. - Hausmynd

.

Bara 73.500 ár til næsta sólkerfis

Fjarlægðir úti í geimnum eru gríðarlegar.  Á þeim hraða sem Voyager 1 er á tekur það ekki "nema" 73.500 ár eða svo að ferðast sömu vegalengd og er héðan til næstu stjörnu.

 

[Voyager 1 er núna í 16 ljósklukkustunda fjarlægð frá okkur og hefur komist það á 34 árum.  Næsta stjarna er í 4,24 ljósára (37.168 ljósklukkustunda) fjarlægð frá okkur.  Ég gef mér meðalhraða upp á 0,5 ljósklukkustundir á ári.]


mbl.is Geimfar stendur undir nafni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, að auki þenst alheimurinn út á ógnarhraða.  Ætli Voyager nái nokkurn tíma til næsta sólkerfis - á svona gönguhraða?  

Kolbrún Hilmars, 16.12.2010 kl. 13:28

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég held að þenslan sé ekki eins hröð og sá hraði sem Voyager er á.  Hraða Voyager mætti frekar líkja við skriðhraða en gönguhraða svona þegar stóra myndin er skoðuð þrátt fyrir að vera á tæplega 60.000km/klst, því það er langt undir leyfilegum hámarkshraða í geimnum sem er 1.080.000.000km/klst.

Axel Þór Kolbeinsson, 16.12.2010 kl. 13:53

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þú reiknar ljóshraðann á 300.000km/sek, er hann ekki nær 340.000km/sek?

En samt, ef ljóshraðinn er leyfilegur hámarkshraði, þá þykir mér ekki mikið til koma 16,7km/sek hraða Voyagers.

Ég elska SF sem gerir ráð fyrir "jumps" til þess að stytta vegalengdirnar... :)

Kolbrún Hilmars, 16.12.2010 kl. 14:03

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Rétt tæplega 300.000km/sek (299.792,5km/sek).

Ég hef líka mikið gaman af Sci-fi.  Hugmyndin á bak við Warp drive sem var notuð í StarTrek gæti mögulega virkað miðað við fyrirliggjandi þekkingu.  Þar er nefninlega um að ræða að eðlisfræðilögmál (og alheimurinn í leiðinni) séu beygð en ekki brotin.

Til að setja hámarkshraða alheims í samhengi við það sem við þekkjum skulum við segja að ljóshraði sé ígildi 90km/klst og þá er Voyager á 0,005km/klst eða 50cm á klukkustund.

Axel Þór Kolbeinsson, 16.12.2010 kl. 14:21

5 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Bara til að bæta því við ef einhver hefur áhuga þá tekur það u.þ.b. 4,24 klukkutíma að keyra frá Reykjavík til Akureyrar á 90km/klst en tæki 73.500 klukkutíma á 0,005km/klst, eða yfir 8 ár.

Axel Þór Kolbeinsson, 16.12.2010 kl. 14:34

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ergo:  við höfum nú þegar náð ljóshraða á þjóðvegum hér innanlands - svona hlutfallslega

Kolbrún Hilmars, 16.12.2010 kl. 14:52

7 identicon

Ég elska SF sem gerir ráð fyrir "jumps" til þess að stytta vegalengdirnar... :)

SF. Meinarðu þá Samfylkinguna?

En um hraða Voyager, þá er það líka spurning hvort hann stefni á móti þenslu heimsins eða með henni.

Kristinn 16.12.2010 kl. 16:42

8 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Þenslan er nokkuð jöfn í fyrstu þremur víddunum, eða rúmi.  Eina leiðin til að fara gegn þensluni er með því að ferðast gegn henni í tíma.  Annars vekur spurningin þín upp þá hugsun að hugtök eins og hraði og vegalengdir eru afstæðar og fer alltaf eftir sjónarhorni okkar.  Lengi var talið að ljóshraðinn væri festan, en búið er að sýna fram á það að ljós getur ferðast hægar en ljóshraðinn.

Axel Þór Kolbeinsson, 16.12.2010 kl. 17:07

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, að ljós geti ferðast hægar en ljóshraðinn hlýtur að vera vegna tefjandi áhrifa öreinda í himinhvolfinu.  Eða - eins og Kristinn segir eða segir ekki - að þær ferðist gegn einhverju, td. þenslunni?

Hver sýndi fram á þetta - einhver kaóskenningafræðingurinn?

Kolbrún Hilmars, 16.12.2010 kl. 18:20

10 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það var dönsk vísindakona sem fyrst náði að hægja á ljósi með því að beina því í gegnum ofurkælt eðalgas.  Því miður man ég ekki hvaða gas það var né hver hraðinn var þótt mig minnir að hann hafi verið í kring um 150.000km/sek.

Hefur þú séð What the bleep do we know?  Ég mæli með henni og fleiri heimildarmyndir um vísindi sem er að finna á www.sprword.com

Axel Þór Kolbeinsson, 16.12.2010 kl. 19:09

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Var ekki líka búið að finna einhverjar  "eindir" sem fara hraðar en hefðbundið ljós?

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.12.2010 kl. 01:55

12 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það er kenning um hraðeindir (e. Tachyon) sem ferðast hraðar en ljóshraða, en ekki hefur verið sýnt hram á tilvist þeirra með mælingum.  Flestir eðlisfræðingar virðast hallast að tilvist þeirra þrátt fyrir það.

Eins var búið að sýna fram á að hægt er að flytja stöðu ljóseinda á "engum hraða" frá einni til annarar.  Þ.e. að ljóseind sem er "breytt" á einum stað flytur stöðu sína yfir á aðra á sama tíma - óháð fjarlægð.

Axel Þór Kolbeinsson, 17.12.2010 kl. 09:18

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Magnaður andskoti

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.12.2010 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband