. - Hausmynd

.

Um innflytjendur og fordóma á Íslandi

Vegna þeirra tveggja skýrslna [1] [2] sem hafa nú komið út um málefni innflytjenda og LGBT... einstaklinga þá langar mig að tjá mig um það sem snýr að innflytjendum.

Í tæpa tvo áratugi hef ég verið viðloðandi innflytjendur frá öllum heimshornum.  Ég hef átt í persónulegum tengslum við það ágæta fólk og unnið lítillega að réttindum þeirra þannig að ég hef örlitla innsýn í þeirra heim.  Ég verð að taka undir með þessum skýrslum að helsta hindrun þeirra í að samlagast því fólki sem fyrir er á þessari eyju er skortur á tungumálakennslu, skortur á að kynna þeim sín réttindi og skyldur, og svo viðmót almennings.

Með auknu hlutfalli innflytjenda verðum við að taka okkur á, því ef ekkert er að gert munum við gera sömu mistök og skandínavísku þjóðirnar. Þeirra mistök leiddu til félagslegrar einangrunar innflytjenda og myndunargettó hverfa. Þar hafa börn þeirra svo alist upp við verri aðstæður en innfædd“ börn og enda þau oft í gengjum vegna reiði og vonbrigða með samfélagið og ójafnra tækifæra.  Hér höfum við enn ekki séð þetta gerast að ráði þótt hæsta hlutfall innflytjenda á höfuðborgarsvæðinu búi í Breiðholtshverfi.

Hvað varðar fordóma þá er miklu meira um þá í íslensku samfélagi en flestir gera sér grein fyrir.  Að stórum hluta koma þeir vegna þess samfélags sem fólk elst upp í og fáir spyrja sjálfa sig að því hvort það sem innprentaðist í æsku eigi rétt á sér.

Að mínu mati eru Múslimar, Asíubúar og Grænlendingar það fólk sem verst finna fyrir fordómum þótt það eigi við um alla aðra, þar á meðal fólk sem er fölt á hörund og kemur frá ríkjum sem flestir tengja við kristna trú.

Ágætu íbúar þessa lands og stofnanir okkar.  Við ykkur vil ég segja að við verðum að taka okkur alvarlega á, læra af mistökum annarra þjóða og kveða niður fordóma - ekki með illu, heldur með umburðarlyndi og góðmennsku í hjarta benda fólki á hver misskilningur þeirra sé, því við viljum jú flest koma fram við aðra eins og við viljum að komið sé fram við okkur.

Að lokum hvet ég fólk, og þá sérstaklega innflytjendur og afkomendur þeirra, að tjá sína skoðun hér fyrir neðan. Hér eru allir jafn réttháir og enginn þarf að gefa upp nafn eða póstfang. Vegna eðlis þessarar færslu mun ég þó bregða út af mínum vana og loka fyrir þá sem eru með ómálefnalegt skítkast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband