. - Hausmynd

.

Tíminn vinnur með okkur

Tónninn í þessari deilu hefur breyst mikið á undanförnu ári Íslendingum í hag.  Ég tel það nokkuð ljóst að sú þróun haldist áfram, enda er ekki lengur hætta á bankaáhlaupi í Evrópu.

Ég er einn þeirra sem hef haldið því fram frá upphafi að íslenska ríkið beri enga ábyrgð þótt tryggingasjóðurinn geri það, enda er tryggingasjóður ekki ríkisstofnun heldur sjálfseignarstofnun fjármögnuð af bönkunum.

Ef þessi deila verður tekin fyrir hjá þar til bærum dómstólum er ég fullviss að þeir komist ekki að síðri niðurstöðu.


mbl.is Icesave tæki eitt til þrjú ár fyrir dómstólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þvílík bjartsýni! Tíminn vinnur svo sannarlega ekki með okkur. Ísland endist ekki lengi í skammarkrók alþjóðasamfélagsins, og hvað sem menn segja um hræðsluáróður eða vaxandi skilning á málstað okkar þá er engan bilbug að finna á ríkisstjórnum nágrannalandanna. Þar að auki er tómt mál að tala um að þetta mál fari fyrir íslenska dómstóla því að Bretar og Hollendingar munu aldrei leggja þá þar fyrir. Þeirra svar mun einfaldlega vera að beita pólitískum skrúfum, og þótt auðvitað væri frábært að lifa í hinum fullkomna heimi þar sem allir eru jafnir þá er sá heimur víst aðeins á himnum en ekki á jörðu.

Jóhannes 20.1.2010 kl. 10:09

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Í fyrsta lagi erum við ekki í skammarkrók alþjóðasamfélagsins, þótt vesturlönd og bankakerfi þeirra líti illa á okkur og reyni að beita okkur þrýstingi.  Alþjóðasamfélagið er nefnilega mun stærra en þau tæp 40 lönd sem eru talin til vesturlanda.

Ef til meiri þrýstings kæmi frá áðurnefndum vesturlöndum eru til ýmis ráð við því ef stjórnvöld eru tilbúin til að nota þau.

Þar til bær dómstóll er ekki á Íslandi, heldur EFTA-dómstóllinn sem útskurðar um ágreining vegna framkvæmdar EES-samningsins.

Axel Þór Kolbeinsson, 20.1.2010 kl. 10:20

3 Smámynd: Elle_

Hvaða skammarkrók?  Síðan hvenæri hafa þeir vald yfir okkur?  Og ætli okkur sé nú ekki sama hvað þeim kúgurum finnst?  Lögin eru okkar megin, ekki þeirra,  og það er okkar vald.  Þeir hafa ekki það vald að setja okkur í neinn skammarkrók og skipa okkur fyrir verkum.  Og takk fyrir pistilinn, Axel Þór.

Elle_, 21.1.2010 kl. 21:10

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Mín er ánægjan ElleE.

Axel Þór Kolbeinsson, 22.1.2010 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband