. - Hausmynd

.

Samfylkingin kærð fyrir landráð.

Samfylkingin var kærð fyrr í dag fyrir landráð.  Einhverra hluta vegna hefur þetta hvergi birst í nokkrum fjölmiðli.

Lesið kæruna hér.


Að sjálfsögðu

Að sjálfsögðu er ég búinn að skrifa undir.

Nú er nýjasta útspilið það að Ísland eigi að geta verið komið í ESB eftir 1½ ár.  Engin dæmi eru um það að aðildarviðræður hafi nokkurntíman gengið svo hratt fyrir sig hjá þessu efnahagslega og pólítíska sambandi.  Það land sem hraðast hefur gengið inn hingað til er Finnland, og það tók 3 ár.


mbl.is Ósammála punktur is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlar þú að kjósa einhvern þessara flokka?

Ég hvet alla kjósendur sem blöskrar þessi frétt til að íhuga vel hvert atkvæði þeirra fer.  Það er ljóst að mitt atkvæði fer ekki á Bankaflokkana nú frekar en áður.
mbl.is Háir styrkir frá Baugi og FL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

13,7% Sunnlendinga ætla að skila auðu

Það er greinilega mikil óánægja hér í suðurkjördæmi þegar 13,7% aðspurða segjast ætla að skila auðu eða ekki kjósa.  Það er slæmt að þetta fólk telji sig ekki hafa neinn valkost sem það getur kosið, en ég skil það vel.  Ég vil samt biðja kjósendur í suðurkjördæmi að mæta á kjörstað og skila auðu frekar en að sitja heima.
mbl.is D og S listi stærstir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vegna aðildarumsóknar frá 1987

Tyrkir sóttu formlega um aðild að ESB þann 14. apríl 1987, en ESB var ekki tilbúið til að hefja viðræður við Tyrki fyrr en í desember 2005.


mbl.is Rætt við Tyrki vegna inngöngu í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningabaráttan harnðar

Það er nú meira hvað kosningabaráttan er að harðna.  Nema þessir krakkar hafi verið eitthvað ósátt við að fá, eða fá ekki, rós frá Samfylkingunni.  Því miður var tekið við rósinni á mínu heimili þar sem ég fór ekki til dyra.

Annars var fyrirtækið að flytja og nágrannar okkar eru kosningamiðstöðvar Samfylkingar og Framsóknar, og svo hef ég séð kosningarútu Sjálfstæðisflokksins keyra hérna framhjá allaveganna þrisvar í morgun.


mbl.is Slettu skyri í kosningaskrifstofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkuð gott

Mér sýnist að kosningakompásinn sé nokkuð réttur, allaveganna miðað við mínar skoðanir. En þetta gerir samt lítið til þess að hjálpa mér að velja hvert atkvæði mitt fer, þó svo ég geti útilokað 3 - 4 neðstu kostina sem fyrr.

 

Lýðræðishreyfingin (P) 70%
Frjálslyndi flokkurinn (F) 65%
Borgarahreyfingin (O) 62%
Vinstrihreyfingin - grænt framboð (V) 60%
Samfylkingin (S) 59%
Framsóknarflokkur (B) 56%
Sjálfstæðisflokkur (D) 55%

 


mbl.is Kosningakompás mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband