. - Hausmynd

.

Gjáin að breikka á milli höfuðborgar og landsbyggðar?

Heimssýn fékk Capacent-Gallup til að gera fyrir sig könnun þar sem meðal annars er spurt hversu mikla eða litla áherslu fólki finnist að ríkisstjórnin eigi að leggja á aðildarviðræður við ESB.

Ég tók saman greininguna í svörum eftir búsetu, fjölskyldutekjum og menntun og setti upp í einföld súlnarit.

 

Búseta

 

Menntun

 

Fjölskyldutekjur

 

Miðað við þessa greiningu leggja háskólmenntaðir höfuðborgarbúar með fjölskyldutekjur yfir 1.000.000kr mesta áherslu á aðildarviðræður, en landsbyggðarfólk með fjölskyldutekjur undir 400.000kr og minni menntun en háskólapróf minnsta áherslu á aðildarviðræður.

Könnunin öll er aðgengileg hér(pdf).

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Evrópusambandssinnar segja inngöngu í Evrópusambandið til þess að bjarga heimilunum í landinu. Samkvæmt þessari könnun eru þeir sem eru með lágar og meðaltekjur ekki beinlínis að kaupa það. Mestur stuðningur er hins vegar við inngöngu hjá þeim sem eru með yfir milljón á mánuði.

Hjörtur J. Guðmundsson, 3.6.2009 kl. 11:01

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég hef skoðað greiningarnar á svörum fólks þegar spurt er um ESB.  Það er sama "trend" sem sést greinilega í þeim öllum.

Þeir sem eru hlynntir ESB (aðild, aðildarviðræður o.sv.frv):

  • Höfuðborgarbúar
  • Háskólamenntað
  • Með háar tekjur
  • Á miðjum aldri
  • Fagfólk hjá hinu opinbera og listafólk

Þeir sem eru á móti ESB (aðild, aðildarviðræður o.sv.frv):

  • Landsbyggðarfólk
  • Með framhaldsskólamenntun eða minna
  • Með lægri tekjur
  • Yngstu og elstu aldurshóparnir
  • Nemar
  • Vinnur í landbúnaði, tengdu sjávarútvegi og ófaglært fólk í þjónustugeiranum
Annarsstaðar er munurinn lítill eða jafnvel enginn.

Axel Þór Kolbeinsson, 3.6.2009 kl. 14:27

3 Smámynd: Sigurbjörn Svavarsson

Þetta eru athyglisverðar niðurstöður. Næst þarf að spyrja um nettó eignir. Þetta er ekki bara um Reykjavík versus landsbyggðina. Efnafólkið, háskólafólkið, fagfólk hjá hinu opinbera og listafólk býr í Reykjavík.

Þessir hópar eru þeir sem mest frá frá ESB, í gegnum ýmis verkefni sem ESB styrkir. Þetta eru líka þeir sem eru á móti orkufrekum iðnaði. Þetta eru ekki atvinnurekendur heldur launaðir sérfræðingar í háskólum, stofnunum og bönkum og efnafólk.

Skyldi það vera að þeir sem mest mega sín, eiga mest, liggi á að komast með eignir sínar út úr landi í evrur. 

Sigurbjörn Svavarsson, 3.6.2009 kl. 14:59

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er ágæt sundurliðun, Axel Þór.

Ég haf'i komizt að svipaðri niðurstöðu i gær, þegar ég lá yfir könnuninni útprentaðri og var að undirbúa mig fyrir smá-erindi í Útvarpi Sögu í dag kl. 12.40. Það er sláandi, að fólk með yfir milljón á mánuði (og langskólamenntun) er æstast í aðildarviðræður, en alþýða fólks alls ekki. Þetta skýrir líka ástandið í fjölmiðlum, þar sem innlimunarsinnar fá alls staðar forgang, sitja að þáttagerðastörfum, s.s. á Rás 1 kl. 11 og 13 á laugardögum, Gunnar í Speglinum daglega og Silfur-Egill. Það alvarlega er ekki, að þeir hafi afstöðu, heldur að þeir handvelja í þættina mjög oft aðra sömu skoðunar í þessu máli og koma sjálfir upp um afstöðu sína með leiðandi spurningum o.s.frv. Það mætti halda á þeim þáttum, að þjóðin sé frekar með Evrópubandalaginu, þótt hún sé í reynd áhugalítil um það (einungis 21,9% mjög áhugasamir), og þarna sjáum við þá ekkert minna en gjá milli launaðra álitsgjafa og fjölmiðlunga landsins og þeirra ríku og langskólagengnu í Reykjavík annars vegar – og hins vegar fólks með lágar fjölskyldutekjur (20,2% vilja mjög mikla áherzlu á EB-aðildarviðræður af fólki [57 manns] með undir 250 þús. í fjölskyldutekjur og 15,4% af hinum rúmlega þrefalt stærri hóp fólks [174 manns] með 250–399 þús. kr. fjölskyldurtekjur).

Þessi staðreynd sýnir um leið misnotkun hinna ríkari á aðstöðu sinni til áróðurs, ekki aðeins til að koma sinni skoðun á framfæri og velja með sér jábræður til verksins, heldur sannar þetta einnig falsanir þeirra og ósannsögli, þegar þeir láta sem EB-innlimunarhyggjan sé tízka dagsins og njóti almenns stuðnings í landinu. Svo er alls ekki.

Og það athyglisverða við þessa könnun er ennfremur, að þrátt fyrir að áhugaleysið á aðildarviðræðum sé heldur sterkara (44,3%) heldur en áhuginn (41,9%), þá er í 1. lagi langtum sterkari áhugi á lausnum á fjárhagsvanda heimila og fyrirtækja í landinu meðal alls þorra fólks (sjá grein mína og könnunina), og í 2. lagi er miklu meira um sterka meiningu hinna mjög svo áhugalausu (32,3%) um aðildarviðræður heldur en hinna (21,9%) sem sýna mjög mikinn áhuga á aðildarviðræðum við EB. Og eins og ég nefni í grein minni og víðar, er það í fullu samræmi við niðurstöðu fleiri kannana.

Með samstöðukveðju,

Jón Valur Jensson, 5.6.2009 kl. 10:55

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kærar þakkir fyrir þetta Axel. Mjög athyglisvert.

Þetta var þá ekki annað en lúxus hobbý-snobb áhugamál hjá hæstlaunuðu 101víkingum eins og verjulega.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 5.6.2009 kl. 18:01

6 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Er það ekki frekar efnahagur og væntingar um bitling í boði ESB sem ræður skiptingunni.

Ísleifur Gíslason, 7.6.2009 kl. 12:48

7 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Axel!!! Ég kemmst ekki á fundin í kvöld.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 7.6.2009 kl. 15:46

8 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ekkert mál Högni.  Þú fylgist samt vonandi með.

Axel Þór Kolbeinsson, 7.6.2009 kl. 15:47

9 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég reyni það.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 7.6.2009 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband