. - Hausmynd

.

Breiðfylking almennings velur fólk í neyðarstjórn

Eftir Cillu Ragnarsdóttir.

 

Flokkarnir bíða aðeins eftir því að mótmæli hins almenna borgara og skuldara fjari út, svo að þeir geti teki upp fyrri siði. Segja má að víxlverkandi áhrif glæpsamlegrar vankunnáttu æðstu stjórnenda gömlu bankanna, einbeittur brotavilji svokallaðra útrásarvíkinga og algert getuleysi ríkisstjórnar og ríkisstofnanna að bregðast við vandanum hafi varðað leiðina í mesta efnahagshruni sem dunið hefur yfir þjóðina.

Ævisparnaður eldra fólks brennur upp. Lífeyrissjóðir tapa tugum milljarða af fé sem þeim er treyst fyrir. Ungt fólk sem lagt hefur fyrir til að eiga upp í kaup á íbúð er rænt aleigunni og hneppt í ævilanga skuldafjötra.

Stjórnvöld – íslenskir stjórnmálamenn - ætla almenningi að sætta sig við þetta. Á því er engin vafi.

Ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæði fékk sýslumanninn á Akranesi til þess að sjá um rannsóknina á efnahagshruni landsins. Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, grátbað sýslumanninn um að taka verkið að sér.

Ríkisstjórnin sem tók við, ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, ætlaði líka að láta rannsókn sýslumannsins nægja. Við söfnuðum undirskriftum og kölluðum á eftir Evu Joly. Það gekk!

Það var fyrir tilverknað einstaklinga utan úr bæ og vegna þrýstings frá almenningi sem núverandi ríkisstjórn tók við sér. Annars sæti sýslumaðurinn ofan af Skaga enn við tómar hillur. Nú þarf að gera miklu betur en þetta.

Ráðamenn hafa ekki og munu ekki eiga frumkvæði að trúverðugri rannsókn á efnahagshruninu, vegna þess að þeir vilja ekki vita niðurstöðuna. Ég hef einsett mér að linna ekki látunum fyrr en slík rannsókn hefur farið fram. Ég neita því að hægt sé að skuldsetja börnin okkar fyrir lífstíð vegna vanhæfra stjórnmálamanna og siðblindra þrjóta úr hópi einkavina þeirra.

Ætlar almenningur á Íslandi að sætta sig við þetta?

Það má bara ekki gerast.

Nú er tækifæri til að ganga að flokksræðiskerfinu dauðu.

Þjóðin getur krafist þess að hér á landi verði sett utanþingstjórn/neyðarstjórn þegar og ef núverandi ríkisstjórn springur sem allt stefnir í. Þjóðin á rétt á að mynda sér skoðanir á því hvaða fólk hún treystir til að mynda neyðarstjórn sem á að undirstrika aðgreiningu framkvæmda- og löggjafarvalds með því að tilnefna hæfustu menn og konur í öll ráðherraembætti og hafa ekki verið á framboðslistum til alþingis.


Í kjölfar bankahrunsins hefur komið fram á sjónarsviðið fullt af duglegu og hæfu fólki utan flokkakerfisins, sem betur væri treystandi fyrir æðstu stjórn landsins. Það þyrfti að finna mjög kláran og reynslumiklan einstakling til að verða atvinnumálaráðherra í sameinuðu ráðuneyti iðnaðar, landbúnaðar og sjávarútvegs.

Ég vil traustan og góðan mann í fjármálaráðuneytið til að sjá fram úr því hvernig við eigum að borga til baka þá þúsundir milljarða, sem ríkisstjórn afglapa og útrásargæðingarnir hafa skellt á bak okkar. Þá ætti einnig að stilla upp nýjum seðlabankastjóra, til dæmis Þorvaldi Gylfasyni prófessor, og heita því að sameina Seðlabanka og fjármálaeftirlit.

Á einu ári fór Ísland á hvolf. Ári seinna er landið enn á hvolfi.

Á tæpu einu ári hefur þjóðin farið í gegnum hamfarir sem urðu til af manna völdum.

Á einu ári hafa stjórnvöld ákveðið að hinn saklausi borgari skuli borga skuldir óreiðumanna.

Á einu ári hafa stjórnvöld ákveðið að afkomendum okkar verði einnig gert að greiða skuldirnar.

Á einu ári hefur þjóðin þurft að tileinka sér nýja hugsunarhætti, lífhætti og hugtök svo um munar.

Á einu ári hefur enginn verið handtekinn nema skinkuþjófar og skemmdarvargar sem skvetta málningu.

Það er eitthvað að, eitthvað sem stemmir ekki?

Ég vil neyðarstjórn og alla þá erlendu aðstoð sem landið getur fengið sér til hjálpar strax!

 


mbl.is 10 vikna umfjöllun að ljúka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Ári seinn er landið ekki einsu sinni að byrja að rétta sig við.  Það mætti halda að hrunið hefði skeð síðla vors en ekki síðasta haust.  Agaleyusi og aumingjaskapur þessarar ríkisstjórnar er með  ólíkindum.  Til hvers í fjandandum er verið að púkka upp á þennann Gylfa "nei, ég tel enga ástæðu til þess" Magnússon sem ráðherra?

Annar eins aumingi hefur ekki sést í manna minnum.  Að hafa þetta skoffín sem bankamálaráðherra er algjör skelfing.   

Guðmundur Pétursson, 28.8.2009 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband