. - Hausmynd

.

Kosningabaráttan harnðar

Það er nú meira hvað kosningabaráttan er að harðna.  Nema þessir krakkar hafi verið eitthvað ósátt við að fá, eða fá ekki, rós frá Samfylkingunni.  Því miður var tekið við rósinni á mínu heimili þar sem ég fór ekki til dyra.

Annars var fyrirtækið að flytja og nágrannar okkar eru kosningamiðstöðvar Samfylkingar og Framsóknar, og svo hef ég séð kosningarútu Sjálfstæðisflokksins keyra hérna framhjá allaveganna þrisvar í morgun.


mbl.is Slettu skyri í kosningaskrifstofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú ert greinilega innikróaður - eins og við öll

Gullvagninn 20.4.2009 kl. 12:28

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Svona líka svakalega.  Ég er helst á því að mæta ekkert í vinnuna fyrr en eftir kosningar...  Ef þetta væru nú einhver önnur stjórnmálasamtök þá liði mér strax betur.

Axel Þór Kolbeinsson, 20.4.2009 kl. 12:32

3 identicon

Þeir einu sem hata Samfylkinguna nóg til að gera svona lagað eru Sjálfstæðismenn. Hvítliðar Sjálfstæðismanna eru farnir að sletta skít út um allt, láta sér greinilega ekki nægja að gera þetta í auglýsingum sínum.

Ef þetta hefðu verið umhverfisverndarsamtök þá hefðu þau gert þetta undir nafni, enda ekki eins miklir heiglar og Sjálfstæðismenn.

Valsól 20.4.2009 kl. 14:34

4 Smámynd: Hlédís

Gætu verið hverjir sem er - jafnvel ævintýraþyrstir "fylgismenn"!!  Þetta atvik er á engan hátt fylgis-rýrandi fyrir viðkomandi flokk. Ég segi bara sona

Hlédís, 20.4.2009 kl. 15:35

5 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég á erfitt með að trúa því að þetta gæti verið meðlimir annara stjórnmálaflokka, sérstaklega núna eftir að búið er að gera þetta sama í kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Ármúlanum.  Þetta yrði ekki til að hjálpa málstað neins stjórnmálaafls.

En ég óska þess að þeir sem standi fyrir þessu sendi frá sér yfirlýsingu um málið; þ.e. hvaða samtökum þau tilheyra og hverju er verið að mótmæla.

Persónulega gruna ég helst Anarkista og/eða Saving Iceland miðað við hverjir verða fyrir kastinu, en tek það fram að það er bara mín tilfinning og ég er ekki að ásaka einn né neinn.

Axel Þór Kolbeinsson, 20.4.2009 kl. 15:40

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég held að Valsól sé jafnráðvillt og við hin - en eins og einhver sagði þá er betra að veifa röngu tré en öngvu!

Sami gjörningur fór fram á kosningaskrifstofu sjálfstæðisflokksins og ég er ekki þeirrar skoðunar að þar hafi farið fylgismenn SF til þess að hefna sín á skyrslettum D.

Hallast frekar að þinni skoðun, Axel, að anarkistar séu að æfa sig!

Kolbrún Hilmars, 20.4.2009 kl. 17:00

7 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Svo var víst skvett þessu sama hjá Framsókn í Kópavogi, þannig að þá er búið að skvetta á 3 af 7 framboðanna.  Ég vona að þeir sem beri ábyrgð sendi eitthvað frá sér bráðlega því annars er ekki hægt að skrifa þetta á mótmæli.

Axel Þór Kolbeinsson, 20.4.2009 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband