. - Hausmynd

.

Eitt sem gleymist...

Nú er verið að lögleiða kannabis hér og þar, og mögulegt að Ísland fylgi þar á eftir þótt það gæti verið einhver tími í það. Þess vegna ættu hæstvirtir þingmenn að spyrja sig hvar eigi að selja slíkt þegar og ef að því kemur.

Ég vildi frekar sjá kannabis í einkaleyfisverslunum en í frjálsri sölu og helst á vegum hins opinbera.


mbl.is Afnám einkaleyfis en ekki aukið aðgengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íslenska þjóðfylkingin

Nei, Axel, okkur vantar alls ekkert refsileysi við dreifingu kannabisefna, sem geta haft mjög sljóvgandi áhrif á t.d. unga foreldra –– börn þeirra komandi mjög seint í skóla eða skrópa, sagði mér og ýmsum öðrum lögreglumaður í gær.

 

Jafnvel Hollendingar eru að endurskoða bullandi frjálslyndi sitt í fíkniefnamálum. Örfá af 50 ríkjum USA leyfa þetta! Tökum ekki þátt í áróðrinum með þessu!

 

Annars beztu kveðjur. smile

Íslenska þjóðfylkingin, 24.2.2017 kl. 00:24

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Úpss, þarna var ég óútskráður af bloggi ÍÞ !!

Var að skrifa hér bara í eigin nafni.

Jón Valur Jensson, 24.2.2017 kl. 00:26

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég var ekki að kalla eftir endurskoðun á vímuefnalöggjöfinni Jón Valur, og engar af mínum persónulegum skoðunum á því koma fram hér önnur en sú að þegar og ef af því verður að breyting verði á þá vil ég halda góðri stjórn á því og skattlegga til jafns á við áfengi og tóbak.

Hinsvegar stend ég við það að stefnan virðist vera í þá átt að fleiri ríki lögleiði kannabis. Mörg lönd leyfa kannabis eða efnum unnum þar úr til læknisnota. Ísland er engin undantekning þar á þótt það fari ekki hátt. Holland er þvert á það sem þú segir að liðka á sinni löggjöf. Þar var fyrir stuttu samþykkt í neðri deild þingsins að lögleiða ræktun kannabis en ekki er víst að það fari í gegnum efri deild. Úrugvæ var fyrsta landið til að lögleiða ræktun og neyslu í lok árs 2013 og í vor er allt útlit fyrir að Kanada fylgi þar á eftir.

Á Spáni er ræktun til einkanota og neysla leyfileg og hefur verið lengi og í Portúgal eru engar refsingar eins og Píratar eru hrifnir af.

Þegar fyrrum þjóðarleiðtogar og ritari SÞ eru farnir að tala fyrir því að „stríðið gegn vímuefnum“ hafi einungis gert vandann verri og því verði að endurskoða lög í heimnum öllum þá hygg ég að ekki líði margir áratugir þar til að við sjáum miklar breytingar á íslensku löggjöfinni.

Svo er umræðan um læknisfræðilega kosti og galla allt önnur.

Bestu kveður til þín sömuleiðis.

Axel Þór Kolbeinsson, 24.2.2017 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband