. - Hausmynd

.

Sáttartillaga mín

Ég legg til að stjórnmálaflokkarnir sættist á að leyfa lögunum að renna sinn farveg þannig að þjóðin geti fellt lögin 70/30 hið minnsta og sættist svo um að segja bretum og hollendingum að þeir verði bara að sækja málið fyrir dómstólum.  Þetta gæti þá fengið að vera prófmál um ýmsar samevrópskar reglur.  Það er ástæða fyrir því að lög og dómstólar eru til.

Í það minnsta yrði ég sáttur.


mbl.is Torsótt sátt um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Innilega sammála þér Axel, þetta er þess eðlis að það á ekki að koma annað til greina en Dómstólaleiðinn með þetta Icesave.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.1.2010 kl. 09:04

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég er ekki viss um að hækjur bankakerfisins, stjórnmálamenn allra landa, kvitti undir þetta.  Ég spái því að stjórnmálamenn Evrópu eigi eftir að finna samningsflöt á milli Íslands, Bretlands og Hollands áður en til þjóðaratkvæðagreiðslu kemur. 

Þeim hryllir nú þegar við tilhugsuninni um prófmál og þeirri almennu samstöðu sem þjóðinni hefur verið sýnd í fjölmiðlum erlendis.  Eins hefur það verið hjákátlegt að sjá íslenska stjórnarþingmenn útlista hvað erlendir sérfræðingar sem tala máli Íslands fara með mikla vitleysu vegna vankunnáttu.

Magnús Sigurðsson, 12.1.2010 kl. 09:27

3 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Sammála þér Axel, enga samninga fyrr en þjóðin hefur talað.

ÁFRAM ÍSLAND, EKKERT Icesave, Við segjum NEI !

Ísleifur Gíslason, 12.1.2010 kl. 12:13

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Axel. Hver er staða okkar núna til samninga á frisamlegum nótum við umheiminn? Ég er friðarsinni umfram allt. Stór hluti af þeim sem sitja á þingi eru þvældir inn í svikin. Er staðan sterk útávið miðað við það?

Við höfum ekki góða reynslu af lögfræði-þetta og hitt. Nú þurfum við að hugsa út fyrir lögfræði-kassan með allt sitt svindl bæði hér og erlendis. Mannlegi þátturinn er ekki inni í lögfræðinni. Það eru til fleiri en ein leið til að halda sjálfstæði, sérstaklega hjá þjóð sem er með allt niður um sig í spillingar-rugli og stendur á veikum grunni þegar kemur að réttlætis-skilningi. Allir ganga lausir í villta vestri Íslands???

Við berum ábyrgð á gjörðum landsins sama hvað allir lögfræðingar heims segja. Að ætla að fara í ESB á svona grunni er alþjóðleg opinberun á ábyrgðarleysi eða skilningsleysi þeirra sem það vilja við þessar aðstæður. Það finnast aðrar leiðir til að brjótast frá brengluðum, ósanngjörnum og svikulum þjónum Íslenska svika-auðvaldsins.

Sameinuð stöndum við og sundruð föllum við.

Valdagræðgi, hefnd og hatur verður að víkja núna fyrir réttlæti og sanngjirni fyrir þjóðina alla og góð samskipti við umheiminn. Nú er það þjóðin sem skiptir máli en ekki flokkarnir. Ef við skiljum það ekki getum við gleymt öllu sem heitir sjálfstæði. M.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.1.2010 kl. 18:01

5 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég vil þakka ykkur öllum fyrir athugasemdirnar, en ég vil sérstaklega svara athugasemd Önnu Sigríðar.

Eins og ég sé stöðuna núna er lítill vilji til samninga, en það gæti breyst fljótlega ef stjórnmálamenn bæði hér heima og úti finna þann vilja hjá almenningi.  Hvort okkur Íslendingum sé siðferðislega skylt að semja er annar handleggur sem hver verður að gera upp við sjálfa/n sig.

Lög eru aftur grunnreglur hvers samfélags og eru flest skrifuð þannig að hinn almenni borgari geti lesið þau, þótt það hafi versnað í seinni tíð sem og lagalegur skilningur á hinum ýmsustu orðum.  Vandamálið hér á landi hefur verið sá að fólk reynir að fara framhjá lögunum, þar á meðal fulltrúar okkar á þingi.  Eins eru lög okkar helsta vopn til að fá það í ljós hvort og þá hver/jir gerðu eitthvað af sér í aðdraganda hrunsins.  Það er ekki aðalatriði af minni hálfu að fólk verði dæmt fyrir þær gjörðir sínar, en ég tel að þjóðin verði að fá að vita sannleikann, og sannleikurinn væri líklega versta refsing þeirra sem fóru á sveig við lög eða almenna réttlætiskennd.

En aftur að Icesave.

Þetta ólukkans mál er fullt af lagalegri óvissu sem og siðferðislegri.  Ekki bætir það málið að bresk og hollensk stjórnvöld ákváðu upp á sitt einsdæmi að borga innistæðueigendum innistæður sínar og segja svo eftirá við tryggingasjóðinn á Íslandi aðhluti þess hafi verið lán sem sjóðurinn óskaði aldrei eftir.  Við getum fengið úrskurðað um lagalega óvissu en aldrei þá siðferðislegu.  Þessvegna óska ég þess að málið fari fyrir dómstóla, og í leiðinni sjá evrópuríki hvar gallarnir í lögunum eru og geta þá bætt úr því svo þessi óvissa þurfi ekki að koma upp aftur.

Sameinuð þjóð er strax sterkari út á við, og ekki væri verra ef stjórnvöld endurspegluðu vilja þeirrar þjóðar, en sundruð erum við og má segja að það hafi versnað hratt eftir að aðildarumsókn að ESB fór í gegnum þingið.

Ég hef miklar áhyggjur af þjóðinni okkar því lítið má út af bera til þess að allt springi hér í loft upp.  Innanríkismálin eru ein stór púðurtunna eins og oft gerist hjá þjóðum í okkar stöðu.

Axel Þór Kolbeinsson, 12.1.2010 kl. 19:01

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sammála þér Axel, og ég átta mig ekki alveg á þessu óðagoti fjórflokksins.  Hræðist hann almannavilja?

Auðvitað á að leggja allar samningaviðræður til hliðar þar til úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu liggja fyrir.  Reyndar heyrði ég í dag vitnað í viðtal við hollenskan forsvarsmann sem sagði að þar munu menn ekkert aðhafast frekar fyrr en þau liggja fyrir.

Kolbrún Hilmars, 12.1.2010 kl. 19:10

7 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það kemur mér ekki á óvart Kolbrún að Hollendingar vilji halda að sér höndum fram yfir þjóðaratkvæði, í það minnsta opinberlega.  Bretar eru aftur óútreiknanlegri núna næstu vikurnar en munu líklega ekki heldur vilja neitt aðhafast fyrr en eftir þjóðaratkvæði, opinberlega að sjálfsögðu.

Stjórnarandstöðuflokkarnir tveir hafa aldrei verið hrifnir af hugmyndinni um þjóðaratkvæði, en mér sýnist þó einhver breyting vera þar á hjá Framsókn við kynslóðaskiptin þar.  En það er þó ekkert að marka ennþá.  VG og Samfylkingin hafa ollið mér miklum vonbrigðum þegar kemur að þjóðaratkvæði.  Báðir flokkarnir hafa haft þetta mál á sinni stefnuskrá lengi og hafa reynt að leggja fram frumvörp á meðan þeir voru í minnihluta.  Núna hafa þeir lagt fram frumvarp um þjóðaratkvæði sem er þvílíkur óskapnaður að ég sé það ekki sem annað en sóun á bleki og pappír.  Hreyfingin sýnir þó í það minnsta góða viðleitni sem sést best ef borið er saman frumvarp þeirra við stjórnarfrumvarpið, en má þó við meiri vinnu og sérstökum greinum um þjóðaratkvæði um stjórnarskrárbreytingar.

Fjórflokkurinn og valdaskipting hans er eitthvað sem ég gæti skrifað um í allt kvöld en betra að ég geri það ekki.  Samt vil ég segja að ég hef lengi verið á þeirri skoðun að á þingi ætti að vera í það minnsta 6-7 flokkar eða hópar, og möguleiki á persónukosningu.

Axel Þór Kolbeinsson, 12.1.2010 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband