. - Hausmynd

.

Helst til langt gengið

Það að tala einungis dönsku í tímum skil ég vel og get tekið undir, svo lengi sem það eru ekki tímar í öðrum tungumálum.  En fólki hlýtur að vera frjálst að tala það tungumál sem það vill í frímínútum, enda er það frítími barnanna.

Að beita fyrir sér einelti er líka langsótt því ef framandi tungumál er talað við þig skilur þú það ekki og verður því ólíklega fyrir þeirri lífsreynslu að um einelti sé að ræða.  Að heyra önnur tungumál en þitt móðurmál dags daglega aðstoðar þig einnig við tungumálanám og við að skilja og bera virðingu fyrir því að það séu til fleiri menningarheimar en sá sem þú elst upp í.


mbl.is Vill banna erlend tungumál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebekka

Mér finnst það í lagi að banna önnur tungumál en dönsku í sjálfum tímunum, en ekki í frímínútunum.  Að auki er það ekki tungumálinu að kenna, ef börn verða fyrir einelti, heldur er vandamálið félagslegt.  Betra væri að reyna að bæta samskipti milli barnanna og fá þau með góðu til að tala öll dönsku hvort við annað og koma fram við hvert annað sem jafningja.  Bann á öðrum tungumálum en dönsku í skólunum gæti leitt til þess að börn minnihlutahópa einangruðust frekar.  

Þar að auki segir Barnasáttmáli SÞ þetta:

Í ríkjum þar sem minnihlutahópar hafa myndast vegna sérstakra þjóðhátta, trúarbragða eða tungumála, eða þar sem frumbyggjar eru, skal barni sem heyrir til slíks hóps ekki meinað að njóta eigin menningar, játa og iðka eigin trú, og nota eigið tungumál í samfélagi með öðrum í hópnum 

Rebekka, 5.2.2010 kl. 10:48

2 identicon

Ég bjó nú einu sinni í dk og hefði fundist ansi súrt ef ég gæti ekki rætt við systkini mín á íslensku á meðan ég var ekki alve búinn að ná málinu.  Eins hefði það verið mjög slæmt ef ég hefði ekki getað hoppað yfir í ensku þegar danski skólafélagar skyldu mig ekki.

En er annars þjóðernisflokkurinn ekki bara rasistaflokkur? Ég veit ekkert um það en ég gæti trúað því...

eg 5.2.2010 kl. 11:31

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég myndi ekki ganga svo langt að telja danska þjóðarflokkinn aðhyllast rasisma, en þau hafa oft verið með harða afstöðu gagnvart innflytjendum.  Samt fékk flokkurinn hátt í 14% atkvæða í síðustu kosningum.

Þjóðernishyggja er ekki endilega rasísk.

Axel Þór Kolbeinsson, 5.2.2010 kl. 12:24

4 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Þetta er viðkvæmt mál,sem allar þjóðir eru að glíma við,sjáið Frakkana með vandamálið um burku,en þetta hjá Dönum er að renna út í öfgar þegar tekið er að börn meigi ekki tala sitt tungumál í frístundum.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 5.2.2010 kl. 15:39

5 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Tungumálið er flestum mikilvægt, enda hefur það verið alsiða að banna "villimönnum" að tala eigið tungumál til að ná stjórn á þeim. Börnum á Írlandi var bannað að tala írsku, börnum innfæddra í Ameríku og Ástralíu var bannað að nota sitt eigið mál og skikkuð til að tala mál Evrópumannanna: ensku eða frönsku í N-Ameríku og Ástralíu, frönsku í hlutum Kanad, og spænsku í S-Ameríku.

Mig minnir að ég hafi heyrt svipaðar sögur af Grænlendingum, svo Danir eru ekki alveg reynslulausir...

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 5.2.2010 kl. 17:34

6 identicon

Mér    líst  vel  á  þetta  hjá  Dönum.

Það  á  ekki  að  hleypa   krökkum  upp  með  að  ala  á  einelti  og  aðskilnaðarstefnu  með  sértungumálum.

Þessi  aðskilnaðarstefna   sumra   svonefndra  fjölmenningarsinna  er  auðvitað  algjörlega  óþolandi.

Skúli Skúlason 5.2.2010 kl. 17:52

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Er þetta bann ekki bara ein birtingarmynd þess að danir vilja reyna að halda í þá þjóðfélagsgerð sem hefur tekið þá árhundruð að byggja upp, en vita ekki almennilega hvernig þeir eiga að fara að því.

Innflytjendur eru yfirleitt boðnir velkomnir til velferðarríkja vesturlanda, en það er ekki sjálfgefið að þeim sé velkomið að breyta því þjóðfélagsmynstri sem þar er fyrir.

Kolbrún Hilmars, 5.2.2010 kl. 18:39

8 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það er rétt munað hjá þér með grænlendinga Tinna.

Vissulega eru Danir að reyna að halda í sitt þjóðfélag, en gallinn er sá að mistökin hafa nú þegar verið gerð með inntöku stórra hópa fólks frá nokkrum löndum sem síðan hafa haldið sig saman.  Þetta er eitthvað sem við þyrftum að fylgjast með hér heima að fá inn nægilega fjölbreytta flóru innflytjenda til að minnka hættuna á hópamyndun.

Axel Þór Kolbeinsson, 5.2.2010 kl. 19:20

9 identicon

Var búinn að skrifa langan pistil en hætti síðan við. Þetta er samt frekar einfalt, ef þú flytur úr einu samfélagi í annað átt þú að aðlagast því samfélagi, ekki það þér. Ef ég flyt til Írans (eða landa sem teljast ekki til vesturlanda) mun ég ekki krefjast þess að þeir breyti sínu útaf því að ég fluttist þangað.

Sigurður 7.2.2010 kl. 00:44

10 identicon

Ef þetta eru venjulegar aðferðir til að uppræta eineltiþá gef ég ekki mikið fyrir skólakerfið í Danmörku. Það hlýtur að vera mannréttindabrot að ætla að banna börnunum að tala hvaða tungumál sem þeir kjósa við félaga sína. Það yrði til að hella olíu á eld og æsa upp mótþróa í börnunum sem skilar sér langt út fyrir skólakerfið. Auðvitað eiga innflytjendur að aðlaga sig að nýjum heimkynnum en það hefur ekki gefið góða raun að setja fram bönn og kúga þá til þess. Þau lönd sem taka á móti innflytjendum þurfa að sinna þeim og veita miklu fé í að halda utanum alla þætti svo sem tungumálakennslu og stuðnings fjölskyldur sem hjálpa fólkinu að staðsetja sig í nýja þjóðfélaginu.

merkúr 7.2.2010 kl. 09:03

11 identicon

Þetta kalla ég bara rasismi og tungumál hefur ekkert með einelti að gera.

Stína 7.2.2010 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband