. - Hausmynd

.

Ég er þrjóskari en andskotinn - helstu atburðir gærdagsins

Ég held áfram að mæta niður á alþingi til að ræða við þingmenn ásamt því að ræða við almenning á Austurvelli í dag.  Ég byrja á að mæta á Súfistann í Lækjargötu á milli 13:30 og 14:00.  Ég bið fólk um að sýna mér biðlund ef ég skyldi vera seinn á ferð, en ég þarf að keyra um fjögur sveitarfélög og yfir heiði til að komast niður í miðbæ höfuðborgarinnar.

Ég hvet alla sem geta að hafa samband við sem flesta þingmenn á hvaða hátt sem þeir geta, jafnvel með SMS-skeyti.  Munið að best er að ræða við þá af kurteisi því þannig komast okkar skilaboð helst til skila.  Við viljum tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu, en til vara að enginn sitji hjá við atkvæðagreiðsluna um þetta stærsta mál frá lýðveldisstofnun.

Hér er hægt að nálgast tölvupóstföng og símanúmer þingmanna:  http://www.althingi.is/dba-bin/thmn.pl?lthing=.&tegund=%DE&nuvam=1

 

Þá eru það atburðir gærdagsins:

Morguninn fór allur í það að senda út tölvupósta og símtöl ásamt því að skrifa og lesa á bloggsíðum.  Ég var seinn á ferð til Reykjavíkur vegna símtala sem ég fékk rétt áður en ég lagði af stað þannig að einhverjir sem ætluðu að hitta á mig á Súfistanum gáfust upp á mér.

Rétt eftir klukkan tvö rölti ég á Austurvöll og fékk mér sæti á bekk í sv-horni vallarins ásamt mótmælendunum sem hafa staðið vaktina núna vikum saman.  Ég gaf mér tíma í að ræða við þá og annað fólk sem hafði áhuga á að tala við mig.

Eftir það tók við að reyna að ná þingmönnum.  Einhverja náði ég að ræða við á meðan þau gengu framhjá og aðra fékk ég til að taka á móti mér eða ræða við mig í alþingisgarðinum (margir þingmenn reykja).

Um klukkan 16:40 var ég í beinni útsendingu í síðdegisútvarpi rásar2, þar sem ég ræddi við Lindu Blöndal.  Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér.

Klukkan 20:00 skunduðum við á Þingvöll til að treysta vor heit.  Ekki var veðrið hið besta, um 10°C og norðan blástur, þannig að ekki komu þessi nokkur þúsund sem ég sagði í útvarpinu, en fjöldinn skiptir ekki máli.  Hver og einn var þarna vegna eigin hugsjónar.

Ég var svo ekki kominn heim fyrr en um 22:30 og gat þá loksins fengið mér eitthvað að borða.  Kettirnir fjórir og eiginkonan voru ánægð að sjá mig og ég þau.


mbl.is Atkvæði greidd um ESB-tillögur síðdegis í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sæl Guðrún.  Þú hefur líklega ekki verið ein með okkur í anda því við vorum yfirfull af andagift.

Ef þú sérð þér fært að mæta á Austurvöll í dag þá ertu velkomin, rétt eins og allir aðrir.

Axel Þór Kolbeinsson, 15.7.2009 kl. 11:52

2 Smámynd: Elle_

Kæri Axel Þór.

Þessi slóð gefur beinni og fljótari aðgang að netföngunum: Þau eru öll á einni síðu þar.

Elle_, 15.7.2009 kl. 12:37

3 Smámynd: Elle_

Gleymdi að láta slóðina með :
http://www.althingi.is/vefur/addr-s.html?teg_starfs=A

Elle_, 15.7.2009 kl. 12:39

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blesssaður Axel.

"Keep un running"

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.7.2009 kl. 13:54

5 identicon

Þú ert baráttuhundur að mínu skapi og ég tek ofan fyrir viðleitni þinni.

Gylfi Gylfason 15.7.2009 kl. 16:03

6 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Þakka ykkur fyrir stuðninginn og má ég benda ykkur á nýjustu færslu mína þar sem ég fer yfir atburði dagsins.

Axel Þór Kolbeinsson, 15.7.2009 kl. 22:28

7 identicon

Klapp fyrir þér Axel.  Þú ert sannur Íslenskur víkingur :D

Hrafna 15.7.2009 kl. 22:30

8 Smámynd: Offari

Verði farið í aðildarviðræður núna spá ég áframhaldandi pyndingum á heimili landsins því þjóðin samþykkir þetta aldrei ópínd.

Offari, 16.7.2009 kl. 11:45

9 identicon

Þjóðaratkvæðagreiðsla er nauðsynleg þegar samningurinn er í höfn. Og sú atkvæðagreiðsla á að vera bindandi, þjóðin á að fá að ráða þessu. Varðandi tvöfalda atkvæðagreiðslu þá sé ég enga ástæðu til þess. Það er bara aukakostnaður því hvað erum við að kjósa um? Hvort við eigum að ganga til viðræðna eða ekki? Er það ekki of mikil einföldun og erum við þá ekki að loka augunum fyrir þeim möguleikum sem kunna að vera í boði? Það finnst mér allavega. Ég veit ekki hvort okkur er betur borgið inni í ESB eða fyrir utan ESB og ég efast um að nokkur þeirra sem hafa tjáð sig um þessi mál á bloggsíðum hafi hugmynd um það heldur. Þetta hefur nefnilega snúist upp í nokkurs konar trúarbrögð, annaðhvort ertu með eða á móti. Ég er fylgjandi því að við könnum hvað við fáum og hvað það kostar okkur. M.ö.o. hverjir eru kostirnir og hverjir eru gallarnir. Ég held líka að við ættum ekki að hafa stjórnmálamenn í samninganefndinni. Það hlýtur að vera hægt að finna hæft fólk til að fara fyrir hönd Íslands og semja.

Burkni 17.7.2009 kl. 14:49

10 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Þakka ykkur hvatninguna Hrafna og Offari.

Sæll Burkni og þakka þér fyrir innlitið.  Ég virði skoðanir allra á þessu ESB máli og á vingjarnleg samskipti við marga sem hafa andstæð sjónarmið en ég.  Varðandi tvöföldu þjóðaratkvæðagreiðsluna þá var þetta ákveðin tilraun til að sætta þessa andstæðu hópa í þjóðfélaginu.  Ef þeirri sátt hefði verið tekið þá hefði kostnaðurinn af þessu ævintýri getað orðið mun minni (þ.e. ef meirihluti hefði kosið gegn aðildarumsókn).  Það er líka vert að halda því til haga að hugmyndin um tvöfalda atkvæðagreiðslu er ekki ný og kemur upprunalega frá sambandssinnum.

Varðandi það að vita ekki um hvað er verið að kjósa, á það sama þá ekki við þingmenn?  Hversvegna eru þeir eitthvað hæfari en við?

Annars tel ég þó, og ýmsir sambandssinnar eru sammála mér, að við getum vitað með 85% - 95% vissu hvað kemur út úr inngönguferlinu.  Líklegasta niðurstaðan er sú sama og var lögð fyrir Norðmenn árið 1994, þ.e. engar varanlegar undanþágur frá reglum ESB (enda er það andstætt þeirra reglum), en aðlögunartími til að taka upp þær reglur - jafnvel allt að 15 ár í sumum tilfellum.

Kostir og gallar aðildar eru sæmilega þekktar.  Afstaða þeirra sem hafa kynnt sér málin það vel til að geta myndað sér afstöðu byggist að miklu leiti á grundvallar hugmyndafræði þeirra einstaklinga.  Mín hugmyndafræði hafnar yfirþjóðlegum stofnunum (þ.e. stofnanir með meira vald en aðildarríki) en er fylgjandi alþjóðlegri samvinnu (þar sem aðildarríki tekur lokaákvörðun, eða brýtur samning ellegar).

Ég er sammála þér að mikilvægt er að skipa hæft fólk í okkar samninganefnd fyrst búið er að samþykkja að fara þessa leið, en með tilliti til sögu íslenskra samninganefnda þá efast ég að það verði gert.

Lifið heil, Íslandi allt.

Axel Þór Kolbeinsson, 17.7.2009 kl. 15:07

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir að standa vaktina, ég hef víða farið um Evrópu undanfarnar vikur og allstaðar hefur fólkið í þeim löndum varað okkur við að ganga í Evrópusambandið.  Vinir mínir frá Þýskalandi sögðu; þið eruð okkar eina von, ef þið standið upp og spilið ekki með, fer rúllettan í gang og uppstokkun í kjölfarið.  Þetta er allt gjörspillt fólk sem vill ráða og drottna, þau eru hrædd um að missa völdin.  Og nota því öll meðul til að fá sínum vilja framfylgt.  En Þýskaland er að fara á sama hátt og Ísland, þeir eru bara stærri svo það tekur lengri tíma.  Allt bendir samt í þá átt.  M.a. eru bankarnir hættir að lána fyrirtækjum og lána bara hver öðrum.  Hér fækkar fyrirtækjum um fleiri hvern dag, rótgróin fyrirtæki meira að segja sum sem hafa starfað í 100 ár leggja upp laupana.  Sömu sögu segja Austurríkismenn sem ég hef rætt við og danir.  Við verðum því að standa saman um að koma í veg fyrir þetta gerræði.  Það er bara bull að við séum útskúfuð af þessum þjóðum.  Fólkið stendur með okkur, meðan ráðamenn vilja knésetja okkur til að sýna vald sitt.  Þeir eru skíthræddir við að okkur takist að standa á eigin fótum.  Og ég er að tala um vel menntað fólk og vel lesið, en ekki einhverja kjána. sem svona tala. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.7.2009 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband