. - Hausmynd

.

Greining

Ég var búinn að lofa ítarlegri greiningu og hér kemur hún.

Byrjum á að skoða landið allt:

  • Framsóknarflokkur = 9 þingmenn (sama og í dag)
  • Sjálfstæðisflokkur = 22 þingmenn (+6)
  • Samfylking = 16 þingmenn (-4)
  • VG = 16 þingmenn (+2)

Kjördæmin.

NV (9 þingmenn):

  • Framsóknarflokkur = 2 þingmenn (±)
  • Sjálfstæðisflokkur = 3 þingmenn (+1)
  • Samfylking = 2 þingmenn (±)
  • VG = 2 þingmenn (-1)

NA (10 þingmenn):

  • Framsóknarflokkur = 2 þingmenn (±)
  • Sjálfstæðisflokkur = 3 þingmenn (+1)
  • Samfylking = 2 þingmenn (-1)
  • VG = 3 þingmenn (±)

Suður (10 þingmenn):

  • Framsóknarflokkur = 2 þingmenn (±)
  • Sjálfstæðisflokkur = 4 þingmenn (+1)
  • Samfylking = 2 þingmenn (-1)
  • VG = 2 þingmenn (+1)

SV (12 þingmenn):

  • Framsóknarflokkur = 1 þingmann (±)
  • Sjálfstæðisflokkur = 5 þingmenn (+1)
  • Samfylking = 3 þingmenn (-1)
  • VG = 3 þingmenn (+1)

Rey-Suð: (11 þingmenn):

  • Framsóknarflokkur = 1 þingmann (±)
  • Sjálfstæðisflokkur = 4 þingmenn (+1)
  • Samfylking = 3 þingmenn (-1)
  • VG = 3 þingmenn (+1)

Rey-Norð (11 þingmenn):

  • Framsóknarflokkur = 1 þingmann (±)
  • Sjálfstæðisflokkur = 3 þingmenn (+1)
  • Samfylking = 4 þingmenn (±)
  • VG = 3 þingmenn (±)

Þetta er afleit staða þar sem SF+VG halda eins tæpum meirihluta og hægt er að hugsa sér (32).  Ef kosningar færu svona væru þrír raunhæfir stjórnarmöguleikar; Sjálfstæðisflokkur+VG (38), Sjálfstæðisflokkur+Samfylking (38) eða Framsókn+Samfylking+VG (41).

Eitt er þó sem hefur áhrif á þessa könnun Capacent er sú staðreynd að VG mælast alltaf hærri í skoðanakönnunum en þau fá upp úr kjörkössunum, og Framsókn mælist alltaf minni er þau fá.

Það að 14% segist ekki ætla að kjósa eða skila auðu og 12% neiti að svara er ekki óvenjuhátt hlutfall, en þó eitt það mesta frá síðustu kosningum.

 

En snúum okkur að vefkönnun minni og sjáum hvernig hún passar við könnun Capacent.  Fyrst skulum við taka út öll þau atkvæði sem falla á annað en fjórflokkinn til þess að hafa hreinan samanburð:

  • Framsóknarflokkur = 12 þingmenn (+3)
  • Sjálfstæðisflokkur = 22 þingmenn (±)
  • Samfylking = 16 þingmenn (±)
  • VG = 13 þingmenn (-3)

Hjá mér virðist "trendið" hjá VG og Framsókn vera öfugt við það sem gerist hjá Capacent, en líklega er það til marks um minn lesendahóp.  En annað sem einkennir minn lesendahóp er það að þeir hafa meiri vitneskju um aðrar stjórnmálahreyfingar.  Skoðum hvernig atkvæðin hjá mér skiptast.

Samtals bárust 2571 atkvæði sem skiptast svo:

  • Framsóknarflokkurinn = 353 atkvæði eða 13.73% og 10 þingmenn
  • Sjálfstæðisflokkurinn = 609 atkvæði eða 23.69% og 18 þingmenn
  • Frjálslyndi Flokkurinn = 30 atkvæði eða 1.17%
  • Borgarahreyfingin = 27 atkvæði eða 1.05%
  • Lýðræðishreyfingin = 10 atkvæði eða 0.39%
  • Samfylkingin = 469 atkvæði eða 18.24% og 13 þingmenn
  • VG = 359 atkvæði eða 13.96% og 10 þingmenn
  • Hreyfingin = 83 atkvæði eða 3.23%
  • Samtök Fullveldissinna = 242 atkvæði eða 9.41% og 7 þingmenn
  • Kristin stjórnmálasamtök = 73 atkvæði eða 2.48%
  • Besti flokkurinn (Jón Gnarr) = 183 atkvæði eða 7.12% og 5 þingmenn
  • Annað ef það væri í boði = 133 eða 5.17%

Við útreikningu á þingmannafjölda hvers framboðs geri ég ráð fyrir að liðurinn "annað" skili sér í auðum og ógildum.

Nær allt fylgið við Besta flokk Jóns Gnarr kom inn á tæpum tveim sólahringum en lítið eftir það, þannig að hægt er að gefa sér að raunfylgi yrði töluvert lægra.  Einnig má færa rök fyrir því að hátt hlutfall þeirra sem lesa hjá mér bloggið séu stuðningsmenn Samtaka Fullveldissinna og því mætti minnka það fylgi eitthvað líka.

Í lokin langar mig að setja hér fram mína spá um skiptingu gildra atkvæða ef kosið yrði fljótlega:

  • Framsókn = 13.39% og 9 þingmenn (±)
  • Sjálfstæðisflokkur = 26.8% og 20 þingmenn (+4)
  • Samfylking = 21.72% og 16 þingmenn (-4)
  • VG = 17.95% og 13 þingmenn (-1)
  • Samtök Fullveldissinna = 7.44% og 5 þingmenn (+5)
  • Besti flokkurinn = 4.83%
  • Hreyfingin = 3%
  • Frjálslyndi flokkurinn = 2.51%
  • Kristilegt stjórnmálaafl =2.36%

Spá

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband