. - Hausmynd

.

Skamm! (aftur)

Það er svo margt sem stjórnmálamenn mega skammast sín fyrir, en Sigurður Líndal má jafnvel skammast sín meira.  Þótt það sé lagatæknilega í lagi að draga Icesave-lögin síðari til baka fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu þá er það siðferðislega rangt og ekki í anda 26.gr stjórnarskrárinnar, og mun jafnframt festa í sessi neitunarvald forsetans, en ekki þjóðaratkvæðagreiðslur.

Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.

 

Svo er það öll þessi vitleysa í kring um samningagerð við Hollendinga og Breta.  Hvílík ósvífni við almenning að bíða ekki eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunar.  Skilur þetta fólk ekki að valdið er okkar, ekki þeirra.  Stjórnmálamenn starfa í okkar umboði, en valdið liggur hjá almenningi.  Ef þeir fara ekki varlega mun almenningur taka af þeim umboð sitt - með góðu eða illu.


mbl.is Verður kosið um Icesave?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Axel.

Ég brosi í gegnum gretturnar þegar ég les þennan pistil þinn.

Hárrétt greining, lýðveldið Íslands byggist á  þjóðinni, fólkinu í landinu, ekki geðþótta stjórnmálamanna.

Ekkert í þessum heimi gefur Bjarna Ben þann rétt  að semja við breta um ólöglega fjárkúgun.  Ef það er  gert,  þá eru mannrán, handrukkanir, dópsala, allt réttlætanlegt því sá sterki þarf ekki að fara eftir lögum.

Bjarni er ekki ennþá búinn að fatta sín takmörk, og ekki ennþá búinn að fatta alvarleika ICEsave deilunnar.  Hún snýst ekki um krónur og aura, vexti eða vaxtavexti.  Hún snýst um grundvöll sjálfs réttarríkisins.  Þann grundvöll að deilur og ágreiningur er ekki leystur með vopnavaldi eða kúgun, heldur með lögum og rétti.

Allar lausnir ICEsave deilunnar sem hundsa leiðir réttarríkisins, eru ekki bara ólöglegar, þær eru rangar, í dýpstu merkingu þessa orðs.

Og það er gaman að lesa orð baráttujaxls sem þekkir muninn á rétti og órétti, reglu og óreglu.

Baráttukveðjur til ykkar í baráttunni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.2.2010 kl. 11:59

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við verðum að gera áhlaup á alþingi okkur er ekki boðið upp á annað!

Sigurður Haraldsson, 10.2.2010 kl. 13:04

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sæll Ómar.

Það er gott að ég skuli geta fengið þig til að brosa.  Þrátt fyrir að við vitum að samningagerð um Icesave er röng, þá er þetta virðingarleysi fyrir stjórnarskránni rangari.  Þetta er eitt af því versta sem hefur einkennt íslensk stjórnmál undanfarna áratugi og stjórnmálamenn hafa reynt að með því að segja stjórnarskránna úrelta og almenningur tekur undir því hann veit ekki betur.  Stjórnmálamenn verða að fara að bera virðingu fyrir stjórnarskránni og almennum lögum.  Annað gengur ekki lengur.

Sigurður.  Við skulum sjá til hvað stjórnmálamennirnir gera, en ef þeir reyna einhverjar svona hundakúnstir þá kem ég með þér.

Axel Þór Kolbeinsson, 10.2.2010 kl. 13:20

4 identicon

Valdarán, burt með þessa útlendinga á þingi

Gunnar Svanberg Jónsson 10.2.2010 kl. 18:47

5 identicon

+1,kem lika med

ks 10.2.2010 kl. 20:26

6 identicon

já og verða fleiri

gisli 10.2.2010 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband