. - Hausmynd

.

Áskorun til almennings

Einn af þeim mikilvægu hlutum sem þarf að fara í hér á landi eru breytingar á umhverfi stjórnmála.  Þær breytingar verða ekki af sjálfu sér.  Ein af leiðunum til að koma á breytingum er í gegnum lýðræðislegt ferli kosninga, en ólíklegt er að þau stjórnmálaöfl sem sjá sér mestan hag í óbreyttu kerfi komi þar að málum.  Því hvet ég almenning til að kynna sér hugmyndir þeirra stjórnmálasamtaka sem eru starfandi í dag til þess að sjá hvort eitthvert þeirra hafi hljómgrunn hjá þeim, og ganga til liðs við þau stjórnmálasamtök.

Einn af göllum núverandi kerfis er hið svokallaða fjórflokkakerfi, sem er nánast það sama og tveggja flokka kerfi með stílbrigðum.  Útkoman verður alltaf sú að tveir flokkar mynda saman meirihlutastjórn og komast því upp með nánast hvað sem er.  Einfaldasta leiðin til að breyta núverandi kerfi er að koma fleiri framboðum inn á þing svo hægt sé að brjóta núverandi kerfi upp innanfrá.  Íslensk stjórnmál hefðu gott af því ef kjörnir fulltrúar lærðu að vinna saman, t.d. innan samsteypustjórna eða minnihlutastjórna.

 


mbl.is Sigurjón í formannskjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Helgi Guðjohnsen

Það vantar inn samtökin Frjálst Ísland, http://frjalstisland.is .

Viðar Helgi Guðjohnsen, 15.3.2010 kl. 16:45

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Komið inn.

Axel Þór Kolbeinsson, 15.3.2010 kl. 16:52

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

"Einfaldasta leiðin til að breyta núverandi kerfi er að koma fleiri framboðum inn á þing", segir þú. Þetta hefur verið reynt og tekist illa. Er líklegt að betri samstaða náist um slíkt nú?

Sæmundur Bjarnason, 15.3.2010 kl. 17:38

4 Smámynd: Stefán Bogi Sveinsson

Hvernig er hægt að flokka Frjálst Ísland sem starfandi stjórnmálasamtök þegar heimasíða þeirra gefur ekki einu sinni upp hverjir sitja í stjórn þeirra, hvort og hvenær var haldinn stofnfundur, aðalfundir eða fundir yfir höfuð og stefnuskráin er í þremur ansi loðnum og teygjanlegum greinum. Ég hefði haldið að meira þyrfti að koma til.

Stefán Bogi Sveinsson, 15.3.2010 kl. 18:53

5 Smámynd: Stefán Bogi Sveinsson

Svo ég gæti nú jafnræðis er rétt að halda til haga að mér sýnist nokkurn veginn hið sama gilda um Kristin stjórnmálasamtök (eða Kristna þjóðarflokkinn), Besta flokkinn, Norræna Íhaldsflokkinn og Umbótahreyfinguna. Samtök Fullveldissinna virðast einnig ófullburða að því leiti til að aldrei hafi verið haldinn stofnfundur en gerð er grein fyrir bráðabirgðastjórn samtakanna og stefnu. Spurning hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að teljast sæmilega burðug stjórnmálasamtök.

En hvatning þín er góð og gild. Þeir sem hafa skoðanir og vilja hafa áhrifættu að finna sér samtök við hæfi.

Stefán Bogi Sveinsson, 15.3.2010 kl. 19:13

6 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sælir.  Ég myndi ekki segja að flokkar utan fjórflokksins hafi reynst illa, en þeim hefur hinsvegar vantað meiri stuðning.  En til þess að fjölflokkakerfi gangi sæmilega þyrftum við að hafa þing þar sem væru sex til sjö flokkar að jafnaði, en ekki 4 + 1 smáflokkur eins og hefur oftast verið hérna.

Ég veit ekki hvar draga eigi mörkin um hvenær félagasamtök ættu að flokkast sem stjórnmálasamtök, en til að flokkast sem burðug ættu þau að hafa einhver áhrif, t.d. þingmann.  Samtök Fullveldissinna eiga enn eftir að halda fyrsta landsfund sem verður litið á í leiðinni sem stofnfund, en við erum samt starfandi á fullu og með töluverðan fjölda félagsmanna.  En við þurfum einmitt að fara að drífa fyrsta landsfundinn af og fara að kynna samtökin fyrir fólki.

Axel Þór Kolbeinsson, 15.3.2010 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband