. - Hausmynd

.

Pólitísk heift og trúrækni

Þetta er bara enn eitt dæmið um hve pólitísk hugsun er skammt á veg komin hér á landi, líkt og á öðrum stöðum.  Margir einstaklingar líta á pólitík sem trúarbrögð á versta mögulega hátt þar sem þeirra guð getur ekkert rangt gert, aðrir haga sér eins og þeir séu fótboltabullur á fótboltaleik.

Heittrúaðir svokallaðir vinstrimenn telja Sjálfstæðisflokkinn og þá hugmyndafræði sem hann aðhyllist vera rót alls ills og eiga sök á öllu sem hefur farið úrskeiðis á meðan heittrúaðir svokallaðir hægrimenn halda að allt sem er vinstra megin við miðju vera argasta þjóðnýtingar-kommúnisma (sem er blótsyrði hjá þeim) og að vinstrimenn geti ekki annað en klúðrað öllu.

Það sem fólk verður að fara að átta sig á ef það vill einhverntíman að hér verði heilbrigðara stjórnmála líf er að það er kominn tími til að fullorðnast og hætta að haga sér eins og hálfvitar.

 


mbl.is Hótað fyrir að kæra kosninguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband