. - Hausmynd

.

Innflytjendur 100% Íslendinga

Við skulum ekki gleyma því að öll erum við innflytjendur eða komin af þeim.  Ísland hefur byggst upp af landflótta Evrópubúum að mestu, rétt eins og fyrrum nýlendur Evrópu í N-Ameríku.  Frá landnámi hafa innflytjendur futtst til landsins og komið með ýmsa þekkingu með sér og er nærtækast að nefna Færeyinga og Norðmenn í því sambandi og þekkinguna á nýtingu sjávarauðlinda.  Hingað hefur komið fólk til að lifa heiðarlegu og sjálfstæðu lífi, eitthvað sem þau hafa ekki átt möguleika á í því landi sem þau fæddust í.  Hver man ekki eftir svertingjanum í Berufirði (hvers nafn er algerlega stolið úr mér) sem flúði þrældóm og settist hér að og varð síðar kaupmaður.

Fögnum fjölbreytileikanum og munum það að þjóð eru þeir einstaklingar sem kjósa að búa saman.


mbl.is Innflytjendur 9% Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

En það fá bara sumir að flytjast til landsins.  Þ.e. Evrópumenn.  Landið okkar er nú svo til lokað fyrir fjólki frá rómönsku Ameríku og Asíu að undanteknu Kína held ég.  Það tekur fólk frá Thailandi og fleiri löndum fleiri mánuði að fá leyfi til að koma í heimsókn til að hitta börn og barnabörn og aðra ættingja hér á landi.  Þeir þurfa að sýna fram á að þeir eigi minnst þúsund dollara í bankabók og framvísa sakarvottorði.  Þetta er á sama tíma og aðrir óskapast yfir því ef rætt er um að fólk frá austur Evrópu sýni sakarvottorð.  Það er mikið um jóna og séra Jóna hér á landi og ekki allt fallegt sem kemur upp úr þeirri sorptunnu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2009 kl. 10:33

2 identicon

Heyr heyr!

Mikið var að ferskur blær skynseminnar blási hér um á Morgunblaðrinu, annað en froðufellandi útlendingahatursmessurnar sem manni eru yfirleitt framreiddar á þessum slóðum.

Atli Freyr Friðbjörnsson 2.12.2009 kl. 10:34

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Mikið rétt Ásthildur.  Ég þekki þetta af eigin reynslu þar sem eiginkona mín kemur frá landi utan EES-svæðisins.  Mismunun á innflytjendum eftir upprunalandi er hvimleið og ættu sömu reglur að gilda fyrir alla.

Þakka þér fyrir hrósið Atli, en þegar ég byrjaði að blogga var ég oft talinn vera útlendingahatari þar sem ég er ekki hlynntur inngöngu Íslands í ESB, og hef varan á við ýmis alþjóðasamtök, en ætli stofnanafælni sé ekki nákvæmara en útlendingahatur.

Axel Þór Kolbeinsson, 2.12.2009 kl. 10:41

4 identicon

Sæll Axel.

Þetta hefur maður fengið að heyra líka, og er svo líka giftur útlendri. Hún er úr ESB, og er nú skv. sigmundi erni gift Afdalabúa.

(Ath að stórir og litlir stafir eru settir svona viljandi)

Jón Logi 3.12.2009 kl. 09:43

5 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég hélt að þú værir flatlendingur Jón Logi. Bið að heilsa frúnni.

Axel Þór Kolbeinsson, 3.12.2009 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband