. - Hausmynd

.

Pierre

Fyrir viku síðan tók ég puttaferðalang við Litlu kaffistofuna sem vantaði far til Hveragerðis.  Lítið mál það.  Hann hafði áhuga á að ferðast aðeins um landið, en var tjaldlaus og peningalítill.  Ég ræddi töluvert við hann og bauð honum að gista um nóttina.

Pierre þessi er mikill ævintýramaður og hefur ferðast töluvert um Evrópu, en hann kemur frá Quebec í Kanada.  Ég og frúin ráðlögðum honum aðeins varðandi hvert og hvernig hann gæti ferðast og sögðum honum að hafa samband við okkur ef honum vantaði einhverja aðstoð.  Á föstudaginn bankaði hann upp á hjá okkur, hafði þá komist á puttanum austur að jökulsárlóni og til baka, og tilkynnti okkur að hann vildi elda fyrir okkur.  Úr varð að hann gisti aftur þá nótt, og svo í gær sóttum við hann til Reykjavíkur þar sem hann gisti hjá vinafólki og fórum með hann á Þingvelli og upp í Haukadal og buðum honum gistingu aftur nú í nótt.  Í morgunsárið rölti hann niður að þjóðveg til að fá far til Reykjavíkur.

Við það að taka puttaferðalang upp í höfum við vingast við ágætan mann, víkkað skilning hans á íslensku þjóðarsálinni og við kynnst hugarfari franskra kanadamanna að hluta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Axel Þór; æfinlega !

 Sýnir aðeins; veglyndi - sem drenglyndi ykkar hjóna.

Og vitanlega; víkka þessi samskipti, sjóndeildarhring ykkar, ekki síður en hins Frakknesk ættaða Kanadamanns, í leiðinni. Þurfum; að stórefla tengslin, þangað vestur, í komandi framtíð, fornvinur góður.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason 25.10.2010 kl. 12:03

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Þakka þér hlý orð Óskar.

Axel Þór Kolbeinsson, 26.10.2010 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband