. - Hausmynd

.

1. maí

Alþýðusamband Íslands og verkalýðshreyfingin hefur undanfarna öld gætt hagsmuna launafólks á Íslandi.  Til að byrja með var alþýðuhreyfingin samofin stjórnmálalífinu, en það breyttist árið 1940 þegar Alþýðuflokkurinn var skilinn frá Alþýðusambandinu til þess að sem flestir gætu tekið þátt óháð pólitískum skoðunum.  Þetta var mikið happaskref því á fáum öðrum stöðum í heiminum er jafn mikil þáttaka almennings í vekalýðsfélögum og einmitt hér á Íslandi.

Undanfarin ár hefur verkalýðsforustan beygt af þessari leið og reynt að beita hreyfingunni fyrir sínum eigin pólitísku hugmyndum sem eiga lítið skylt við þá hugmyndafræði sem sem gerðu verkalýðshreyfinguna að því sterka afli sem hún er; vinna að hagsmunum launafólks óháð pólitískum skoðunum.

Sjálfur vann ég töluvert innan verkalýðshreyfingarinnar, en aldrei hefði mér dottið það í hug að beita mér fyrir mínum eigin pólitísku skoðunum innan hennar.

Barátta launafólks ætti að mínu mati að snúast inn á við til þess að breyta þessu, því ef ekkert er að gert verður verkalýðshreyfingin meira í ætt við hreyfingarnar í s-Evrópu þar sem um 20%-30% launamanna taka þátt og hreyfingin er lítið annað en framlenging á stjórnmálalífinu.


mbl.is „Við viljum vinnu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

1 máí 2010 snerist aðallega um vanhæfi verkalýðsforistunar

Kveðja

Æsir 7.5.2010 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband