. - Hausmynd

.

Hræðsluáróður III

Hræðsluáróðurinn fyrir samþykkt nýjustu Icesave-samninganna við Breta og Hollendinga að undanförnu hefur varla farið framhjá neinum. Eins og við var að búast er hann nokkurn veginn sá sami og okkur var boðið upp á þegar reynt var að fá okkur til þess að samþykkja Icesave II samningana og þar á undan Icesave I.

Það er kannski kaldhæðni að Icesave samningarnir núna eru nánast þeir sömu í aðalatriðum og hafnað var í þjóðaratkvæðinu fyrir ári síðan fyrir utan lægri vexti. Eins og áður er ætlast til þess að við samþykkjum að bera alla ábyrgð á málinu og tökum á okkur alla áhættu vegna þess. Var það vegna lægri vaxta sem Icesave II var hafnað?

Ýmislegt hefur verið reynt til þess að fá okkur til þess að samþykkja að borga Icesave og verður reynt. Þáverandi viðskiptaráðherra hótaði okkur því til dæmis fyrir rúmu ári síðan að ef við samþykktum ekki Icesave II myndi Ísland einangrast og verða Kúba norðursins. Háskólakennari nokkur í hagfræði hótaði okkur því af sama tilefni að engin lán fengjust til Íslands yrði Icesave II hafnað, krónan myndi hrynja niður í áður óþekktar lægðir og „lífskjör hrynja gjörsamlega“.

Ekkert hræðilegt gerðist hins vegar í kjölfar þess að Icesave II var hafnað sem rekja má til þess. Skuldatryggingarálagið á íslenska ríkið hefur lækkað mikið síðan, íslensk fyrirtæki hafa í auknum mæli getað fjármagnað sig erlendis á hagstæðum kjörum og skilningur á afstöðu okkar Íslendinga hefur stöðugt orðið meiri utan landssteinana.

Hræðsluáróðurinn fyrir ári rættist ekki og mun ekki heldur rætast nú.

 

Birtist fyrst í Morgunblaðinu 31. mars


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir þessa grein Axel, sem og greinina í dag.

Fólkið gegn ICEsave mun sigra.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.4.2011 kl. 20:34

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Þakka þér sömuleiðis Ómar, og ég færi þér viskí-flösku þegar ég kem austur næst.

Axel Þór Kolbeinsson, 5.4.2011 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband