. - Hausmynd

.

Engin lög á vinnudeilur

Það er út í hött að ríkið skipti sér af vinnudeilum með því að setja lög á verkfallsaðgerðir fólks, eins og hefur t.d. verið gert við sjómenn undanfarna áratugi.  Verkföll eru engum gagnleg, en þau eru síðasta og sterkasta vopn hins vinnandi manns í kjaradeilum og alþingi á aldrei að setja bráðabrigðalög á verkföll.

 


mbl.is Vill lög á flugumferðarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Þetta er döpur tilraun hjá þessum dauflitaða persónuleika til þess að harka inn stig frá fólkinu.

hilmar jónsson, 10.3.2010 kl. 22:22

2 identicon

Þessar frekjukröfur þessara flugumferðastjóra eru ógeðslegar. þvílíka græðginn í þessum líð!

óli 10.3.2010 kl. 22:31

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Hvernig myndi þér líka það óli, ef þér yrði bannað með lögum að fara í verkfall til að knýja fram kjarabætur?

Verkföll eru ekki eitthvað sem sem fólk fer í vegna græðgi.  Í flestum tilfellum tapar starfsfólk líka á verkföllum, eða er í það minnsta nokkur ár að vinna upp tekjutapið.  En þegar allar aðrar leiðir hafa verið reyndar er þetta eina vopnið sem stendur eftir.

Ég hefði kannski átt að bæta því við færsluna að ég var mikið viðloðandi verkalýðsfélögin fyrr á þessum áratug, og hef því sterkar skoðanir á þessum málum.

Axel Þór Kolbeinsson, 10.3.2010 kl. 22:37

4 Smámynd: Ari Kolbeinsson

Ef sett eru lög á flugumferðastjóra þá sækja þeir sér vinnu þar sem launin eru mun betri. Þeir eru að biðja um laun sem væru nokkurnveginn í samræmi við aðra staði í evrópu (þó ekki jafn há og í mörgum evrópulöndum).

Það kæmi þjóðinni mun verr ef þeir fara að segja upp einn af öðrum, en það er það sem gerist ef réttur þeirra til verkfalls er tekinn, þá er bara ekki þess virði að vera flugumferðarstjóri á Íslandi og þeir sjá sér og fjölskyldum sínum betur borgið annarsstaðar.

Þetta snýst ekki um græðgi heldur eðlileg réttindi. Ef þeir eru með hærri laun en ég og þú þá hefðum við kannski átt að velja okkur önnur fög.. síðan eru tölurnar oft ýktar. Ég sá einhverntímann frétt um það sem ég vann við sem sagði að byrjunarlaun væru um hálf milljón á sama tíma og ég vann eftir kjarasamningi fyrir 250-300þús kall... fyrir skatt

Síðan hafa hlutir eins og aðbúnaður og vaktaskrár verið gagnrýndar hjá atvinnuveitanda þeirra. Við sjáum alveg vinnubrögð atvinnuveitanda þessara flugumferðarstjóra á því að slökkviliðsmenn á Reykjavíkurflugvelli eru líka búnir að gagnrýna að niðurskurður er farinn að rýra öryggi á vellinum, jafnvel undir lögleg mörk. 

Ari Kolbeinsson, 10.3.2010 kl. 22:50

6 identicon

Aum tilraun? Hvaða samsærisheimi býrð þú í hilmar, hef sagt það áður og segi það enn þér er vorkunn í þessum veikindum þínum.  Vildi óska að einhver hefði vit fyrir þér og fengi þig til þess að hætta þessum arfavitlausu og ógeðfelldu skrifum.

Þetta er réttlát skoðun Kristjáns Þórs, tek skýrt fram að henni er ég engan vegin sammála.  Bláköld staðreyndin er samt sú að núverandi ríkisstjórn er slétt sama um atvinnuástand hér á landi, og atvinnulífið í heild sinni.  Landráðamennirnir sem skitu uppá bak með Icesave málinu eru nú á grafabakkanum, þjóðin þarf fyrst og fremst stjórn sem hefur getu, dug og þor. 

Styð baráttu flugumferðastjóra en menn verða þó að vera skynsamir enda er árferðið erfitt. 

Baldur 10.3.2010 kl. 23:13

7 identicon

Staðreind:  Þegar hafa 12 manns hætt og farið í önnur störf ýmist við flugumferðarstjórn erlendis eða skipt um starfsvettvang hér innanlands.  Í dag eru um 75 flugumferðarstjórar sem starfa bein við stjórnun flugumferðar.  Hvað eru þetta mörg prósent?  Hvað eru þetta margir læknar hlutfallslega séð?  Er þetta ásættanlegt?

Starfsmannavelta hjá flugumferðarstjórum er að STÓRAUKAST.  Staðreynd: Íslenska ríkið er að þjálfa upp flugumferðarstjóra fyrir önnur lönd.  Norðmenn, danir og svíar hafa allir verið í þessum pakka og þurft að SNAR hækka laun flugumferðarstjóra sinna til að fá fólk til þess að snúa frá Miðausturlöndum, Sviss eða Austurríki þar sem launin eru MUN betri.  Mun fleiri íslenskir flugumferðarstjórar eru að sækjast nú þegar eftir störfum útí heimi! 

Það er að skella á neyð vegna manneklu hjá okkur og enginn virðist ætla að gera neitt í málinu! Vinnuálag er að stóraukast sem hefur í för með sér fjölgun veikindadaga og megna óánægju í starfi.  Því er ekkert skrítið að maður vilji fara til útlanda þar sem YFIRVINNA ER BÖNNUÐ í faginu!!  En hérna á klakanum erum við bara HEPPNIR og ættum að vera ÁNÆGÐIR með að fá að vinna ómælda yfirvinnu!!

Þú villt ekki að flugstjórinn sem flýgur flugvélinni sé þreyttur er það?  En veistu að flugumferðarstjórinn gæti verið það!!!  Starf flugumferðarstjóra er ekki hægt að útskýra og hlæjum við að kvikmyndum eins og "Pushing Tin" og "Ground Control".  Álagið er stöðugt meðan verið er að vinna flugumferð og mætti líkja því helst við það ef flugmaður er farinn að sjá aðvörunarljós í mælaborði vélarinnar sinnar um yfirvofandi bilun!

Hastala vista!

ps. Afsakið nafnleysið en ég er ekki búinn að segja mínum yfirmönnum að ég er alveg að fara að segja upp

Flugumferðarstjóri 10.3.2010 kl. 23:18

8 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég segi bara gangi ykkur vel Flugumferðarstjóri.  Nafnleysi er ekkert til að biðjast afsökunar á á þessari síðu.

Axel Þór Kolbeinsson, 10.3.2010 kl. 23:21

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Endilega segðu upp og hættu háttvirtur Flugumferðastjóri...bæbæ!!

Óskar Arnórsson, 10.3.2010 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband