. - Hausmynd

.

Sambærilegt og hefur verið

Undanfarið ár eða svo hafa allar kannanir sýnt svipaðar niðurstöður, bæði varðandi heildarstuðning og andstöðu og einnig hvernig skoðanir skiptast á milli landshluta, aldurs, menntunar og fjölskyldutekna.  Samt sýnist mér í fljótu bragði að stuðningurinn við aðild minnki hjá þeim sem eru í hæsta tekjuflokknum frá fyrri könnunum.

Ekki er marktækur munur á milli kynja í þessari könnun, og ekki heldur á milli aldurshópa en andstaðan við aðild virðist vera minnst hjá fólki á milli 25-34 ára.

Þegar kemur að búsetu sjáum við sama mynstur og venjulega.  Í Reykjavík er 41% hlynnt aðild en 49% á móti, en þegar kemur að landsbyggðinni er ekki nema 25% hlynnt aðild og 64% andvíg.

Svipaða sögu er að segja um fjölskyldutekjur.  Því hærri sem þær eru því hlynntara er fólk aðild, þótt það virðist draga úr stuðningi hjá þeim sem hæst hafa launin, en þar eru hlynntir og andvígir nú orðnir jafn stórir hópar.

Varðandi menntun kemur það sama fram eins og venjulega; því meiri menntun sem fólk hefur því líklegra er að það styðji inngöngu í Evrópusambandið.

Eru þessar kannanir að segja okkur að velmenntaðir Reykvíkingar með háar tekjur vilji upp til hópa samlagast Evrópusambandinu?  Nei ekki alveg, en þó er það fólk líklegra til þess að styðja aðild en grunnskólamenntað verkafólk á landsbyggðinni.

Annað sem er áhugavert við þessa könnun er hver hörð andstaðan við inngöngu er, en 50,1% þeirra sem eru andvígir eru það alfarið á meðan 28,3% þeirra sem eru hlynntir aðild eru það alfarið.


mbl.is Meirihlutinn á móti ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband