. - Hausmynd

.

Félagshyggjustjórnin árs gömul

Á því ári sem nú er liðið frá því að núverandi stjórnarflokkar mynduðu minnihlutastjórn er rétt að líta um öxl og fara yfir helstu afrek þeirra.

  • Ísland hefur sótt um aðild að Evrópusambandinu, en kannanir benda samt til þess að almenningur muni fella aðildina í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Áætlaður kostnaður aðildarferlisins er 1 - 5 ma. króna.
  • Skattar hafa verið hækkaðir og sett hefur verið á þriggja þrepa tekjuskattur sem mun auka tekjur ríkissjóðs og endurskoðenda.  Á sama tíma hafa útgjöld verið skorin niður, jafnvel gegn "prisippum" ráðherra.  Ég mæli með því að þeir ráðherrar athugi hvað prinsipp þýði.
  • Vanda heimilana hefur verið velt á undan sér þannig að hátt í 4.000 heimili sjá fram á nauðungarsölur um næstu mánaðarmót, nema haldið verði áfram að velta vandanum á undan sér.
  • Icesave.
Fleiri punktar vel þegnir.
mbl.is Mörg stórmál óleyst á ársafmæli stjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Umrenningur

Skjaldborg um fjármagnseigendur, ags enn í landinu þrátt fyrir að sá stefnufasti sagðist vilja reka það lið heim, minkandi kaupmáttur, aukið atvinnuleysi og svo má lengi halda áfram með afrekalista núverandi frjálshyggjustjórnar sem þó reynir enn að tengja sig við félagshyggju að norrænni fyrirmynd.

Umrenningur, 1.2.2010 kl. 11:12

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Merkilegt að af 4 atriðum sem þú nefnir Axel, þá eiga 2 þeirra eða helmingur á hættu að verða felld af þjóðinni (ESB og IceSave).

Guðmundur Ásgeirsson, 1.2.2010 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband