. - Hausmynd

.

Ætti maður að mæta?

Mikið myndi mig langa að sjá fjölmenn mótmæli gegn Icesave-samkomulaginu.  Hvað með ykkur?  Ætlið þið að mæta?
mbl.is Mótmæli vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég myndi ekki gera það Axel.
Þetta verður einhver trúarofstækissamkoma.
Jón Valur og álíka klikkhausar

Gunnar W 19.10.2009 kl. 12:47

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það gæti lagast ef nægilega mikið af fólki eins og okkur mætir líka.

Axel Þór Kolbeinsson, 19.10.2009 kl. 12:49

3 identicon

Tek undir með Axel, því ef ekki er mætt þá verða öll mótmæli marklaus og hætt verður að hlusta ef bara er um svokallaða ofstækismenn/konur að ræða.  Svo mættu  Axel minn

19.10.2009 kl. 13:05

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Mér sýnist það stefna í það Sigurlaug mín.  Verst hvað maður fær alltaf lítinn fyrirvara samt.

Axel Þór Kolbeinsson, 19.10.2009 kl. 13:12

5 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Það er allt of lítill fyrirvari... Bíllinn minn bilaði í morgun (eins og svo oft áður) þannig að ég kemst að öllum líkindum ekki... En ég er slatti ill og hefði svo sannarlega mætt

mbk HH

Halldóra Hjaltadóttir, 19.10.2009 kl. 13:52

6 identicon

Það þarf samt betri auglýsingu og lengri frest. Ég myndi mæta, en ég var bara að frétta af þessu núna. Það kæmi miklu fleira fólk ef að þetta væri auglýst vel með góðum fyrirvara.

Geir 19.10.2009 kl. 15:38

7 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég komst því miður ekki í dag, en held að fólk megi búast við því að mótmælt verði næstu daga.  Ég mun hafa augun með því og koma því á framfæri á þessari bloggsíðu.

Axel Þór Kolbeinsson, 19.10.2009 kl. 15:43

8 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Ég mætti áðan og varð fyrir vonbrigðum yfir hvað það er illa mætt í mótmælin. Kannski þjóðin eigi það bara skilið að vera leidd í ánauð vegna leti og sofandaháttar

ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB  -  NEI við Icesave - NEI við AGS

Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is

http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/

Ísleifur Gíslason, 19.10.2009 kl. 17:26

9 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Tjah, ætli það lifni ekki yfir mætingunni næstu daga Ísleifur.

Axel Þór Kolbeinsson, 19.10.2009 kl. 17:28

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það verður bara að mæta þarna á hverjum degi eins og í sumar, félagar.

Ef við getum gert stórátak í því að kynna meiri háttar baráttufund, með ræðumönnum og markvissri dagskrá, þá væri það til stórra bóta. En ég hef ekkert gefið mig að PR-mennsku, það er minn Akkilesarhæll, og ekkert fjármagn hef ég eða mínir samherjar í auglýsingar o.s.frv.

Þakka þér svo "hrósið", Gunnar W, ég er viss um að þetta meinar þú frá þínum innstu hjartarótum. En óheppilegt samt fyrir þig að kalla þig þessu nafni, af því að ég veit að þú ert ekki Moggabloggarinn ágæti, Gunnar Waage, sem er jafnframt bloggvinur minn. Varstu kannski að reyna að villa á þér heimildir, gæzkurinn?

Jón Valur Jensson, 19.10.2009 kl. 22:50

11 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Þessa daganna er ég á kafi í vinnu og verst er að hún er þess eðlis að ég get ekki lagt hana frá mér og komið að henni aftur þannig.

Ég hef samband á morgun Axel.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 19.10.2009 kl. 22:50

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Allir hafi líka hugfast, að atvinnuleysi er umtalsvert minna á Íslandi en í bæði Bandaríkjunu og Evrópubandalaginu. Um 93% manna eru í vinnu, og mjög stór hluti þeirra er í vinnu á 4. tímanum á hverjum virkum degi. Það ert fullt af fólki, sem myndi vilja mæta, en getur það ekki, og megnið af mannskapnum vissi ekkert af þessum mótmælum.

Jón Valur Jensson, 19.10.2009 kl. 23:19

13 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ærli Jón Valur hafi ekki einmitt hitt á veika punktinn hérna. Flest okkar sem vildum gjarnan mæta til þess að mótmæla erum einmitt bundin í vinnu sem er bæði okkur sjálfum og þjóðfélaginu hagfelld.

Væntanlega mætum við öll til mótmæla þegar núverandi ríkisstjórn verður búin að rústa rest!

Kolbrún Hilmars, 20.10.2009 kl. 01:28

14 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Börn Íslands hafa boðað til mótmæla á morgun klukkan 14:00.

Axel Þór Kolbeinsson, 20.10.2009 kl. 08:45

15 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég er með ykkur í huga, meira get ég ekki sem stendur og finnst það bara lélegt.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 20.10.2009 kl. 10:45

16 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það er betra en ekkert Högni.  Vonandi verða sem flestir með okkur í huga, og ekki skemmir að fá líkamann líka.

Axel Þór Kolbeinsson, 20.10.2009 kl. 10:48

17 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég hef þó reynt að eiga fulltrúa, hef "sent" krakkana, sem er auðvitað ekki nóg því að ég á auðvitað að vera þar með þeim.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 20.10.2009 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband