. - Hausmynd

.

Misskilningur SUS

Án þess að ég ætli nokkuð að taka afstöðu með eða á móti frumvarpi Péturs Blöndal þá verð ég að benda á alvarlegan misskilning eða hugsanavillu SUS og margra annarra sem kristallast svolítið í þeirra eigin yfirlýsingu:

Ungir sjálfstæðismenn vilja standa vörð um rétt þeirra sem sýnt hafa áræði til að fjárfesta í aflaheimildum, tækjum og þekkingu og skapað þannig ómældar skatt- og gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið. Séreignarréttur er besta leiðin til að tryggja sjálfbæra nýtingu auðlindarinnar til framtíðar og til að tryggja að hún skili sem mestum arði til samfélagsins til langs tíma

Ríkið úthlutaði aflaheimildum í upphafi, en heimild er ekki eign.

Þarf nokkuð að segja meira?  Ef þið skiljið ekki hvað ég er að fara mæli ég með að líta í íslenska orðabók.


mbl.is Hafna frumvarpi Péturs Blöndal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Heldurðu að þeir séu læsir Axel??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.2.2012 kl. 09:31

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég vona að þeir séu læsir, en þeir virðast ekki vera sérlega vel lesnir og skortir mögulega lesskilning.

Annars segir fyrsta grein laga um stjórn fiskveiða allt það sama og ég sagði hér að ofan.

1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.

Bið innilega að heilsa austur.

Axel Þór Kolbeinsson, 20.2.2012 kl. 09:36

3 identicon

Jæks!  Örlítið klúðurslega orðað hjá þeim...

Skúli 20.2.2012 kl. 10:13

4 Smámynd: corvus corax

Þetta er ekki klúðurslega orðað hjá SUS, þeir meina í alvöru að hér sé ekki veiðileyfi að ræða heldur hafi veiðimennirnir eignast hafið og allt sem í því er. En þjóðin á aflaheimildirnar og svo verður alltaf. Svo segir: „Séreignarréttur er besta leiðin til að tryggja sjálfbæra nýtingu auðlindarinnar til framtíðar og til að tryggja að hún skili sem mestum arði til samfélagsins til langs tíma.“ Séreignaréttur á bönkunum tryggði einungis þjófum aðgang að almannafé, tryggði ekki sjálfbæra nýtingu eða mestum arði til samfélagsins. Þessir aular í SUS eru ekki bara heimskir heldur gjörsamlega heiladauðir og veruleikafirrtir.

corvus corax, 20.2.2012 kl. 10:47

5 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

SUS virðist því miður hafa tekið við kenningum Hannesar Hólmsteins youtube trúðs hráum. Þetta er furðulegt þar sem venjan er að ungir stuðningsmenn flokka séu hollir grasrótinni og leiti og haldi tryggð við frumherjana sem settu stefnuna.

Hvað varðar þjóðnýtingu og eignarrétt svo ekki sé talað um fjárfestingar þá  stenst ekkert af því sannleikann. Þú þjoðnýtir ekki eign þjóðarinnar með því að fólk fer og veiðir fisk hvort sem um úthlutanir leyfa eða aflamarks er að ræða. Eignarrétturinn er á hreinu og þú hvorki verslar né veðsetur eignirþjóðar. Hafa fjárfest í greininni? hvaða bull er þetta hafa tekið lán sem bundin eru í kvótanum sem er eign þjóðarinnar?? þetta er ekki fjárfesting í atvinnugreininni heldur fjárdráttur úr bönkum landsins. afskriftirnar tala sínum máli.

SUS sem ætti að vera von Sjálfstæðisflokkisns til að komast útúr skugga Davíðismans virðist vera handónýtur hópur fólks sem látið hefur vitleysing draga sig á asnaeyrunum inn í NÝ FÁVISKU 

Ólafur Örn Jónsson, 20.2.2012 kl. 11:15

6 identicon

Mér finnst þetta flott hjá SUS og góð rök færð fyrir málinu.

Næst hlýtur að koma að því að þær færi rök fyrir því að Icelandair fái eitt íslenskra fyrirtækja að fljúga til og frá landinu vegna þess að það er vel rekið og hefur skilað okkur gjaldeyristekjum.

Fákeppni virðist vera framtíðin hjá SUS:)

Stefán 20.2.2012 kl. 17:11

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Í dag er kvótinn í höndum fárra einstaklinga.

Samkvæmt frumvarpi Péturs yrði hann færður fleiri einstaklingum.

Merkilegt að ungir Sjálfstæðismenn skuli vera andvígir þessari útvíkkun á einkavæðingu kvótans.

Ætli þeir séu líka á móti því að aflinn fari allur á markað?

Guðmundur Ásgeirsson, 21.2.2012 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband