. - Hausmynd

.

Allt of algengt

Hvergi hafa rafmagnstruflanir verið eins algengar og hér í Hveragerði af þeim stöðum sem ég hef búið.  Flest þau skipti sem rafmagnið hefur dottið út hefur það bara farið af hluta bæjarins, eins og í gær.  Ég held að rafmagnið hafi ekki farið af bænum nema einu sinni vegna veðurs, en þá sló eldingu niður í raflínu.  En þegar skjálftinn reið yfir hélt allt.

Aðfangadagur var mjög pirrandi, en þá datt rafmagnið í götunni hjá mér út trekk í trekk á milli fjögur og sex.  Sumir nágrannar mínir tóku sig til og fluttu jólasteikina til vina og vandamanna til að klára að elda hana.

Eftir þessa síðustu truflun er tölvan mín heima ónothæf í bili.  Sem betur fer lítur ekki út fyrir að um sé að ræða vélbúnaðarbilun.


mbl.is Heitavatnslaust í Hveragerði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband