. - Hausmynd

.

Það þurftu sex að líta á mig í gær

Ég var við rússneska sendiráðið í tvo tíma í gærmorgun, einn og án mikils hávaða. Á þeim stutta tíma komu sex mismunandi lögregluþjónar við, tveir þeirra fylgdust lengi með.

 

En ég ætla að nýta tækifærið og halda áfram með samskipti mín við félagasamtök og fjölmiðla. Endilega lítið á síðustu færslu fyrir byrjunina.

Fyrsta svar barst innan klukkutíma, þann 28. apríl:

Sæll Axel

Takk fyrir tölvupóstinn. Afsakið sein svör.
Meðfylgjandi er sameiginlega yfirlýsing ungliðahreyfinga stjórnmálaflokka vegna innrásar her yfirvalda Rússlands í Úkraínu. Undir hana skrifa samband ungra sjálfsstæðismanna, Ungir jafnaðarmenn, Ungir vinstri grænir, Ungir sósíalistar, Samband ungra framsóknarmanna, Uppreisn - Ungliðahreyfing Viðreisnar og Ungir píratar. Slíkar sameiginlegar ályktanir eru ekki oft birtar, en þegar þær eru það þá eru þær það einmitt vegna þess að málefnið telst brýnt og nauðsynlegt. Ályktunin er birt þann 27. febrúar.
Ástandið er Úkraínu er hryllilegt og framkoma Pútíns og hans taktík getur ekki kallast neitt annað en þjóðarmorð. Ályktunin á ekki minna við nú en þá.

Fyrir hönd ***
***
Ritari

 

Ungliðanum svaraði ég svo:

Sæl ***.

 
Eitt er í orði en annað á borði. Hvað hafið þið gert?
 
Ég hef ekki heyrt meir frá ungliðum.

mbl.is Sérsveit og lögregla vakta rússneska sendiráðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband