. - Hausmynd

.

Endalok íslenskrar fákeppni?

Þetta er með betri fréttum dagsins, en þó er ekki tímabært að fagna.  Þingið á eftir að taka málið fyrir og þar getur frumvarpið breyst eitthvað í meðförum.

Ef vel tekst til verður samkeppniseftirlitinu vonandi líka gefin heimild til að skipta upp stórum fyrirtækjum í þeim geirum sem um fákeppni er að ræða eins og t.d. matvöruverslunum og eldsneytisfyrirtækjum.


mbl.is Auknar heimildir Samkeppniseftirlits
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Getur þú nefnt eitt einasta dæmi

þar sem úrskurðir samkeppisstofnunar hefur leitt til lægra vöruverðs?

Gænmeti, bensín?

GK 26.3.2010 kl. 15:26

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ekki svona sem ég man eftir sérstaklega.

Axel Þór Kolbeinsson, 26.3.2010 kl. 15:28

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Samkeppnislöggjöfin öll grundvallast á misskilningi um það hvernig markaðir virka. Þess vegna leiða aðgerðir samkeppnisyfirvalda ekki til verðlækkunar. Hins vegar hafa þær í sumum tilfellum leitt til verðhækkunar. Nú er Eimskipafélaginu t.d. bannað að keppa í verði við Samskip. Þetta er ákaflega þægileg staða fyrir fyrirtækin og tryggir þeim góðan arð umfram það sem þau hefðu ef hrein samkeppni ríkti. Ekki þarf annað til en að Samskip fylgist vel með verðlagningu Eimskipa og passi að halda sig alltaf aðeins neðar - eða öfugt. Hverjir tapa? Auðvitað neytendur.

Þorsteinn Siglaugsson, 26.3.2010 kl. 15:59

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það þarf að hafa eftirlit með þessu liði rétt eins og ómálga börnum. Gott mál.

Finnur Bárðarson, 26.3.2010 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband