. - Hausmynd

.

Hver ætti að vera hræddur?

Ég eins og margir aðrir hefði viljað sjá þjóðaratkvæði áður en aðildarumsóknin var send inn.  Ef það hefði verið gert hefði mátt koma í veg fyrir þær deilur sem eru til staðar núna.  Ef þjóðin hefði kosið Já, sendum inn aðildarumsókn þá væri það bara þannig.  Þá hefðu ráðamenn skýrt umboð frá þjóðinni um að hún óskaði eftir því að gerast aðilli að ESB.

Það ætti hinsvegar að hræða Össur hve mikil andstaða er við mögulega aðild.  (Sjá skoðanakannanir SI)

Fræðslan sem almenningur hefur fengið um möguleg áhrif ESB-aðildar hefur ekki heldur verið nein.  Það eina sem almenningur hefur fengið er áróður áhugamannafélaga beggja vegna.  Eins og oftast er með áróður er litlu sem engu logið, en ekki endilega sagður allur sannleikurinn.

Það fyrsta sem hefði mátt gera hefði verið að útskýra hvað aðild að ESB fæli í sér og hverjar yrðu helstu breytingar.  Þá væri miðað við að engar undanþágur fengust frá reglum ESB, undanþágur hljóta alltaf að vera bónus.  Í öðru lagi hefði mátt fara yfir sögu ESB, hugmyndafræðina sem sambandið er stofnað upp úr og svo framvegis.  Ég er ekki að segja að þetta hefði átt að gera sumarið 2009 í stað þess að sækja um aðild, þetta hefði mátt byrja strax um eða fyrir aldamót þegar "umræðan" um Evrópusambandsaðild eða ekki var farin af stað hjá áhugamannafélögunum.

En nei.  Í stað þess að ræða málin fyrst var farið beint í hanaslag og ryki þyrlað í augu almennings.  Það boðað að engin leið væri að vita hvað fælist í aðild án þess að óska eftir þeirri aðild, bent á hin og þessi vandamál hér á landi sem aðild að ESB ætti að leysa en ekkert gert til þess að reyna að leysa þau á eigin spýtur.

 

Persónulega er ég ekkert hræddur við það að Össur hlaupi áfram eins og þrífættur sjómaður á leiðinni heim, því það er nær öruggt að aðild að ESB verði felld þegar þar að kemur ef haldið verður áfram eins og hefur verið gert.  Mér þætti það hinsvegar skynsamlegra að leggja þetta mál til hliðar í stutta stund svo hægt væri að nýta fjármagn og vinnustundir í verkefni sem eru jafnvel brýnni en að bera saman lög og reglur Íslands og ESB til að sjá hvaða lögum og reglum við þyrftum að breyta ef í "augnabliks geðveiki" þjóðin myndi samþykkja aðild.

 


mbl.is Össur: Andstæðingar ESB hræddir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ef og hefði er alltaf hægt að segja. Hef sjálfur fylgst með Evrópu-umræðunni frá 1972 og oft hefur verið tækifæri til að hugsa sig um. Já, það er auðvelt að vera gáfaður eftirá. Nú stöndum við bara frammi fyrir því að búið er að sækja um. "Skynsamlega" undirskriftasöfnunin hjá ykkur er að mistakast. Tími slíkra undirskriftasafnana er liðinn. Þjóðaratkvæðagreiðslur taka sennilega við og þýðingarlaust er um úrslit þeirra að deila. Hvenær á að halda þær verður samt deilt um.

Sæmundur Bjarnason, 13.9.2011 kl. 10:01

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Undirskriftasöfnun mistekst aldrei, það er bara mismunandi hversu margir skrifa undir

Axel Þór Kolbeinsson, 13.9.2011 kl. 10:06

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Stuðningsmenn inngöngu í Evrópusambandið söfnuðu undirskriftum frá byrjun marz 2009 og fram að kosningunum um vorið og náðu rúmlega 12.000 undirskriftum. Umfangsmikil auglýsingaherferð fylgdi með fjölmörgum heilsíðuauglýsingum í dagblöðum og öðru slíku. Undirskriftasöfnunin hélt áfram eftir kosningar og þegar umsóknin var send í lok júlí voru þær aðeins orðnar um 15.000.

Veit ekki betur en að Axel og félagar séu þegar á um viku komnir með um þriðjung þeirra undirskrifta sem Evrópusambandssinnar höfðu náð að safna fyrir kosningarnar 2009 á meira en einum og hálfum mánuði. Það er ekki slæmur árangur.

Hjörtur J. Guðmundsson, 13.9.2011 kl. 11:16

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Hjörtur, það er alltaf hægt að halda einhverju svona fram. Ekki er samt hægt að stjórna neinu með skoðanakönnunum eða undirskriftasöfnunum. Bara hægt að fá einhverja hugmynd um hvernig landið liggur.  

Sæmundur Bjarnason, 13.9.2011 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband