. - Hausmynd

.

Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu

Áhugaverðar hugmyndir sveitarfélagana á höfuðborgarsvæðinu. En þær koma hvorki ríki né vegagerðinni við!

Vegagerðin hefur varið milljörðum í vegaumbætur á höfuðborgarsvæðinu, en með hreint út sagt heimskulegu skipulagi sumra sveitarfélaga hefur þeim tekist að breyta þjóðvegum í innanbæjarvegi eða skipulagt íbúðabyggð upp við þjóðvegi og svo er vælt yfir því að viðkomandi þjóðvegur sé of nálægt og það þurfi að færa veginn.

En sjáið svo til; sama dag og þessi grein sveitarstjóra er birt ásamt viðtali við sveitarstjóra stærsta sveitarfélagsins kemur gagnrýni frá strætisvagnstjórum um breytingar á vegakerfinu í því sveitarfélagi sem hamla verulega núverandi almenningssamgöngum og kosta líklega vel yfir milljarð, sem og gagnrýni þingmanna Reykjavíkur um áhugaleysi sveitarfélagsins um þá þjóðvegi sem liggja innan þeirra marka.

Nei, þótt þessar hugmyndir um bættar almenningssamgöngur séu góðra gjalda verðar, þá verða þær að vera fjármagnaðar af þeim sveitarfélögum sem koma þar að en ekki ríkinu að nokkru leiti.

Það er svo von mín að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu fari í skipulagsvinnu með hugmyndir um nokkurra áratuga framtíðarsýn sem rýrir ekki hlutverk þjóðveganna, sem og að vegagerðin feli sveitarfélögunum í hendur þá þjóðvegi sem eru í raun ekkert annað en innanbæjarvegir.

Ég er búsettur í Reykjavík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband