. - Hausmynd

.

Meira um skoðanakönnun

Núna eru 495 búnir að taka þátt í skoðanakönnun minni um fylgi stjórnmálahreyfinga og því er hún byrjuð að taka á sig réttari mynd, þótt netkannanir séu aldrei marktækar.

  • Framsóknarflokkur   15,76%
  • Sjálfstæðisflokkur   21,62%
  • Frjálslyndi flokkurinn   2,83%
  • Hreyfingin   2,02%
  • Kristin stjórnmálasamtök  3,43%
  • Samtök Fullveldissinna   14,55%
  • Borgarahreyfingin  2,22%
  • Lýðræðishreyfingin   0,61%
  • Samfylkingin 16,97%
  • VG  14,34%
  • Annað  5,66%

Ef við göngum út frá því að annað verði ekki í boði þannig að þessi 5,66% mæti ekki á kjörstað eða skili auðu yrðu úrslit eftirfarandi:

  • Framsóknarflokkur   16,70% gildra atkvæða og 12 þingmenn
  • Sjálfstæðisflokkur   22,91% gildra atkvæða og 16 þingmenn
  • Frjálslyndi flokkurinn   3,00% gildra atkvæða og engann þingmann
  • Hreyfingin   2,14% gildra atkvæða og engann þingmann
  • Kristin stjórnmálasamtök  3,64% gildra atkvæða og engann þingmann
  • Samtök Fullveldissinna 15,42% gildra atkvæða og 11 þingmenn
  • Borgarahreyfingin  2,36% gildra atkvæða og engann þingmann
  • Lýðræðishreyfingin 0,64% gildra atkvæða og engann þingmann
  • Samfylkingin 17,99% gildra atkvæða og 13 þingmenn
  • VG  15,20% gildra atkvæða og 11 þingmenn

Ég gef mér skiptingu atkvæða á milli kjördæma sem er byggð á hlutfallslegri skiptingu í síðustu kosningum, en gef mér mínar eigin forsendur fyrir skiptingu fylgis Samtaka Fullveldissinna og Kristina stjórnmálasamtaka.  Atkvæðavægi á milli kjördæma má sjá hér:

Hér eru þingmenn fyrir hvert kjördæmi:

112.jpg

Að lokum er svo mynd af skiptingu þingsæta:

495.png

Endilega takið þátt í skoðanakönnuninni.  Ég vil sjá hvernig þetta kemur út þegar komin eru 1000 svör.  Hér er eldri færsla um skoðanakönnunina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er enn stórhætta á því að sjálfstæðisflokkurinn kæmist til valda,maður veit ekki enn hvað verður um vg hvort það verður klofningur þá gæti hugsanlega orðið samstarf D B og klofnings frá vg til að evrópumálin icesave og imf fari ekki með allt til fjandans hérna.

 Hljómar kannski neikvætt en það er ekki mikið svigrúm til jákvæðni eins og allt er akkúrat núna.

Sigurður 7.10.2009 kl. 14:32

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég held ekki að VG muni klofna, en það gæti orðið hallarbylting innan flokksins.  Sjálfstæðisflokkurinn gæti þó klofnað, en ekki á meðan hann er í stjórnarandstöðu.  Sama er hægt að segja um Samfylkinguna en hún þyrfti að vera í stjórnarandstöðu til að klofna.

Ef að núverandi stjórn heldur ekki, þá myndi ég styðja minnihlutastjórn VG og Framsóknar fram að kosningum.

En við skulum bara vona Sigurður, að Samtök Fullveldissinna og önnur lítil framboð fái góða kosningu svo hægt væri að mynda stjórn án Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hið minnsta.

Axel Þór Kolbeinsson, 7.10.2009 kl. 14:39

3 identicon

Mér finnst sennilegt að allt verði gert til að núverandi ríkisstjórn haldi velli en það fer líkalega mikið eftir því hvernig icesave þróast.

Held að þjóðstjórn sé vonlaus kostur það er bara of mikið ósætti með gang mála til að það gæti virkað.

Það er vonandi að hægt verði að mynda mikla fjölbreytni í næstu kostningum hvenær svosum þær verða og að nýtt og ferskt blóð komist að,en það var reynt í síðustu kostningum og sú tilraun reyndist ekki vel og útundan mér hef ég heyrt að það framboð þyki bara hlægilegt núna og einstaklingarnir sem komust inná þing hafi ekki mikinn trúverðuleika.

En næsta tilraun verður vonandi betri því það þarf breytingar og þær þurfa að vera róttækar og þeir flokkar sem hafa verið eru bara ekki tilbúnir að framkvæma neitt slíkt,sennilega vegna þess að þeir eða einstaklingar innan þeirra munu tapa perónulega á því,því að alltof margir af þeim hafa óheilbrigð tengsl í því sem þarf að breyta.

Sigurður 7.10.2009 kl. 14:58

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég er sammála þér með þjóðstjórnina Sigurður.  Það er ekki séns að það myndi ganga upp núna, þótt það hefði líklega gengið fyrir ári síðan.  Ef núverandi stjórn springur, einhverra hluta vegna, eru fáir raunhæfir möguleikar í stöðunni.  Minnihlutastjórn VG og Framsóknar gæti gengið á meðan væri verið að undirbúa kosningar.  Meirihlutastjórn VG, Framsóknar og Íhalds gæti gengið ef VG væru tilbúnir til þess - sem þeir eru ekki.  Samfylking og Framsókn geta ekki verið saman í stjórn eins og er.  Kratar og íhaldsmenn munu ekki vinna saman næstu kjörtímabilin vegna þess hvernig fór með síðustu stjórn þeirra.

Varðandi Borgarahreyfinguna og lætin þar í kring þá held ég að þeirra stærstu mistök hafi verið að hafa ekki klárað innri málefni áður en þau fóru í framboð.  Þetta bauð upp á opinberar deilur innan hópsins.  Eins leit það þannig út fyrir mér að ákveðinn hópur hafi verið flugumenn úr fjórflokknum, þó mest Samfylkingunni.  Ég hef ekkert nema gott að segja um konurnar í Hreyfingunni, en get ekkert sagt um Þór og Þráinn.

Axel Þór Kolbeinsson, 7.10.2009 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband