. - Hausmynd

.

Bann, bann, bann

Voðalega er þingið duglegt núna við að banna hluti.  Í gær bannaði það stéttarfélagi að nýta verkfallsrétt sinn og í dag er búið að banna nektardans og að börn fari í ljósabekki.

Hvað verður bannað næst?


mbl.is Alþingi bannar nektardans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á ekki bara að banna frelsi?

Símon Böðvarsson 23.3.2010 kl. 14:37

2 Smámynd: Rebekka

Ég er nú aðallega hrædd um að þetta bann leiði til þess að nektarstaðir hverfi í "undirheimanna", með enn verri afleiðingum fyrir konur  :(

Rebekka, 23.3.2010 kl. 14:37

3 identicon

nú þá verður tekið bara á því með hörku.

forvitinn 23.3.2010 kl. 14:43

4 identicon

Ha! hvenar fór Siv í ríkisstjórn?

"Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks sem var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins"

Hvað sem því líður, þá er ég efins um að þetta nái því framm sem ætlast er til.

Spurning um að banna frekar að horfa á nektarsýningar???nei segi bara svona.

Birkir 23.3.2010 kl. 14:48

5 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það er rétt hjá þér Birkir.  Ég hefði átt að skrifa þingið en ekki ríkisstjórn, og leiðrétti það hér með.

Axel Þór Kolbeinsson, 23.3.2010 kl. 14:50

6 Smámynd: corvus corax

Ég vil láta banna mönnum að horfa niður á milli brjóstanna á konum sem ganga í flegnum toppstykkjum, sérstaklega ef skoran er djúp.

corvus corax, 23.3.2010 kl. 14:52

7 identicon

Ef við erum heppin þá verður Sjálfstæðisflokkurinn næst bannaður

Sveinn 23.3.2010 kl. 14:53

8 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Þá þarf ég að fara að binda fyrir augun heima hjá mér.

Axel Þór Kolbeinsson, 23.3.2010 kl. 14:53

9 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Símon - hvaða frelsi?

Axel - já og konan afklæðist í myrku herbergi - ein og skríður undir sæng áður en þú kemur inn-

corvus - já og banna brjóstaskorur -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 23.3.2010 kl. 15:00

10 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

@forvitinn

Einmitt taka á brotlegum með hörku. Það hefur einmitt upprætt fíkniefnavandann á Íslandi. Eða.... Og fíkniefnaheimurinn er mjúkur og mannbætandi. Eða.... 

Sigurjón Sveinsson, 23.3.2010 kl. 15:01

11 identicon

sammála þér því hvað verður næst!? ég skil ekki til hvers í ósköpunum nektardans er svona hræðilegur fyrir almenning meiri hluti karlmanna horfa nátturulega á þetta úú nakin kona enn þettaer list þetta er dans.! Mér finnst þeir ættu að taka MIKLU meira á dómum yfir barnanauðgurum og dómum yfir fíkniefnabrotum. Mér finnst ekkert að því að hafa þessa staði sem bjóða uppá þetta opna það er 25 ára aldurstakmark svo það er ekki eins og börn séu að fara þar inn. þeir hafa enga ástæðu til banna þetta.

Dagný Björk 23.3.2010 kl. 15:16

12 identicon

Lokum okkur inní kofunum, slökkvum ljósin og bannað að draga andann.... Þvílíkt kjaftæði sem þetta er..... Haldið þið virkilega að þetta muni hætta.... Nú fer þetta bara neðanjarðar og verður enþá erfiðara að fylgjast með þessu....
STEYPA !!!! LÝSANDI DÆMI UM ÞESSA SKÍTHÆLA Á ÞINGI !!!

Kristvin 23.3.2010 kl. 15:19

13 identicon

Alþingi hefur nú samþykkt bann við skoðunum.

Samfylkingin 23.3.2010 kl. 15:40

14 identicon

Fáránlegt alveg... það má öllum verða ljóst að nú fer allt ofan í undirheima og þar munu fórnarlömb þjást mun meira en ella.


DoctorE 23.3.2010 kl. 15:45

15 identicon

Já þetta er hneysa að börnin ykkar fái ekki tækifæri til að vinna á þessum stöðum.

Það var svo upplagt fyrir dætur ykkar að bera á sér brjóstin og sköpin á kvöldin og um helgar með háskólanáminu, enda starfsumhverfi til fyrirmyndar. Synir ykkar gátu svo stundað þessa staði með mikill áfergju, skítt með rómantíkina, þarna fengur þeir að sjá "the real deal".

Án gríns ættu graðnaglar bloggsins á mbl.is að skammast sín!!! Þetta bann var fyrir löngu orðið tímabært enda hefur vændi verið stundað á þessum stöðum frá upphafi.

Jón Sigurðsson 23.3.2010 kl. 15:53

16 identicon

Á meðan fólk hefur áhuga á að eyða peningunum sínum í það, frekar en að borga skuldir sínar, þá er það þeirra mál.

Ólafur Ragnar Grímsson 23.3.2010 kl. 15:55

17 identicon

Skrítið !

"...voru samþykkt á Alþingi í dag með 31 atkvæði. Tveir þingmenn völdu að sitja hjá en enginn greiddi atkvæði á móti"

31 + 2 eru 33.... Alþingismenn eru kosnir 64.

Hvar voru hinir 31 sem eiga að vera að vinna þarna ??

AFB 23.3.2010 kl. 15:56

18 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Þingið ætti frekar að beita sér í svona málum:

Fallist á útburðarbeiðni bankans

Axel Þór Kolbeinsson, 23.3.2010 kl. 16:00

19 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ætli þau reyni ekki næst að setja lögbann á eldgosið í Eyjafjöllum?

Guðmundur Ásgeirsson, 23.3.2010 kl. 16:48

20 identicon

Þvílíkur bullari þessi Jón Sigurðsson; Hann heldur virkilega að bann hafi eitthvað að segja með að þetta viðgangist hér... hvort myndi Jón vilja; Að dóttir hans eða sonur dansaði á löglegum stað.. eða einhverstaðar í undirheimunum...
Jón þarf að láta athuga í sér kollinn.. .það er nokkuð ljóst

DoctorE 23.3.2010 kl. 17:07

21 identicon

Næst banna þeir bloggurum að kommenta við blogg vegna þess að skoðanir sumra hugnast þeim ekki.....

Jóhann Kristjánsson 23.3.2010 kl. 17:14

22 identicon

Þið eruð nú meiri grínistarnir hérna frjálshyggjusprelligosarnir. Alltaf gaman að grínast og sprellast með mannslíf. Því meira frelsi því meiri hamingja.

DoctorE. Það er nú tiltöluega þægilegt fyrir þig að fljúga beint til Hollands þar sem þú getur haldið áfram að horfa á nakta kvenmanslíkama. Börnin þín fá strax vinnu þar þar sem hið norræna útlit hefur löngum þótt aðlaðandi, kannski færðu afslátt út á það.

Kollurinn á mér er fínn en ég stórlega efast um að þinn sé fastur á.

Jón Sigurðsson 23.3.2010 kl. 17:37

23 identicon

Sæll "gamli" félagi, já hún er undarleg bannáráttan og aðal áherslumálin hjá ríkisstjórninni. Maður hefði haldið að eitthvað annað hefði verið upp á teningnum hjá núverandi stjórnarliði, amk. miðað við ástand mála hjá þjóðinni, og áherslurnar með viðeigandi handapati og strigakjafti undanfarinna ára hjá stjórnarandstöðunni sem núna er komin í stjórnarstólana og hefur valdið til að taka á málum á réttum stöðum!! Þeir ættu auðvitað að banna aðför að fjölskyldum og heimilum þeirra eftir að útrásarglæpamennirnir settu fjárhag almennings á hausinn, en það gerir stjórnarliðið ekki, heldur er öllum vandanum enn  einu sinni velt yfir á almenning með þeim hörmungum sem því fylgir!!

Jón Ingi Kr. 23.3.2010 kl. 17:54

24 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Gaman að heyra frá þér aftur gamli.  Já það er blessuð forgangsröðunin sem fer svoldið fyrir brjóstið á mér.  Því miður er eins og engin stefnubreyting hafi átt sér stað við stjórnarskipti fyrir utan í minni málum, og ASÍ klappar (klappaði?) með.

Þú ættir að kíkja við næst þegar Samtök Fullveldissinna er með fund.

Ég verð svo aftur hér á morgun, en ég á eftir að fá netið tengt heima.

Axel Þór Kolbeinsson, 23.3.2010 kl. 18:05

25 identicon

Það er alltaf svolítið fyndið hvað þeir sem segja (og/eða gefa sterklega í skyn) að þeir "sæki sko ekki svona staði", virðast alltaf vita manna best hvað viðgengst á þessum stöðum :)

Ég hef nú kíkt í heimsókn á þessa staði, á meðan þetta var hægt í miðborginni og ég verð að segja að ég varð aldrei var við neitt vændi. Veit mas. um einn sem vildi ekkert meira en að fá dansmey með sér í rúmið, en það var ekki til umræðu.

Davíð Oddsson 23.3.2010 kl. 19:12

26 identicon

Banna bloggið.

XX 23.3.2010 kl. 20:26

27 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég hef farið einu sinni á nektardanssýningu.  Það var í félagsheimili austur á landi og auglýst sem erótískur listdans.  Þarna komu þrjár ungar konur úr Reykjavík og fækkuðu fötum.  Því miður átti þessi sýning lítið skylt við erótík eða list en líktist meira kennslu í líffærafræði.  Þar sem ég var ekki komin þarna til að sjá eggjastokka í návígi fór ég fljótlega.

En þarna kom mikið af fólki úr bænum og jafnt hlutfall kynja til að kynna sér hvað nektardans væri, og ég held að flestir hafi orðið fyrir vonbrigðum.

Hinsvegar þegar maður horfir á myndskeið frá heimsmeistarakeppni í súludansi þá sannfærist maður um það að það er íþrótt, ef ekki list.

Axel Þór Kolbeinsson, 24.3.2010 kl. 08:25

28 identicon

Mér finnst eiginlega siðlausara að kynvillingurinn forsetisráðherrann Jóhanna sé að sleikja aðra kerlingu á hennar aldri. heldur en að karlar kíki á nektarstaði til að horfa á fallegar stelpur dansa og fækka fötum og skemmta sér.

Mér finnst Jóhanna ekkert sérstaklega gott fordæmi fyrir börninn okkar og út á við einnig.

ég segi burt með þessar þurrkuntur sem sitja á þingi, strax áður þau banna eitthvað meira.

Hreina hægri stjórn takk

Gunnar Svanberg Jónsson 24.3.2010 kl. 11:24

29 identicon

Til að gæta jafnræðis þá þarf að banna alla stjórnmálamenn og flokka á íslandi.. og byrja upp á nýtt.
Gjörðir þessara vanvita á alþingi hafa kosta það að öll íslenska þjóðin er seld mansali...

Ef þetta verður ekki gert þá verðum við bara að taka málin í eigin hendur og gera byltingu með vorinu, nenni ekki að gera byltingu í kulda ;)

DoctorE 24.3.2010 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband