. - Hausmynd

.

Um innflytjendur og fordóma á Íslandi

Vegna ţeirra tveggja skýrslna [1] [2] sem hafa nú komiđ út um málefni innflytjenda og LGBT... einstaklinga ţá langar mig ađ tjá mig um ţađ sem snýr ađ innflytjendum.

Í tćpa tvo áratugi hef ég veriđ viđlođandi innflytjendur frá öllum heimshornum.  Ég hef átt í persónulegum tengslum viđ ţađ ágćta fólk og unniđ lítillega ađ réttindum ţeirra ţannig ađ ég hef örlitla innsýn í ţeirra heim.  Ég verđ ađ taka undir međ ţessum skýrslum ađ helsta hindrun ţeirra í ađ samlagast ţví fólki sem fyrir er á ţessari eyju er skortur á tungumálakennslu, skortur á ađ kynna ţeim sín réttindi og skyldur, og svo viđmót almennings.

Međ auknu hlutfalli innflytjenda verđum viđ ađ taka okkur á, ţví ef ekkert er ađ gert munum viđ gera sömu mistök og skandínavísku ţjóđirnar. Ţeirra mistök leiddu til félagslegrar einangrunar innflytjenda og myndunargettó hverfa. Ţar hafa börn ţeirra svo alist upp viđ verri ađstćđur en innfćdd“ börn og enda ţau oft í gengjum vegna reiđi og vonbrigđa međ samfélagiđ og ójafnra tćkifćra.  Hér höfum viđ enn ekki séđ ţetta gerast ađ ráđi ţótt hćsta hlutfall innflytjenda á höfuđborgarsvćđinu búi í Breiđholtshverfi.

Hvađ varđar fordóma ţá er miklu meira um ţá í íslensku samfélagi en flestir gera sér grein fyrir.  Ađ stórum hluta koma ţeir vegna ţess samfélags sem fólk elst upp í og fáir spyrja sjálfa sig ađ ţví hvort ţađ sem innprentađist í ćsku eigi rétt á sér.

Ađ mínu mati eru Múslimar, Asíubúar og Grćnlendingar ţađ fólk sem verst finna fyrir fordómum ţótt ţađ eigi viđ um alla ađra, ţar á međal fólk sem er fölt á hörund og kemur frá ríkjum sem flestir tengja viđ kristna trú.

Ágćtu íbúar ţessa lands og stofnanir okkar.  Viđ ykkur vil ég segja ađ viđ verđum ađ taka okkur alvarlega á, lćra af mistökum annarra ţjóđa og kveđa niđur fordóma - ekki međ illu, heldur međ umburđarlyndi og góđmennsku í hjarta benda fólki á hver misskilningur ţeirra sé, ţví viđ viljum jú flest koma fram viđ ađra eins og viđ viljum ađ komiđ sé fram viđ okkur.

Ađ lokum hvet ég fólk, og ţá sérstaklega innflytjendur og afkomendur ţeirra, ađ tjá sína skođun hér fyrir neđan. Hér eru allir jafn réttháir og enginn ţarf ađ gefa upp nafn eđa póstfang. Vegna eđlis ţessarar fćrslu mun ég ţó bregđa út af mínum vana og loka fyrir ţá sem eru međ ómálefnalegt skítkast.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband