. - Hausmynd

.

Inngönguferlið

Mér hefur fundist hugtakið "aðlögunarferli" vera óþjált og ónákvæm þýðing á hinu enska hugtaki sem notað er yfir ferlið sem umsóknarríki eru í (accession process).  Réttari þýðing er inngönguferli eða jafnvel samlögunarferli.

Annars kemur niðurstaða þessarar könnunar ekkert á óvart. Ef hún er borin saman við aðrar kannanir um ESB sést fljótt að um þriðjungur þjóðarinnar er alfarið á móti öllum hugmyndum um ESB-aðild, þriðjungur er alfarið fylgjandi og þriðjungur hefur ekki hugmynd og vildi helst óska þess að þetta væri búið á hvorn veg sem er svo það þurfi ekki lengur að hlusta á hina tvo þriðjungana karpa.

Ástæða þess að þetta mál hefur farið eins langt og það er komið er vegna samfelds áróðurs í áratug að ekki væri hægt að vita hvað í aðild felist nema vera búin að sækja um inngöngu í klúbbinn.  Þetta er álíka vitlaus röksemdafærsla og segja að þú ættir að fara núna og sækja um aðild að Vítisenglum bara til að sjá hvað klúbburinn stendur fyrir.

Evrópusambandið hefur aldrei verið neitt leynifélag og öll lög og reglur sambandsins eru aðgengileg hverjum sem er.  Út frá þeim er hægt að mynda sér nokkuð heildstæða mynd af því hvað sambandið er og ekki skemmir fyrir að líta aðeins yfir sögu sambandsins og meginlandsins til að vita hvaðan það kemur.

Eitt rit mæli ég með fólki til aflestrar, en það er skýrsla Evrópunefndar forsætisráðuneytisins frá 2007, en það varpar einhverju ljósi á krónur og aura sem fólk telur sambandið snúast um.

Fylgiskjöl með skýrslu Evrópunefndar.


mbl.is Meirihluti vill halda viðræðum áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Tek þetta til greina Axel, inngönguferlið er meira lýsandi orð.

Góð greining annars um þennan þriðjung sem vill losna við þrasið í hinum.

Hef eiginlega ekki lesið hana betri.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.1.2011 kl. 10:05

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Já Ómar.  Ég sé það á heimsóknartölum hjá mér í morgun að fréttin, eða í það minnsta bloggið mitt vekur lítinn áhuga.  Eitthvað gæti útlitsbreyting mbl.is haft með það að segja.  En þegar ég bloggaði um klúður þingvarða um daginn voru heimsóknirnar tífallt á við það sem þær eru núna.

Það virðist vera almenn þreyta og uppgjöf hlopin í liðið varðandi mörg málefni.  Kannski fólk eigi erfitt með að einbeita sér svona á þessum síðustu og verstu.

Bestu kveðjur austur.

Axel Þór Kolbeinsson, 24.1.2011 kl. 12:40

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Axel.

Ég merki það sama, það vantar hitann í nærumhverfi, og hitann á bloggið.  Þetta fjaraði allt út eftir mótmælin við þingsetninguna, fólk fór að bíða Eftir Helgi.

Það sem slær mig dálítið er uppgjöf skuldara, þeir eru svo margir, að það er ekki hægt að hundsa þá. 

Það er ef þeir eru lifandi og sýna lit.  

Stjórnin er það tæp, og sundurþykk. 

En það virðist ríkja einhver þegjandi sátt um stefnu hennar, í raun hefur hún mikinn meirihluta landsmanna að baki sér.

Aðeins við sérvitringarnir nöldrum, aðrir eru sáttir í þeirri merkingu, að þeir telja það ekki leggjandi á sig að breyta einhverju, telja það sem þeir hafa það illskásta.

En litlu málin halda áfram að vekja athygli, tölvunjósnir, réttarhöldin sem skipta ekki máli, hneykslissögur úr bönkunum.

En mig vantar snertingu við deigluna til að meta hvort þetta sé aðeins lognið á undan ólgunni, eða er þetta uppgjöf????

Ég skal sjálfur játa að ef það væri ekki þetta leiðinlega ICEsave, þá væri ég hættur, búinn að skella í lás.

Veit ekki, finnst maður ekki vera í takt við það sem fólk hugsar, ætli maður fari bara ekki að spá í söngvakeppnina til að vera meinstrím.

En það væri leiðinlegt ef þetta er aðeins lognið, að enginn sé á vaktinni þegar stormurinn skellur á.

Í raun eigum við stjórninni mikið að þakka að hafa ekki saltað ICEsave, þar er neisti sem gæti kveikt það bál sem bindur endi á ægivald  auðmanna og fjármagnseigenda.

Vonum það.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 24.1.2011 kl. 13:48

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég vona að núna sé einmitt lognið á undan storminum, hvernig svo stormurinn kemur fram er annað mál.  En ég er kominn af þrjósku fólki eins og þú veist.  Þess vegna mun ég halda áfram að láta heyra í mér um hvað það mál sem mér finnst máli skipta, sérstaklega þegar mér finnst almenningur ekki sjá hvert eðli málana er.  Því miður er ennþá þessi "2007" hugsun ríkjandi hjá svo mörgum að allt hljóti að snúa um krónur og aura, eða evrur og sent, og gerir sér ekki grein fyrir hinu stóra samhengi hlutana.

En við sjáum til hvernig gengur og ég held ég geti með vissu sagt að stóra orrusta almennings er enn eftir.

Axel Þór Kolbeinsson, 24.1.2011 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband