. - Hausmynd

.

101 Reykjavík

Ef þessi ágæti blaðamaður hefði spurt fólk á förnum vegi annarsstaðar en í Reykjavík hefði hann fengið að heyra mun meiri andstöðu - líka frá ungu fólki.  Þennan mismun heyri ég sjálfur, og fyrir þá sem trúa mér ekki þá er hægt að glugga í skoðanakannanir og sjá greiningu á viðhorfum fólks.  Gegnum gangandi hefur stuðningur við Evrópusambandsaðild verið meiri hjá íbúum höfuðborgarsvæðisins en landsbyggðarinnar.  Eins hefur stuðningur við aðild verið áberandi meiri hjá þeim sem hafa hærri tekjur.

Reglulega sér maður fólk henda þeirri skoðun fram að réttast væri að koma okkur "einangrunarsinnum" fyrir á hinum og þessum eyjum umhverfis landið þegar nærtækara væri að Gullbringu- og Kjósarsýslur gengu í ESB og léti okkur hin í friði.

Nýja Ísland?

 

Ekki skrifað í fullri alvöru.


mbl.is Skiptar skoðanir um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Reglulega sér maður fólk henda þeirri skoðun fram að réttast væri að koma okkur "einangrunarsinnum" fyrir á hinum og þessum eyjum umhverfis landið þegar nærtækara væri að Gullbringu- og Kjósarsýslur gengu í ESB og léti okkur hin í friði.

Æ, Axel minn þetta er ekki vel sagt. Og að vera að reyna að auka á togstreytuna milli þéttbýlis og strjálbýlis er ekki þínum málstað til framdráttar.

Sæmundur Bjarnason, 24.2.2010 kl. 20:50

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Enda er þetta sagt meir í gríni en alvöru Sæmundur, en fyrri málsgreinin er skrifuð í fullri alvöru.

Axel Þór Kolbeinsson, 24.2.2010 kl. 20:56

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er engin togstreita milli Reykjavík og óbyggilega hluta landsins....fólk sem velur að búa utan menningar Reykjavíkur verður bara að læra að hlýða Reykvíkingum...

Óskar Arnórsson, 24.2.2010 kl. 21:49

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

pfff...  Þú sérð hvert það leiddi okkur.

Axel Þór Kolbeinsson, 24.2.2010 kl. 21:51

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Eru bændur ekki friðaðir á Íslandi? ESB verður ekki lengi að breyta því.

...og svo er bara að selja þenna fiskiflota. Hann verður óþarfi þegar við erum komnir í fóstur hjá ESB....

Óskar Arnórsson, 24.2.2010 kl. 22:06

6 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Nú, eigum við þá að lifa af því að selja hvoru öðru karamellur?

Axel Þór Kolbeinsson, 24.2.2010 kl. 22:09

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ja, ef ESB leyfir það...það þarf þá ESB karamelluleyfi...

Óskar Arnórsson, 24.2.2010 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband