. - Hausmynd

.

Hvar er virðingin?

Margir íslenskir stjórnmálamenn virðast bera enga virðingu fyrir lýðræði, stjórnarskrá eða almenningi í landinu.  Sú litla virðing sem ég bar fyrir þeim hvarf í dag, og hefur orðið að ógleði.

Ég sagði í síðustu færslu ætla að bíða þar til reiðin væri aðeins farin að minnka áður en ég léti lyklaborðið finna fyrir því aftur, en hvað sé ég þegar ég sest aftur við tölvu?  Þessa frétt mbl.i, frétt á vef Rúv sem ber titilinn "Þjóðaratkvæðagreiðslan tímasóun" og fleira í þeim dúr.

Ég get svo svarið það að það styttist svo í mér þráðurinn að ég hef mestar áhyggjur af því að ég fari að hvetja fólk til að vopnast.

Lýðræðisást ráðamanna okkar er engin, og ég hef nánast enga trú á að 60 þingmenn hafi nokkra lýðræðisást, en lifi enn í voninni með 3 þeirra.


mbl.is Án samráðs við stjórnarandstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, hvernig líst þér þá á þá hugmynd Jóhönnu forsætis að fresta þjóðaratkvæðagreiðslunni um viku? Eina viku? Eina litla viku? Eina vikulanga litla viku? Rétt sisona!

Ætli framlengingarþráðar fáist í Byko eða Húsó?

Kolbrún Hilmars, 2.3.2010 kl. 17:52

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég kýs 6. mars! sama hvað Jóhanna eða Steingrímur segja.

Axel Þór Kolbeinsson, 2.3.2010 kl. 17:54

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það mun ég gera líka; líkt og margir hef ég tekið daginn frá fyrir þessa fágætu athöfn. Fái ég ekki að kjósa með friðsæld verður hitt ofan á. Ætli mörgum sé ekki líkt farið...

Kolbrún Hilmars, 2.3.2010 kl. 17:57

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég vona að við hittumst ekki í stjórnarráðinu, og að almenn kosningaþáttaka verði góð.  Það væri sigur fyrir lýðræðið, ekki hver niðurstaða kosninganna verður.

Allt undir 70% þáttöku verða mér vonbrigði.

Axel Þór Kolbeinsson, 2.3.2010 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband