. - Hausmynd

.

Aukin fréttaskýring

Internet Explorer 9 hefur verið fáanlegur í prufuútgáfu núna í einhverja mánuði og ég hef aðeins prófað hana heima við.  Persónulega er ég ekkert spenntur en ég lít á fullu útgáfuna þegar hún kemur út.  Þeir sem nota Windows XP eða eldri kerfi munu ekki geta sett upp IE9.

IE9 hefur sótt mikið í smiðju annarra vafraframleiðanda og útlitslega minnir hann á sambland Firefox, Chrome og Opera.  Mmesta vinnan hefur hinsvegar farið fram undir húddinu.  Sem dæmi keyrir JavaScript hraðar og kominn er stuðningur við html5.

Varðandi markaðshlutdeild vafra er staðan töluvert önnur hér innanlands en heimsmeðaltalið þar sem Firefox er mest notaði vafrinn samkvæmt statcounter með tæp 35% hlutdeild.  IE kemur þar á eftir með rúmt 31% og Chrome er með 22,6%.  Safari vafrinn sem er aðallega notaður af þeim sem eiga tölvur frá Apple kemur svo fjórði með tæp 10%, Opera með 1,4% og aðrir samtals með innan við 1%.


mbl.is Microsoft sviptir hulunni af Internet Explorer 9
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég er búinn að vera að prófa IE9 beta í nokkra mánuði og það voru hnökrar á honum eins og gefur að skilja með beta útgáfur.

Hins vegar setti ég upp RC útgáfuna í gær og hún lofar góðu. Að mínu mati besta útgáfan af IE hingað til. Það er hægt að nálgast RC útgáfuna á þessari slóð: http://www.beautyoftheweb.com/

Ég nota líka Firefox, Chrome og Opera daglega (vinn við forritun) og ég verð að segja að IE9 er kominn á þeirra stall. Microsoft hefur vandað sig við þessa útgáfu.

Sumarliði Einar Daðason, 11.2.2011 kl. 10:34

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sæll Sumarliði.

Ég er ekki búin að prófa RC-útgáfuna sjálfur.  Er með einhverja betaútgáfuna heima (ca. 2-3 mánaða gamla).  En miðað við þá sem hafa verið að gera úttektir á vöfrum, t.d. dailytech.com, þá lofar varinn góðu og þeir sem hafa verið að skoða vafrana gefið IE9 góða dóma.

Sjálfur nota ég FF3.6, Opera11 og Chrome9 daglega.  Ég vona að mozilla komi með eitthvað gott í FF4, sérstaklega ef þeir geta lagað minnisátið.

Axel Þór Kolbeinsson, 11.2.2011 kl. 10:42

3 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Tek undir það með þér varðandi Firefox - eins og hann er góður að öðru leyti. Ég rakst á grein (man ekki hvar) um IE9 þar sem minnisnotkuninni er sérstaklega hampað, sem og gróf nauðgun á örgjörva sem virðist nú tilheyra fortíðinni.

Sumarliði Einar Daðason, 11.2.2011 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband