. - Hausmynd

.

Michigan

Nú er ég farinn að hafa áhyggjur af tengdafólki mínu í Michiganfylki, atvinnuleysið var 9,6% í nóvember, og svo bætist við þessar lokanir.  GM gæti ákveðið að loka líka, og svo er ekkert víst að allar þessar verksmiðjur opni aftur.

Tengdapabbi er kominn á eftirlaun, en ætli það verði ekki fljótlega skorið niður, nú eða ef fyrirtækin fara á hausinn þá fær hann bara ekkert meir, og þau hjónin án sjúkratryggingar.


mbl.is Chrysler lokar verksmiðjum í mánuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þögn

Síðan heimurinn fórst,

hef ég verið,

verið að leita að þér.

Á þeim degi er allt varð svart,

stóðst þú mér við hlið,

og varst með mér vitni að sekúndunum á eftir heimsendi,

en þú ert ekki lengur hér,

ekki með mér.

Hversvegna þuftir þú að fara,

gast þú ekki verið með mér.

Hvert þurftir þú að fara,

er þetta ekki ágætt hér,

þar sem allt er svart,

og ekkert er,

nema ég,

og þögnin.

 

Birtist áður í lesbók Morgunblaðsins sumarið 1996.


Pólverjar góðir.

Ég hef alltaf verið hrifinn af Pólverjum, gott fólk upp til hópa.  Ég bjó með pólskri konu í átta ár og tel börnin hennar af fyrra hjónabandi sem mín eigin, enda ekki annað hægt eftir átta ár.

En það að pólska þjóðin skuli vera tilbúin að lána þeirri íslensku 200 milljónir dala sem þau gætu sjálf notað heima við, t.d. í  endurnýjun almenningsamgangna sýnir mikinn velvilja.

im000151.jpg

Myndir teknar í Póllandsferð sumarið 2003.  Tekið í Gdynia.


mbl.is Geir staðfestir pólska aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mbl lokar á hóp Zeitgeist bloggara

Þessi frétt birtist á vef DV í gær.

Í framhaldi af því tók ég mig til í gær og horfði á báðar Zeitgeist myndirnar.  Ég hafði reyndar horft á þá fyrri í vor, en vildi rifja hana upp.  Sem "heimildarmyndir" með samsæriskenningaívafi þá eru þær vel unnar og flestar staðreyndirnar réttar.  Seinni myndin, sem heitir því frumlega nafni Zeitgeist:Addendum, er sérstaklega áhugaverð og greinilega betur unnin.  Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér þær myndir, og ýmsar aðrar mjög góðar heimildamyndir, þá bendi ég á síðuna www.sprword.com.  Ekki allar heimildamyndirnar þar eru um samsæriskenningar, heldur vísindi, stjórnmál og margt fleira.


Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa?

Spurningarnar sem Gallup leggur fyrir fólk eru eftirfarandi:

 

Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa?
En hvaða flokkur yrði líklegast fyrir valinu?
Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna?

 

Ég hefði áhuga á að vita hversu margir svara "engan af þeim sem eru í boði".  Það er mitt svar og hefur oftast verið síðastliðin áratug.

Þó svo að flestir þeir flokkar sem buðu fram til alþingis hafa sitthvað gott fram að færa, og ég gat stutt ákveðin stefnumál, þá var alltaf eitthvað við alla flokka sem ég gat ekki sætt mig við.  Þar af leiðandi hef ég skilað auðu.

 

Það væri gaman að vita hvort ég er einn um þetta.

 


mbl.is Fylgi VG meira en Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rangt reiknað. Aðeins 4% styðja Davíð.

Já, þannig reikna ég allaveganna dæmið:

 

4% Styðja Davíð

36% Styðja Davíð ekki

60% Hafa ekki skoðun eða neita að svara.


mbl.is 10% styðja Davíð í embætti seðlabankastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þau sömu og vilja Ísland í ESB?

Bíddu nú við.  Þau hin sömu og vilja að Ísland gangi í ESB, sem Bretar eru fyrir í eins og allir vita, vilja ekki sjá að Bretar komi hingað til að "vernda" landið.

Er það bara ég, eða eru þetta tvær ályktanir sem eiga ekki samleið?

 

Vilja ESB-viðræður strax ásamt upptöku evru


mbl.is Móðgun ef Bretarnir koma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband