. - Hausmynd

.

Sjöundi mánuður stríðsglæpa en fátt um mótmæli á Íslandi

Best að halda áfram birtingu á samskiptum mínum við félagasamtök í vor þar sem ég hvatti þau til að skipuleggja mótmæli vegna innrásar rússa. Póstana sem ég senti má sjá hér, og svar ungliða hér. Hér fyrir neðan er svar frá stjórnmálaflokki.

Ég ætla mér ekki að nefna þessi félagasamtök, þau vita upp á sig skömmina, fyrir utan ein. Samtök hernaðarandstæðinga hafa enn ekki svarað, en hafa endurómað áróðurinn frá Kreml. Mín ályktun er að samtökin eru á móti NATO - ekki hernaði. 

Flokkurinn svaraði fljótlega eftir seinni póstinn, þann 28. apríl:

Sæll Axel


Takk fyrir póstinn og afsakaðu að ég hafi ekki svarað fyrri pósti en hann týndist í verkefnaflóði kosningabaráttu. Efnið er sannarlega mikilvægt og rétt að þú fáir svör.

Flokkurinn allur er önnum kafinn þessa dagana en *** framkvæmdastjóri þingflokks (hér í cc.) hefur boðist til að koma erindinu fyrir augu þingfólks. Gætirðu sent okkur símanúmerið þitt svo hægt væri að taka samtal þegar um hægist?


Bestu kveðjur,
***
Framkvæmdastjóri ***

 

Framkvæmdastjóranum svaraði ég svo:

Sæl *** og ***.

 
Því miður læt ég helst engan fá símanúmerið mitt. Persónuleg sérviska í mér, og þótt þið hefðuð þar er ekkert víst að ég geti svarað nema með sársauka öskrum suma daga.
Tölvupóstur hefur verið skásta leiðin til að ná í mig, þótt það geti tekið mig daga og versta falli tvær vikur eða svo að svara, allt eftir heilsu minni þau misserin.
 
Þakka ykkur fyrir að áframsenda póst minn til þingflokksins, en ég vil taka það fram að þingsályktun eða sameiginleg yfirlýsing ungliðahreyfinganna er ekki nægilegt þótt það hafið verið ágætt fyrsta skref fyrir 9 vikum síðan. Það er kominn tími til gjörða og sýna almennan stuðning með fjölda fólks. Ég veit það frá fyrstu hendi að þeir innflytjendur og flóttamenn sem hafa mótmælt síðustu vikur yrðu ánægð með að fá fleiri innfædda með sér í lið. Við höfum verið skammarlega fá. Það þarf 500 manns til þess að innfæddir jafni það góða fólk, 20.000 til að sýna að þetta skipti meira máli en Panamaskjölin.
 
Putin og aðrir stríðsglæpamenn munu ekki bíða þar til það hægist um hjá stjórnmálaflokkum. Ég hvet ykkur til að gera eitthvað sem fyrst. Það er það sem er rétt og manneskjulegt að gera, og getur verið skrautfjöður í hattinn fyrir kosningar.
 
Með kveðju
Axel Þór

 

Ég hef ekki heyrt meir frá þessum eða öðrum flokkum, og finnst sérstakt að sami póstur hafi yfirsést af svo mörgum.

mbl.is Kalla eftir stríðsglæpadómstól vegna fjöldagrafanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sú var tíðin að hægt var að senda inn athugasemd við bloggskrif og líka skrifa athugasemd við fréttir fjölmiðla án þess að vera skráður á facebokk og þar með kominn undir eftirlit amerískra auðhringa.

Nú eru flestir bloggarar sem hafa takmarkað athugasemdir lesenda sinna við þá sem eru undirseldir þessum auðhringum. Það sama á við um netmiðla, t.d vísi og dv.  Nú er svo komið að aðeins þeir sem beygja sig undir ægjivald amerískra auðhringja geta lesið athugasemdir við fréttir netmiðla, lokað er á lestur athugasemda hjá þeim sem ekki eru skráðir á facebook.

Nú gætu einhverjar hrekklausar sálir haldið að umræðan sé málefnalegri og kurteisari þegar skrifað er undir réttu nafni, en átta sig ekki á því að flestir á facebook eru ekki undir réttu nafni

Þessi langloka er bara til að þakka þér fyrir að leyfa athugasemdir við skrif þín án þess að athugasemdirnar séu skrifaðar eða lesnar með samþykki amerísks auðhrings.

Málfrelsi og skoðanafrelsi á ekki uppruna sinn eða tilverurétt hjá facebook.  Málfrelsi og skoðanafrelsi er svo miklu stærra en ótti lítilmenna við hugmyndir og skoðanir annarra.

Bjarni 18.9.2022 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband