að önnur stjórnmálasamtök sem skiluðu inn ársreikningi of seint hafa fyrirgert sér ríkisstyrkinum.  Ef ég man rétt þá var bæði Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn of seinn líka.

Svo má spyrja sig hvort ekki sé tímabært að leggja sektir á þá sem trassa það í yfir þrjá mánuði að skila ársreikningi í samræmi við 12. grein laganna?

12. gr. Viðurlög.
[Hver sem tekur við framlögum, eða jafnvirði þeirra, sem óheimilt er að veita viðtöku skv. 6. gr. eða hærri framlögum en heimilt er skv. 7. gr. skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.
Hver sem skilar ekki upplýsingum eða skýrslum samkvæmt ákvæðum laga þessara til Ríkisendurskoðunar innan tilgreindra tímamarka skal sæta sektum. Sama gildir séu veittar upplýsingar ekki í samræmi við settar reglur.
Gera skal lögaðilum sekt fyrir brot á 1. eða 2. mgr.
Refsa skal fyrir brot samkvæmt þessari grein séu þau framin af ásetningi eða gáleysi.
Tilraun og hlutdeild í brotum samkvæmt þessari grein er refsiverð eftir því sem segir í III. kafla almennra hegningarlaga.
Heimilt er að gera upptæk til ríkissjóðs framlög sem tekið er við án heimilda eða umfram heimildir samkvæmt lögum þessum eftir því sem segir í VII. kafla A almennra hegningarlaga.]

Undirstrikanir mínar.


mbl.is Fá ekki styrk fyrr en uppgjöri er skilað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef ég man rétt þá var bæði Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn of seinn líka.

Enginn af þeim sem falla undir 3. gr. skiluðu tímanlega nema BH.

Sektarákvæðið í 12.gr. virðist vera óháð skilyrðinu fyrir styrk, sem þýðir að ekki bara ættu þeir að verða af styrknum, heldur fá sendan gíróseðil í staðinn fyrir sektarfjárhæðinni.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.1.2012 kl. 12:14

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Mig minnti að VG hefði skilað á réttum tíma, en gæti misminnt.

Sektarákvæðið gæti átt við öll stjórnmálasamtök og því ættu minni samtök mögulega að vera sektuð fyrir að hafa ekki skilað inn ársreikningi, en það verður að hafa það bak við eyrað að skilgreiningin á stjórnmálasamtökum samkvæmt þessum lögum er ekki skýr.

Axel Þór Kolbeinsson, 6.1.2012 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband