5.2.2010 | 09:52
Helst til langt gengið
Það að tala einungis dönsku í tímum skil ég vel og get tekið undir, svo lengi sem það eru ekki tímar í öðrum tungumálum. En fólki hlýtur að vera frjálst að tala það tungumál sem það vill í frímínútum, enda er það frítími barnanna.
Að beita fyrir sér einelti er líka langsótt því ef framandi tungumál er talað við þig skilur þú það ekki og verður því ólíklega fyrir þeirri lífsreynslu að um einelti sé að ræða. Að heyra önnur tungumál en þitt móðurmál dags daglega aðstoðar þig einnig við tungumálanám og við að skilja og bera virðingu fyrir því að það séu til fleiri menningarheimar en sá sem þú elst upp í.
Vill banna erlend tungumál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Translate
Translate
Bloggvinir
- Samtök Fullveldissinna
- Rauður vettvangur
- Heimssýn
- Vinstrivaktin gegn ESB
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Börn Íslands
- Félag Fólksins
- Vaktin
- Nýja Lýðveldið Ísland
- Samstaða þjóðar
- Hreyfingin
- Kristin stjórnmálasamtök
- Frjálshyggjufélagið
- Sigurbjörn Svavarsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Ísleifur Gíslason
- Kolbrún Hilmars
- Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Arnþór Helgason
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Jón Baldur Lorange
- Haraldur Hansson
- Gullvagninn
- Gunnar Rögnvaldsson
- Valgeir
- Þórhallur Heimisson
- Valan
- Már Wolfgang Mixa
- Jón Lárusson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Ingi Þorvaldsson
- Bjarni Harðarson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Jón Valur Jensson
- Héðinn Björnsson
- Jón Pétur Líndal
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Kristbjörg Steinunn Gísladóttir
- Braskarinn
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Vilhjálmur Árnason
- Björn Heiðdal
- Haraldur Baldursson
- Ólafur Björn Ólafsson
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Gregg Thomas Batson
- Einar Björn Bjarnason
- Guðni Karl Harðarson
- Andrés.si
- Rafn Gíslason
- Sigurlaug B. Gröndal
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Guðrún Markúsdóttir
- Hinrik Þór Svavarsson
- halkatla
- Davíð S. Sigurðsson
- Umrenningur
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Guðmundur Karl Karlsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Vefritid
- Birgitta Jónsdóttir
- DÓNAS
- Heimir Tómasson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sæmundur Bjarnason
- Helga Þórðardóttir
- Sigurjón Páll Jónsson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Elle_
- Himmalingur
- Blogblaster
- Sigurður Sigurðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Guðni Þór Björnsson
- molta
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- GK
- Arinbjörn Kúld
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sævar Guðbjörnsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Þórður Björn Sigurðsson
- Baldur Hermannsson
- Aron Ingi Ólason
- Ólafur Elíasson
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Sigrún Einars
- Birgir R.
- Jón Þór Ólafsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Gústaf Adolf Skúlason
- Jón Valur Jensson
Nýjustu færslur
- Hvern ég styð
- Hryðjuverkahús
- Þrjár miðaldra konur
- Lífsrými
- Bibi
- Ekki fjallvegur
- Það er ýmslegt mögulegt
- Bölvaður aumingjaskapur
- Hálft skref í rétta átt
- Varðandi sendiráð rússa og sendiráð okkar í Moskvu.
- Rúmlega fjögur andlát hverja viku.
- Sjöundi mánuður stríðsglæpa en fátt um mótmæli á Íslandi
- Það þurftu sex að líta á mig í gær
- Loksins eru Íslendingar að rumska
- Borga ferðamenn ekki skatta?
Tenglar
Mínir tenglar
- Pólitískur áttaviti politicalcompass.org
- Skuggaþing Taktu þátt í þingstörfum skuggaþings.
- Icesave fyrir dómstóla
- sprword.com Síða sem er full af ýmsum fróðleik.
- aso brain games
- Free-Europe
- No2EU - Yes to democracy
Athugasemdir
Mér finnst það í lagi að banna önnur tungumál en dönsku í sjálfum tímunum, en ekki í frímínútunum. Að auki er það ekki tungumálinu að kenna, ef börn verða fyrir einelti, heldur er vandamálið félagslegt. Betra væri að reyna að bæta samskipti milli barnanna og fá þau með góðu til að tala öll dönsku hvort við annað og koma fram við hvert annað sem jafningja. Bann á öðrum tungumálum en dönsku í skólunum gæti leitt til þess að börn minnihlutahópa einangruðust frekar.
Þar að auki segir Barnasáttmáli SÞ þetta:
Rebekka, 5.2.2010 kl. 10:48
Ég bjó nú einu sinni í dk og hefði fundist ansi súrt ef ég gæti ekki rætt við systkini mín á íslensku á meðan ég var ekki alve búinn að ná málinu. Eins hefði það verið mjög slæmt ef ég hefði ekki getað hoppað yfir í ensku þegar danski skólafélagar skyldu mig ekki.
En er annars þjóðernisflokkurinn ekki bara rasistaflokkur? Ég veit ekkert um það en ég gæti trúað því...
eg 5.2.2010 kl. 11:31
Ég myndi ekki ganga svo langt að telja danska þjóðarflokkinn aðhyllast rasisma, en þau hafa oft verið með harða afstöðu gagnvart innflytjendum. Samt fékk flokkurinn hátt í 14% atkvæða í síðustu kosningum.
Þjóðernishyggja er ekki endilega rasísk.
Axel Þór Kolbeinsson, 5.2.2010 kl. 12:24
Þetta er viðkvæmt mál,sem allar þjóðir eru að glíma við,sjáið Frakkana með vandamálið um burku,en þetta hjá Dönum er að renna út í öfgar þegar tekið er að börn meigi ekki tala sitt tungumál í frístundum.
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 5.2.2010 kl. 15:39
Tungumálið er flestum mikilvægt, enda hefur það verið alsiða að banna "villimönnum" að tala eigið tungumál til að ná stjórn á þeim. Börnum á Írlandi var bannað að tala írsku, börnum innfæddra í Ameríku og Ástralíu var bannað að nota sitt eigið mál og skikkuð til að tala mál Evrópumannanna: ensku eða frönsku í N-Ameríku og Ástralíu, frönsku í hlutum Kanad, og spænsku í S-Ameríku.
Mig minnir að ég hafi heyrt svipaðar sögur af Grænlendingum, svo Danir eru ekki alveg reynslulausir...
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 5.2.2010 kl. 17:34
Mér líst vel á þetta hjá Dönum.
Það á ekki að hleypa krökkum upp með að ala á einelti og aðskilnaðarstefnu með sértungumálum.
Þessi aðskilnaðarstefna sumra svonefndra fjölmenningarsinna er auðvitað algjörlega óþolandi.
Skúli Skúlason 5.2.2010 kl. 17:52
Er þetta bann ekki bara ein birtingarmynd þess að danir vilja reyna að halda í þá þjóðfélagsgerð sem hefur tekið þá árhundruð að byggja upp, en vita ekki almennilega hvernig þeir eiga að fara að því.
Innflytjendur eru yfirleitt boðnir velkomnir til velferðarríkja vesturlanda, en það er ekki sjálfgefið að þeim sé velkomið að breyta því þjóðfélagsmynstri sem þar er fyrir.
Kolbrún Hilmars, 5.2.2010 kl. 18:39
Það er rétt munað hjá þér með grænlendinga Tinna.
Vissulega eru Danir að reyna að halda í sitt þjóðfélag, en gallinn er sá að mistökin hafa nú þegar verið gerð með inntöku stórra hópa fólks frá nokkrum löndum sem síðan hafa haldið sig saman. Þetta er eitthvað sem við þyrftum að fylgjast með hér heima að fá inn nægilega fjölbreytta flóru innflytjenda til að minnka hættuna á hópamyndun.
Axel Þór Kolbeinsson, 5.2.2010 kl. 19:20
Var búinn að skrifa langan pistil en hætti síðan við. Þetta er samt frekar einfalt, ef þú flytur úr einu samfélagi í annað átt þú að aðlagast því samfélagi, ekki það þér. Ef ég flyt til Írans (eða landa sem teljast ekki til vesturlanda) mun ég ekki krefjast þess að þeir breyti sínu útaf því að ég fluttist þangað.
Sigurður 7.2.2010 kl. 00:44
Ef þetta eru venjulegar aðferðir til að uppræta eineltiþá gef ég ekki mikið fyrir skólakerfið í Danmörku. Það hlýtur að vera mannréttindabrot að ætla að banna börnunum að tala hvaða tungumál sem þeir kjósa við félaga sína. Það yrði til að hella olíu á eld og æsa upp mótþróa í börnunum sem skilar sér langt út fyrir skólakerfið. Auðvitað eiga innflytjendur að aðlaga sig að nýjum heimkynnum en það hefur ekki gefið góða raun að setja fram bönn og kúga þá til þess. Þau lönd sem taka á móti innflytjendum þurfa að sinna þeim og veita miklu fé í að halda utanum alla þætti svo sem tungumálakennslu og stuðnings fjölskyldur sem hjálpa fólkinu að staðsetja sig í nýja þjóðfélaginu.
merkúr 7.2.2010 kl. 09:03
Þetta kalla ég bara rasismi og tungumál hefur ekkert með einelti að gera.
Stína 7.2.2010 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.