. - Hausmynd

.

Við þjóðaratkvæðagreiðslu skyldi horfa til sögunnar.

Þegar til þjóðaratkvæðagreiðslu kemur um stór mál sem hafa í för með sér varanlega breytingu á stjórnskipulagi þjóðar er eðlilegt að líta til þeirrar síðustu.

Síðasta þjóðaratkvæðagreiðsla um málefni sem breytti stjórnskipulagi á Íslandi var þjóðaratkvæðagreiðslan um afnám sambandslaganna frá 1918.  Í 18.gr. þeirra laga er farið yfir þau skilyrði sem þurfti svo sátt gæti verið um svo stórt og víðtækt mál, en greinin hljómar svo:

 

Eftir árslok 1940 getur ríkisþing og alþingi hvort fyrir sig hvenær sem er krafist, að byrjað verði á samningum um endurskoðun laga þessara.

Nú er nýr samningur ekki gerður innan 3 ára frá því að krafan kom fram, og getur þá ríkisþingið eða alþingi hvort fyrir sig samþykt, að samningur sá, sem felst í þessum lögum, sje úr gildi feldur. Til þess að ályktun þessi sje gild, verða að minnsta kosti ⅔ þingmanna annaðhvort í hvorri deild ríkisþingsins eða í sameinuðu alþingi að hafa greitt atkvæði með henni, og hún síðan vera samþykt við atkvæðagreiðslu kjósenda þeirra, sem atkvæðisrjett hafa við almennar kosningar til löggjafarþings landsins. Ef það kemur í ljós við slíka atkvæðagreiðslu, að ¾ atkvæðisbærra kjósenda að minsta kosti hafi tekið þátt í atkvæðagreiðslunni og að minsta kosti ¾ greiddra atkvæða hafi verið með samningsslitum, þá er samningurinn fallinn úr gildi.

 

Hér er fordæmi og leiðarvísir þjóðar að samskonar þjóðaratkvæðagreiðslu, og í takt við lýðveldishefðir á Íslandi og í Evrópu.

 

 

Viðbót:  Hægt er að nálgast sambandslögin hér.


mbl.is Fyrstu umræðu um ESB-tillögu lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þeir voru nú ekki alveg skyni skroppnir hér áður fyrr.    

Fordæmið er tvímælalaust; úr því 3/4 kjósenda þurfti til að samþykkja stofnun lýðveldisins á sínum tíma, þá ætti að vera sjálfsagt að sama hlutfall þyrfti til þess að afnema hið sama lýðveldi. 

Kolbrún Hilmars, 29.5.2009 kl. 16:08

2 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Góð ábending.

Þetta fordæmi er mjög til eftirbreytni. Nú er spurning hvort þetta sé lagalegt fordæmi sem geri kröfu um aukinn meirihluta bæði á þingi og í þjóðaratkvæði í þessu ESB máli.

Mikið væri það gott.

Frosti Sigurjónsson, 29.5.2009 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband