. - Hausmynd

.

Skekkja kannana

Í flestum könnunum á fylgi stjórnmálaflokka er ákveðin skekkja miðað við niðurstöður kosninga.  Ég veit ekki hvort sú skekkja er vegna þeirrar aðferðafræði sem er notuð eða vegna mannlegs eðlis.  Þetta birtist í því að Framsóknarflokkurinn mælist með 1 - 2 prósentustig minna en hann fær úr kjörkössunum og VG mælist með 1 - 2 prósentustigum meira en það fær úr kjörkössunum.

Ef við tökum okkur til og gerum ráð fyrir að 1 prósentustig færist af VG yfir á Framsókn gerist svolítið athyglivert:


Könnunfulltr.Leiðréttfulltr.
B5,60%06,60%1
D39,40%739,40%6
F1,50%01,50%0
H0,40%00,40%0
S26,30%426,30%4
V14,20%213,20%2
Æ12,70%212,70%2

Sjálfstæðisflokkurinn missir mann yfir til Framsóknar en aðrir halda sínum borgarfulltrúum.

Reiknilíkan hér.

mbl.is Jón Gnarr: „Við stefnum hærra“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fylgi flokka breytist með mínútu hverri, þetta er svona fljótandi stærð ekki ein föst tala. Þannig er það alveg mögulegt að fylgið hafi aukist eða minnkað frá því að skoðunarkönnunin var gerð og þangað til það var kosið.

Svo eru alltaf skekkjur í svona könnunum sem má rekja til líkinda. Ef maður velur 1000 manna úrtak, 600 svara, hversu miklar líkur eru á að þessir 600 endurspegli þverskurð af þýðinu sem er verið að kanna?

Bjöggi 26.3.2010 kl. 13:35

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Kannanir á fylgi flokkana komast furðu nærri kosningaúrslitum fyrir utan þá tvo flokka sem ég minnist á.  Að sjálfsögðu sveiflast fylgi flokkana til, og enn eru tveir mánuðir í kosningar og því getur mikið gerst.

Axel Þór Kolbeinsson, 26.3.2010 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband