. - Hausmynd

.

Bréfið í heild sinni

Ég birti hér fyrir neðan bréfið í heild sinni.  Ég býst ekki við því að Gunnar hafi mótbárur gegn því.

 

Ágætu alþingismenn.

 

Hér er mat mitt á því hvert stefnir í málefnum Íslands – og ég bið forláts á því að tala hreint út:

 

1.  Að óbreyttu mun Seðlabanki Íslands nota lánsfjármagnaðan gjaldeyrisvarasjóð til að stabílisera gengi krónunnar þegar höftum er aflétt og eigendur nokkur hundruð milljarða innilokaðra króna umbreyta þeim í gjaldeyri.

 

Miðað við dollargengi 125, þá myndu t.d. 500 milljarðar slíkra króna jafngilda 4 milljörðum dollara.

 

Af hverju myndu stjórnvöld velja þennan kost?

 

Jú, án inngripa SÍ myndi gengi krónunnar hríðfalla (a.m.k. um sinn), framkalla verðbólguskot og meðfylgjandi stórhækkun verð- og gengistryggðra lána heimila og fyrirtækja.

 

Er þá ekki ráð að afnema verð- og gengistryggingu lána?

 

Jú - en stjórnvöld setja hagsmuni fjármagnseigenda ofar hagsmunum heimila og fyrirtækja.

 

2.  Að óbreyttu mun Ísland því umbreyta krónuskuldum við erlenda spekúlanta í gjaldeyrisskuldir við AGS o.fl.

 

M.ö.o., Ísland fer úr öskunni í eldinn.

 

3.  Hollenskur ráðherra segir Ísland vel geta staðið undir Icesave greiðslunum.

 

Staðreyndin er þessi:

 

Harvard prófessor Kenneth Rogoff, fyrrverandi aðalhagfræðingur AGS, sagði í viðtali við RÚV fyrr á árinu að það væri nær fordæmalaust að þjóðir gætu staðið undir erlendri skuldsetningu af stærðargráðunni 100 – 150%.

 

Erlend skuldastaða Íslands án Icesave er 233% ef marka má nýlegar tölur SÍ.

 

4.  Alþingi hefur verk að vinna.

 

Virðingarfyllst,

 

Gunnar Tómasson, hagfræðingur

 

Að síðustu vil ég benda á síðustu færslu mína varðandi mótmælafund Barna Íslands.


mbl.is Krónuskuld í gjaldeyrisskuld við AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er agalegt ástand, nú verður fólk bara að stöðva þennan skríl á alþingi.

Gullvagninn 20.10.2009 kl. 12:39

2 identicon

Þetta þarf að stoppa strax. Þau ætla sér að drepa fjárhag íslendinga í annarlegum tilgangi!

Geir 20.10.2009 kl. 12:58

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Þið verðið bara að láta sjá ykkur á Austurvelli á morgun.  Það er ágætis byrjun.

Axel Þór Kolbeinsson, 20.10.2009 kl. 15:01

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Það þarf að koma þeim frá forsetanum og Samfylkingunni.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 20.10.2009 kl. 23:58

5 identicon

Takk fyrir bréfið.

Karl Jóhann Guðmundsson 21.10.2009 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband