. - Hausmynd

.

Pælingar um kosningaþátttöku

Margir hafa lýst yfir vonbrigðum með slaka kosningaþátttöku og hafa ótal margar skoðanir komið fram hvers vegna hún sé eins slök og ber vitni.  Ég hallast helst að því að margir hafi ekki haft tíma né nennu til að kynna sér frambjóðendur og hafi því tekið þá ákvörðun að mæta ekki til þess að gefa ekki þjóðþekktum einstaklingum meira vægi.  Vissulega eru ástæðurnar fleiri, en þetta gæti verið stór þáttur.

En það er samt svo að við sem erum lítið sem ekkert þekkt í þjóðfélaginu höfum núna meiri líkur á að ná kjöri en ella.  Þetta gerir úrslitin í raun meira spennandi því annars hefðu sætin 25 líklegast fallið í skaut þeirra sem oftast eru í fjölmiðlum sem álitsgjafar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki ósennilegt að allur þessi fjöldi af fólki hafi haft áhrif,fólki hafa bara fallist hendur og sennilega alltof stuttur tími til að kynna sér almennilega hvað einstaklingar stóðu fyrir. En þetta kerfi þ.e einstaklingskjör er vonandi það sem koma skal í öðrum kostningum hér á landi.

Sigurður Freyr Egilsson 30.11.2010 kl. 16:53

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ástæðan fyrir lélegri kjörsókn er náttúrulega margþætt og fjöldi frambjóðenda og illskiljanlegt kosningakerfi hefur átt sinn stóra þátt í því.

Annars er ljóst að spá mín um að minna þekkt fólk kæmist inn í meira mæli ekki staðist.

Axel Þór Kolbeinsson, 1.12.2010 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband