. - Hausmynd

.

Hver eru áhrifin í þínu sveitarfélagi?

Að sjá talnaefni myndrænt er oft gott.

Hér fyrir neðan má sjá fjölgun/fækkun í hverju sveitarfélagi fyrir sig frá 1. desember 2008 til 1. desember 2009.  Dekkri litirnir þýða fjölgun/fækkun upp á meira en 5%.  Allar tölur fengnar frá Hagstofunni.  Athugið að hér er einnig tekið tillit til búferlaflutninga innan lands.


mbl.is Mestu búferlaflutningar Íslandssögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óskiljanlegt með öllu. Bravo.

Haukur Kristinsson 16.2.2010 kl. 11:17

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Er það myndin sem er óskiljanleg Haukur?

Axel Þór Kolbeinsson, 16.2.2010 kl. 11:25

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Fljótsdalshérað missti 253 íbúa 2009.  Tvö stærstu fyrirtækin urðu gjaldþrota í árslok 2008 og ársbyrjun 2009, Malarvinnslan og KHB.

Fimm af mínum starfsmönnum fóru til síns heima, Póllands 2008.  Vinafólk og samstarfsmenn fluttu til Noregs, flest af því fólki sem ég þekki til hvert flutti 2009 fór til norðurlandanna.  2008 varð enn meiri fækkun en hún var vegna erlendra starfsmann vegna framkvæmda við Kárahnjúka.

Magnús Sigurðsson, 16.2.2010 kl. 11:53

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Í Fjótsdalshéraði fækkaði íbúum um 6,5% og Flótsdalshreppi um tæp 38% á einu ári.  Þetta er gríðarleg blóðtaka.  En á sama tíma ná Breiðdælingar fjölgun upp á rúm 6% þannig að ekki eru öll sveitarfélögin í fjórðunginum að missa frá sér fólk.

Axel Þór Kolbeinsson, 16.2.2010 kl. 12:11

5 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

úr því að þið eruð að tala um fólksfækkun þarna fyrir austan.

þá langar mig að spyrja hver fólksfjölgunin var síðustu 5 árin á undan.

 og einnig hver er mismunur á milli fólksfjölda núna og 2000 t.d. 

Árni Sigurður Pétursson, 16.2.2010 kl. 21:47

6 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ef við tökum saman þau sveitarfélög sem sameinuðust í Fljótsdalshérað og svo Fljótsdalshreppur sér.  Miðum við 10 ára tímabil 1999-2009 þá varð fólksfækkun í Fljótsdalshreppi á tímabilinu en 18,5% fólksfjölgun á Fljótsdalshéraði.

Á sama tímabili fjölgaði íbúum á höfuðborgarsvæðinu um 16,9% og á landinu um rétt tæp 14%.

Axel Þór Kolbeinsson, 16.2.2010 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband